Blaðamaður Morgunblaðsins, Orri Páll Ormarsson, er með áhugaverða grein í Sunnudagsblaði Moggans þar sem hann veltir stöðu Frank Lampard fyrir sér og möguleika hans og annarra að verða fyrsti heimamaður síðan 1992 sem hefur gert lið í efstu deild Englands að Englandsmeistara.
Beðið eftir Englendingi
Heimamaður hefur ekki gert lið að Englandsmeistara í knattspyrnu frá árinu 1992 og sú ótrúlega þrautaganga virðist engan enda ætla að taka. Frank Lampard virðist næst því að vinna björninn en samt svo langt frá því. Hverjir aðrir geta talist eiga raunhæfan möguleika? Þeir eru hreint ekki margir og alls ekki með lögheimili í ensku úrvalsdeildinni nú um stundir.
Góðir hlutir gerast hægt, segir spakmælið, og það getur verið okkur mönnunum hollt og gott að bíða. Spyrjið bara þá félaga Vladimir og Estragon sem brölluðu sitthvað meðan þeir biðu eftir Godot nokkrum á sinni tíð. Sem kom svo aldrei. Mögulega hefur hinum ástríðufullu áhangendum Liverpool verið farið að líða þannig meðan þeir biðu eftir næsta Englandsmeistaratitli, að þeir væru að bíða eftir einhverju sem aldrei kæmi, en allt hafðist það nú á endanum – eins og vera ber í ævintýrunum. Núna þegar menn eru hættir að bíða eftir því að Liverpool verði enskur meistari geta þeir byrjað að bíða eftir ýmsu öðru sem ekki hefur gerst lengi – eða jafnvel aldrei.
Nánari umfjöllun er á mbl.is og í Morgunblaðinu.