Chelsea er nú komið í hóp þeirra sem sem lýsir yfir áhuga á 19 ára miðjumanni Ekvador, Moises Caicedo, sem einnig er eftirsóttur af Manchester United.
Rauðu djöflarnir er sagðir „leiða keppnina“ um Independiente del Valle wonderkid, sem má geta sér til um að sé nálægt 4,5 milljónum punda verðmiða. Caicedo er stuðningsmaður United og mun líklega hafa áhuga á að fara til Old Trafford en Daily Mail telur að Chelsea íhugi að bjóða honum tækifæri til þess að halda til Stamford Bridge í staðinn.
Njósnarar Chelsea hafa fylgst með Caicedo um nokkurt skeið og eru forsvarsmenn klúbbsins sagðir hafa átt viðræður við milliliði um hugsanlega að koma tilboði í hinn efnilega ungling.
Hinn ungi miðjumaður er líka á lista Newcastle og Brighton, en einnig er talinn vera áhugi frá meginlandi Evrópu þar sem RB Leipzig og AC Milan hafa verið nefnd til sögunnar.
Undir stjórn Frank Lampard hefur Chelsea byggt upp orðspor fyrir að koma ungum leikmönnum í aðalliðið, þar sem menn eins og Tammy Abraham, Mason Mount og Reece James blómstra allir undir handleiðslu Lampard og sem líklega er talað vera meira spennandi fyrir Caicedo.
Hins vegar verður að spyrja um hvers vegna Chelsea myndi vilja fá nýjan ungan miðjumann í ljósi þess að þeir eru nú þegar yfirfullir af tölum í þeirri stöðu. Aðalliðshópur Lampard er þegar með Mount, Kai Havertz, Mateo Kovacic, Jorginho, N’Golo Kante og Billy Gilmour, en Ethan Ampadu, Ross Barkley, Ruben Loftus-Cheek og Conor Gallagher eru á láni. Danny Drinkwater er svo hausverkur.
Að þessu sögðu þá getur verið að þessi ofangreindir leikmenn verði seldir á næstu mánuðum. Angelo Mangiante á Sky Sport Ítalíu fullyrti nýlega að Jorginho, Drinkwater og Barkley væru þrír af sjö leikmönnum Chelsea sem gætu farið áður en næsta tímabil hefst. Sá hinn sami Mangiante tippaði einnig til Antonio Rudiger, Andreas Christensen, Marcos Alonso og Victor Moses til að yfirgefa Stamford Bridge sem hluta af tilraunum Blues til að fjármagna för Erling Haaland framherja Borussia Dortmund og Declan Rice miðjumann West Ham.
En hver veit. Við erum líklega ekki í leikmannavandræðum sem stendur og hvað gerist á næsta ári 2021 verður spennandi að fylgjast með.
Góðar stundir yfir hátíðarnar og sér í lagi yfir næstu leikjahrinu.
Lauslega þýtt af Fotmob.