Chelsea FC 116 ára

Í dag, 10. mars 2021, eru liðin 116 ár frá stofnun Chelsea Football Club, stofnfundurinn fór fram á The Rising Sun Pub sem í dag heitir The Butcher´s Hook, staðsettur við Fulham Road #477, gegnt innkeyrslunni að The Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club.

Í tilefni dagsins skal til gamans renna yfir hvaða helstu titla lið Chelsea hafa unnið til á þessum 116 árum og hvaða ár, gjörið svo vel:

Englandsmeistarar, karlar – 1955, 2005, 2006, 2010, 2015, 2017

Evrópumeistarar, karlar – 2012

Evrópudeildarmeistarar, karlar – 2013, 2019

Evrópubikarmeistarar, karlar – 1971, 1998

Enskir bikarmeistarar, karlar – 1970, 1997, 2000, 2007, 2009, 2010, 2012, 2018

Enskir deildabikarmeistarar, karlar – 1965, 1998, 2005, 2007, 2015

Ofurbikar Evrópu (Super Cup), karlar – 1998

Góðgerðar-/Samfélagsskjöldurinn, karlar – 1955, 2000, 2005, 2009

Enskir bikarmeistarar, unglingar – 1960, 1961, 2010, 2012, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018

Evrópumeistarar, unglingar – 2015, 2016

Englandsmeistarar, konur – 2015, 2017, 2018, 2020

Enskir bikarmeistarar, konur – 2015, 2018

Enskir deildabikarmeistarar, konur – 2020

Góðgerðar-/Samfélagsskjöldurinn, konur – 2020

Við þetta má svo bæta að karlalið Chelsea vann sigur í þeirri stórfurðulegu keppni FULL MEMBERS´ CUP árið 1986 er þeir höfðu betur gegn Manchester City í einhverjum ævintýralegasta úrslitaleik sem fram fór á gamla Wembley leikvanginum, lokatölur 5-4, nei það var hvorki framlenging né vítakeppni!

Til hamingju með daginn,

Stjórnin.

Upp