Bruce Buck hættir – Marina gæti fylgt á eftir

Bruce Buck, formaður knatt­spyrnu­fé­lags­ins Chel­sea til 19 ára, hef­ur ákveðið að stíga niður úr sínu hlut­verki um mánaðar­mót­in. Hann verður þó áfram hjá fé­lag­inu sem ráðgjafi.

Síðan Buck tók við sem formaður hef­ur Chel­sea orðið að stór­veldi í knatt­spyrnu. Á hans tíma vann karlalið Chel­sea 18 titla og kvennaliðið 12. Hann hjálpaði einnig við að koma ung­linga­starf­inu í gang, en þaðan hafa komið leik­menn eins og John Terry, Ma­son Mount og Reece James.

Buck er stolt­ur af tíð sinni hjá Chel­sea.

„Ég er stolt­ur að hafa átt þátt í vel­gengni Chel­sea inn á vell­in­um sem að utan. Nú er hins­veg­ar rétti tím­inn fyr­ir mig til að stíga niður og leyfa nýju eig­end­un­um að byggja frá þeirra sjón­ar­horni. Ég hlakka til að hjálpa þeim að aðlag­ast ásamt okk­ar mögnuðu leik­mönn­um og starfs­fólki,“ sagði Buck við heimasíðu Chel­sea.

Fjár­festa­hóp­ur leidd­ur af banda­ríska viðskipta­mann­in­um Todd Boehly tók yfir Chel­sea í lok maí eft­ir að Rom­an Abramovich, fyrr­um eig­andi, þurfti að selja fé­lagið útaf stríði Rúss­lands og Úkraínu.

Orðrómur að Marina muni einnig stíga til hliðar er sterkur.

Upp