Árgjald í klúbbinn 2017 – 2018

Nú hafa árgjöld vegna starfsársins 2017 – 2018 verið ákveðin og lækka þau frá því sem verið hefur undanfarin misseri, þökk sé sterkri stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu!

Árgjöldin hjá Chelsea Football Club verða að mestu óbreytt frá því sem verið hefur, þó er lítils háttar hækkun á árgjöldum í ódýrustu flokkunum en hún er óveruleg eða 1 – 2 GBP.

 

Flokkarnir eru hinir sömu og að undanförnu, þ.e. True Blue Original (TBO), True Blue Magazine (TBM), True Blue Ticket Only (TBTO), True Blue Teens (TBT) og True Blue Juniors (TBJ) og innihald þeirra er svipað og verið hefur.

Okkur er heimilt að leggja GBP 15.- á hvert árgjald til að standa straum af kostnaði við rekstur félagsins en stjórnin hefur ákveðið að fara varlega í þær álögur en áskilur sér hins vegar rétt til að endurskoða árgjöldin ef breska pundið fer eitthvað að stríða okkur.

Verð hvers árgjaldsflokks verður því sem hér segir:

  • True Blue Original = Kr. 12.000.- (var kr. 15.000.-)
  • True Blue Magazine = Kr. 10.000.- (var kr. 13.000.-)
  • True Blue Ticket Only = Kr. 5.500.- (var kr. 6.000.-)
  • True Blue Teens = Kr. 4.500.- (var kr. 5.000.-)
  • True Blue Juniors = Kr. 4.000.- (var kr. 5.000.-)

Reikningsnúmer Chelsea klúbbsins er 0701-26-3840, kennitala 690802-3840.

Nánari upplýsingar um innihald hvers flokks fyrir sig er svo að finna á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið þar á Chelsea klúbburinn og svo á Árgjöld/Skráning.

Og nú er um að gera að drífa í að endurnýja og tryggja sér bónuspunktana hjá Chelsea Football Club í leiðinni!

Upp