Vakin er athygli á að Chelsea Football Club lokar á endurnýjanir og nýskráningar fyrir þá sem vilja njóta forkaupsréttar á miðum hjá okkur laugardaginn 13. desember n.k.
Það getur tekið allt að 48 klst. að skráning verði virk í kerfinu hjá þeim í London og er því ekki hægt að ábyrgjast að greiðslur árgjalda og skráningar sem berast okkur eftir 11. desember n.k. nái tímanlega í gegn.
11. desember eða fyrr eru því tímamörkin sem skipta mestu máli vegna endurnýjana og nýskráninga.
Skráningar- & endurnýjunarferlið er á www.chelsea.is (https://chelsea.is/gerastfelagi/).
Þar er einnig að finna upplýsingar um árgjöld, innihald hvers árgjaldsflokks, bankareikning og kennitölu Chelsea-klúbbsins.
Meistarakveðja,
Stjórnin.



















