Árgjöld 2021-2022

Lokað hefur verið fyrir endurnýjanir og nýskráningar hjá Chelsea Football Club!

Árgjöld vegna starfsársins 2021– 2022 hafa verið ákveðin, töluverðar breytingar eru á ferðinni frá því er við gátum endurnýjað síðast, innihald árgjaldsflokkanna tekið breytingum og einn flokkurinn felldur niður, nánar tiltekið True Blue Magazine (TBM).

Þá hefur flokkurinn True Blue Original (TBO) tekið miklum breytingum, innihald öllu rýrara en hingað til en á móti snarlækkað verð.

Flokkarnir sem í boði í ár eru því True Blue Original (TBO), True Blue Ticket Only (TBTO), True Blue Teens (TBT) 13 -19 ára og True Blue Juniors (TBJ) 12 ára og yngri, nánari upplýsingar um innihald hvers flokks verður að finna á www.chelsea.is innan skamms.

Okkur er heimilt að leggja GBP 20.- á hvert árgjald til að standa straum af kostnaði við rekstur félagsins en stjórnin hefur ákveðið að fara varlega í þær álögur en áskilur sér hins vegar rétt til að endurskoða árgjöldin ef breska pundið fer eitthvað að stríða okkur.

Verð hvers árgjaldsflokks verður því sem hér segir:

True Blue Original = Kr. 8.000.-  UPPSELT!

True Blue Ticket Only = Kr. 5.500.-

True Blue Teens = Kr. 5.000.-  UPPSELT!

True Blue Juniors = Kr. 5.000.-

Reikningsnúmer Chelsea klúbbsins er 0133-15-200166, kennitala 690802-3840.

Vinsamlegast setjið árgjald í skýringu / tilvísun greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðanda.

Nánari upplýsingar um innihald hvers flokks fyrir sig er svo að finna á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið þar á Chelsea klúbburinn og svo á Árgjöld/Skráning.

Og nú er um að gera að drífa í að endurnýja og tryggja sér bónuspunktana hjá Chelsea Football Club í leiðinni en til að öðlast þá þarf að greiða valið árgjald fyrir 23. júlí n.k.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Upp