Galatasaray í Meistaradeildinni

Meistaradeildin

Þá hefur verið dregið í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og má þar nú finna marga áhugaverða leiki. Eðlilega höfðum við mestan áhuga að sjá hvaða mótherji okkar manna kom upp úr hattinum en nú er ljóst að það er tyrkneska liðið Galatasaray. Fyrri leikur einvígisins fer fram á heimavelli Galatasaray en sitt sýnist hverjum um hvort sé betra að byrja úti eða heima. Þetta þýðir einnig að ósk Mourinho eftir leikinn gegn Búkarest hefur ræst, en hann vildi fá Drogba á Brúnna. Við skulum aðeins vona að okkar menn geti haft góðar gætur á goðsögninni. Fyrri leikur liðanna verður leikinn miðvikudaginn 26. febrúar en sá síðari þriðjudaginn 18. mars. 
 
Þess má geta að við höfum aðeins einu sinni áður mætt Gala, eins og þeir eru kallaðir, í Meistaradeild árið 1999. Leikirnir voru þáttur í riðlakeppninni og höfðum við sigur í þeim báðum, 1-0 heima og 5-0 úti en sá síðarnefndi er jafnframt stærsti sigur okkar í keppninni til þessa. Drátturinn var svona í heild sinni:
 
Man. City – Barcelona
Olympiakos – Man. Utd.
AC Milan – Atletico De Madrid
Bayern 04 Leverkusen – Paris St. Germain
Galatasary – Chelsea FC
FC Shalke 04 – Real Madrid
Borussia Dortmund – Zenith
Arsenal – FC Bayern Munchen
 
Til gaman eru hér niðustöður úr könnun um óskamótherjann sem fram fór á síðunni undanfarna daga. Það er ljóst að einhverjir aðrir en Mourinho fengu ósk sína uppfyllta um að mæta Gala í næstu umferð en niðurstöðurnar úr könnuninni má sjá hér fyrir neðan.
 

Screen Shot 2013-12-16 at 12.12.19

Screen Shot 2013-12-16 at 12.12.51

Upp