Ábendingar frá Chelsea Football Club

Ráðamenn hjá Chelsea Football Club hafa beðið okkur um að koma á framfæri nokkru atriðum vegna breyttra aðstæðna á Stamford Bridge og nýju fyrirkomulagi á afhendingu miða á leiki með Chelsea.

  1. Westview (áður West Upper) hefur nú verið breytt í „Hospitality area“, aðstaða fyrir þá sem háðir eru hjólastólum ásamt fylgdarmönnum er til staðar.

  2. Matthew Harder Lower, Shed Lower og Shed Upper hefur verið breytt í „Railed Seating area“, þ.e. nú eru handriði fyrir framan hverja sætaröð af öryggisástæðum.

  3. Fyrirkomulagi á afhendingu miða hefur verið breytt, nú eru miðar í því formi sem við höfum þekkt hingað til ekki lengur gefnir út (gildir ekki um útileiki), þess í stað eru miðar sendir formanni klúbbsins rafrænt sem hann sendir svo viðkomandi félagsmanni í tölvupósti sem sá hinn sami þarf svo að prenta út (print@home) og hafa meðferðis á Stamford Bridge hvar strikamerki á miðunum eru skönnuð við innganga að vellinum.

  4. Miðasalan á Stamford Bridge verður eingöngu opin á leikdögum, þurfi félagsmenn einhverra hluta vegna að fá miða sína endurútgefna gerist það eingöngu á leikdegi og þarf að greiða GBP 5.- fyrir slíkan gjörning.

  5. Miðaverð verður óbreytt frá því sem verið hefur, upplýsingar þar um má finna á www.chelseafc.com (Ticket information – Ticket prices), bókunargjald, GBP 2.- leggst ofan á verð hvers miða auk þess sem Chelsea klúbbnum er heimilt að innheimta lítils háttar þóknun vegna hvers miða sem klúbburinn pantar fyrir félagsmenn (kr. 500.- er rennur í Minningar- & Styrktarsjóð Chelsea klúbbsins).

  6. Miðar á útileiki með Chelsea verða með sama fyrirkomulagi og áður, þ.e. sendir formanni Chelsea klúbbsins, ein breyting verður hér á sem felst í því að ekki verður lengur hægt að nálgast miða á leikstað hverju sinni.

Svo er bara að drífa í að endurnýja eða skrá sig í klúbbinn ef þið eruð ekki félagsmenn nú þegar, tryggja sér dýrmæta 5 tryggðarpunkta (Loyalty Points) sem kunna að koma sér vel þegar kemur að því að panta miða á stærri (!) leikina.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Upp