Spámaðurinn Jose Mourinho

Svo virðist sem Jose Mourinho hafi haft rétt fyrir sér um örlög Eden Hazard eftir félagaskipti hans til Real Madrid. Eymdarvera Hazards hjá Real Madrid heldur áfram eftir að sá belgíski varð fyrir enn einum meiðslunum.

Eden Hazard, sem yfirgaf Stamford Bridge og fór til Madríd árið 2019, hefur glímt við margvísleg meiðsli síðan hann kom til félagsins og lék aðeins 16 leiki í La Liga á síðustu leiktíð og aðeins níu að þessu sinni.

Eftir að hafa eytt sex vikum á hliðarlínunni vegna vöðvameiðsli kom hann inn á sem varamaður í 2 – 1 sigri á Elche. Það var eftir þann leik sem kom í ljós að hann kom ekki við sögu í Meistaradeildarleiknum gegn Atalanta.

Á sjö tímabilum með Chelsea missti Hazard varla af neinum leik og aðeins smávægileg meiðsli.

Jose Mourinho reyndist sannspár um það sem verða vildi en hann varaði við því að hann myndi fá grófa meðferð frá leikmönnum La Liga sem myndi leiða Hazard í langvarandi vandræði og meiðsl.

Þó JM hafi nú oft sagt eitt og annað sem engin er stoð fyrir þá reyndist hann sannspár um örlög Hazard.

Heimild: football london

Upp