Ágætu Evrópumeistarar.
Þá liggja úrslit fyrir í Tippleik Chelsea.is keppnistímabilið 2020-2021, skemmst er frá því að segja að keppnin var æsispennandi um efstu sætin, fyrir lokaumferðina áttu fimm Tipplingar möguleika á efsta sætinu, sex Tipplingar áttu möguleika á að lenda í efstu þremur sætunum og sjö Tipplingar börðust um efsta sæti maímánaðar.
Svo fór að tveir Tipplingar deildu með sér efsta sætinu í heildarkeppninni og svo deildu aðrir tveir Tipplingar með sér efsta sæti maímánaðar en eins og Tipplingar vita þá eru verðlaun veitt fyrir besta skor hvers mánaðar auk heildarárangurs.
En að úrslitunum, Víðir Ragnarsson (vr) og Birgir Ottó Hillers (Herbert) urðu efstir og jafnir í 1.-2. sæti með 88 stig hvor en Víðir raðast ofar þar eð hann nældi sér í fleiri fjarka á tímabilinu en báðir voru með jafnmargar sjöur.
Stefán Hallur Ellertsson (stefhall) varð svo í þriðja sæti með 82 stig.
Stefán deildi hins vegar efsta sæti maímánaðar með Karli H Hillers en báðir nældu þeir sér í 17 stig í mánuðinum. Þá var nafn eins heppins Tipplings dregið úr nöfnum þátttakenda í slembiúrtaki, burtséð frá árangri, og kom upp nafnið Edda og hlýtur hún glaðning að launum.
Lokastöðuna í heild má svo sjá á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is
Um leið og umsjónarmenn Tippleiksins óska verðlaunahöfum til hamingju viljum við þakka öllum þeim sem þátt tóku og þá ekki síður þeim fyrirtækjum er lögðu til vinninga.
Meistarakveðja,
Umsjónarmenn.