Í tilefni af 25 ára afmæli Chelsea klúbbsins á Íslandi þann 16. mars sl. bauð stjórn klúbbsins til móttöku á Grand Hótel Reykjavík föstudagskvöldið 18. mars, komu boðsgestir úr röðum samtarfs- og styrktaraðila klúbbsins undanfarin 25 ár, fyrrum stjórnarmanna klúbbsins og starfsmönnum hans auk velgjörðarmanna, einnig var heiðurs- & stofnfélögum Chelsea klúbbsins boðið til móttökurnar.
Sérstakur heiðursgestur kvöldsins var Chelsea goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen og var honum við þetta tækifæri færð gjöf frá Chelsea klúbbnum sem þakklætisvottur fyrir hans framlag til Chelsea Football Club og Chelsea klúbbsins.
Þá var Eiður við þetta sama tækifæri útnefndur heiðursfélagi Chelsea klúbbsins og er hann sjötti einstaklingurinn sem verður þess heiðurs aðnjótandi.
Þá var Jóhann Sigurólason, yfirmaður gistisviðs og bókunarstjóri á Grand Hótel Reykjavík, einnig útnefndur heiðursfélagi Chelsea klúbbsins og eru heiðursfélagarnir þvi orðnir sjö alls.Var báðum þessum nýju heiðursfélögum Chelsea klúbbsins færð skjöl til staðfestingar útnefningunum auk blómvanda. Nánar má lesa um þá kappa á www.chelsea.is (Chelsea klúbburinn – Heiðursfélagar).
Veislustjórn var í höndum Ingvars J. Viktorssonar, sögur sagðar af skemmtilegum uppákomum sem klúbbfélagar höfðu upplifað sem Chelsea stuðningsmenn, myndasýning rúllaði á stóru tjaldi á meðan á samkomunni stóð auk þess sem Chelsea slagarar og önnur tónlist hljómaði í eyrum viðstaddra. Og ekki skemmdu glæsilegar veitingar úr eldhúsi Grand Hótels fyrir samkomugestum
Stjórn Chelsea klúbbsins þakkar öllum þeim sem áttu hlut að máli og gerðu þessa samkomu jafnglæsilega og raun bar vitni, sérstakar þakkir fá félagar í afmælis- og skemmtinefnd auk starfsfólks Grand Hótels.
Það eru svo fleiri viðburðir fyrirhugaður á afmælisárinu og verða þeir kynntir nánar í fyllingu tímans.