Nú hafa nokkrir leikja Chelsea í Úrvalsdeildinni í aprílmánuði verið færðir til vegna sjónvarpsútsendinga frá leikjum liðsins og eru tilfærslurnar eftirfarandi:
- Chelsea vs Stoke City, laugardagur 5. apríl kl. 16:30, með fyrirvara vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeildinni!
- Swansea City vs Chelsea, sunnudagur 13. apríl kl. 15:10.
- Chelsea vs Sunderland, sunnudagur 20. apríl kl. 13:05, með fyrirvara vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeildinni.
- Liverpool vs Chelsea, sunnudagur 27. apríl kl. 13:05.
Athugið að sumartími tekur gildi á Englandi aðfararnótt sunnudagsins 30. mars 2014.
Ofantaldir leikir verða allir í beinni útsendingu á SKY SPORTS.
Terry, Lampard eða sjálfur Howard?
Nefnd sú hjá enska knattspyrnusambandinu er fjallar um ýmis vafaatriði er kunna að koma upp í leikjum í Úrvalsdeildinni hefur nú úrskurðað að Frank Lampard skuli skráður fyrir sigurmarki Chelsea gegn Everton, spyrna hans beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma hafi aldrei snert John Terry en haft viðkomu í Tim Howard, markverði Everton, á leið sinni í markið, knötturinn hefði hafnað í markinu þrátt fyrir snertingu Howards svo ekki er um sjálfsmark að ræða, Lampard skuli skráður fyrir markinu. Sem þýðir að enn bætir Super Frank markametið hjá Chelsea, kominn í 210 mörk “and still going strong“ Hvar endar þetta?
Tippið – Staðan og sigurvegarar
Staðan í Tippleik Chelsea.is hefur verið uppfærð samkvæmt þessu.Sigurvegarar í febrúarmánuði Tippleiksins eru:
- Arnór Hillers og BHM, sigurvegari janúarmánaðar er Edda.
- Herber er sigurvegari desembermánaðar.
Ofurdagur hjá Orkunni
Næsti ofurdagur Chelsea Orkulykilsins nálgast, hann verður væntanlega í tengslum við annað hvort (eða jafnvel bæði) afmæli Chelsea Football Club þann 10. mars n.k. eða afmæli Chelsea klúbbsins á Íslandi þann 16. mars, nánar um það á næstu dögum en fyrir þau ykkar sem ekki hafa enn sem komið er nælt sér í Chelsea Orkulykilinn þá er ekki eftir neinu að bíða,allar nánari upplýsingar má finna í “Fagnaðarerindinu” í meðfylgjandi viðhengi.
Pub Quiz 18. mars
Og svo er í bígerð Chelsea Pub Quiz þann 18. mars í Ölveri, “Kvissið” verður væntanlega á undan leik Chelsea og Galatasaray í Meistaradeildinni.