Búið er að opna fyrir nýskráningar í Chelsea klúbbinn á Íslandi vegna keppnistímabilsins 2014 – 2015, sú breyting hefur orðið á frá fyrri misserum að árgjaldsflokkurinn True Blue International (TBI) hefur verið felldur niður samkvæmt ákvörðun Chelsea TV en árgjald í þessum flokki hljóðaði upp á kr. 7.000.- undanfarin ár og veitti m.a. aðgang að Chelsea TV á Netinu.
Hins vegar verður kynnt tilboð frá Chelsea TV fljótlega um aðgang að Chelsea TV, óháð árgjöldum, og munum við kynna það og koma á framfæri þegar upplýsingar þar um berast frá höfuðstöðvunum. Stjórn Chelsea klúbbsins hefur ákveðið að árgjöld skuli að öðru leyti vera óbreytt frá fyrra ári en allar upplýsingar um árgjöldin má finna á skráningarblaði vegna nýskráningar í meðfylgjandi viðhengi sem og reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins.
Vinsamlegast sendið okkur skráningarblaðið til baka með umbeðnum upplýsingum er þið hafið greitt valið árgjald.
Athugið að takmarkað framboð verður af árgjaldsflokki True Blue Original (TBO) en á síðasta ári seldist þessi flokkur upp um miðjan júlí!
Það væri okkur mjög að skapi ef þið gengjuð sem fyrst frá skráningu ykkar, þ.e.a.s. ef þið hyggið á inngöngu í Chelsea klúbbinn og þar með talið Chelsea Football Club, svo við getum sent skráningargögn ykkar til höfuðstöðvanna í London fyrir 1. júní n.k. en frá og með þeim degi er aðild ykkar virkjuð hafið þið greitt valið árgjald fyrir þann dag sem þýðir að þið náið fullri nýtingu á gildistíma árgjaldsins. Jafnframt auðveldar það okkur í stjórn félagsins alla vinnu í framhaldinu hvað varðar vinnu og uppgjör vegna skráningar ykkar.
Og síðast en ekki síst fá allir þeir er greiða árgjaldið fyrir 25. júlí n.k. fimm “Loyalty Points” hjá Chelsea Football Club sem gætu komið sér vel þegar þið hyggið á kaup á miðum á leiki Chelsea gegn stærri liðum, s.s. Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur o.fl.
Ekki má heldur gleyma að allir þeir er greiða árgjaldið fyrir fyrsta heimaleik næsta keppnistímabil fá nafn sitt í happdrættispottinn góða sem dregið verður úr á aðalfundi félagsins í haust!
Vinsamlegast skráið árgjald í “Tilvísun” og kennitölu viðkomandi félagsmanns í “Greiðandi”!