Það er mjög misjafnt verð á miðum á leiki með Chelsea Football Club á Stamford Bridge, fer það aðallega eftir hverjir andstæðingar liðsins eru hverju sinni og svo eftir því í hvaða stúku setið er.
Mótherjum Chelsea í Úrvalsdeildinni á Stamford Bridge er skipt í þrjá verðflokka, verðflokk AA (dýrasti flokkurinn), verðflokk A (næst dýrasti flokkurinn) og verðflokk B (ódýrasti flokkurinn).
- Í verðflokki AA eru leikir gegn Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur.
- Í verðflokki A eru leikir gegn Aston Villa, Brentford, Crystal Palace, Everton, Leeds United, Leicester City, Southampton, West Ham United, Watford og Wolverhampton Wanderes.
- Í verðflokki B eru leikir gegn Brighton & Hove Albion, Burnley, Newcastle United og Norwich City.
- Almennt miðaverð til félagsmanna á leiki í verðflokki AA er á bilinu GBP 62.- til GBP 92.-
- Almennt miðaverð til félagsmanna á leiki í verðflokki A er á bilinu GBP 57.- til GBP 77.-
- Almennt miðaverð til félagsmanna á leiki í verðflokki B er á bilinu GBP 52.- til GBP 72.-
Hægt er að fá töluvert ódýrari miða ef sæti eru keypt í East Lower Family Centre (þá þurfa að vera a.m.k. einn fullorðinn og eitt barn og/eða unglingur á bak við sérhverja pöntun), einnig er veittur afsláttur af miðaverði ef setið er í East Upper Restricted View.
Þá fá ellilífeyrisþegar (65 ára og eldri), börn og unglingar verulegan afslátt ef sæti eru keypt í East Upper.
Varðandi útileiki Chelsea í Úrvalsdeildinni verður miðaverðið væntanlega GBP 32.- í öllum tilfellum, eigum þó eftir að fá það staðfest.
Við höfum ekki fengið upplýsingar um verð miða á leiki með Chelsea í ensku bikarkeppnunum né Evrópumótum enn sem komið er, við komum upplýsingum þar um á framfæri um leið og þær berast úr höfuðstöðvunum.
Þess skal getið að félagsmenn geta að sjálfsögðu keypt svokallaða „Hospitality packages“ á heimasíðu Chelsea Football Club en þá erum við jú að tala um allt aðra verðlagningu.
Chelsea klúbburinn innheimtir kr. 500.- í umsýslugjald fyrir hvern miða sem keyptur er fyrir félagsmenn (Kr. 1000.- ef félagsmaður er að kaupa miða í fyrsta sinn fyrir tilstilli stjórnar klúbbsins) og rennur þetta gjald í Minningar- & Styrktarsjóð Chelsea klúbbsins.
Eins og fram kemur í innganginum hér að ofan fer verð miða m.a. eftir í hvaða stúku setið er, Westview (fyrrum West Upper) er þeirra dýrust, East Upper og West Lower koma þar á eftir, þá Matthew Harding Upper og Shed Upper og loks Matthew Harding Lower og Shed Lower.