Beinar útsendingar í febrúar

1. jan. 2020

Þrír leikja Chelsea í Úrvalsdeildinni í febrúar 2020 hafa verið fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Leicester City vs Chelsea, fer fram á King Power Stadium laugardaginn 1. febrúar og hefst kl. 12:30, sýndur beint á BT Sport.
  • Chelsea vs Manchester United, fer fram á Stamford Bridge mánudaginn 17. febrúar og hefst kl. 20:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Chelsea vs Tottenham Hotspur, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 22. febrúar og hefst kl. 12:30, sýndur beint á BT Sport.

Leikirnir gegn Manchester United og Tottenham Hotspur falla undir Loyalty Points regluna og þurfa félagsmenn að ráða yfir 10 Loyalty punktum til að geta nýtt sér forkaupsrétt okkar.

Joii
EiríkssonKjötsmiðjan
American Bar
Car RentalHársnyrtistofan