Miðasala á leiki Chelsea næstu vikurnar

Bresk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leiki í Úrvalsdeildinni að nýju frá og með 2. desember n.k., þó verða miklar takmarkanir í gildi hvað varðar leyfðan fjölda á einstaka velli, er þeim skipt í þrjá flokka, allt eftir hversu ástandið varðandi Covid-19 er alvarlegt í hverri borg hvar vellir liðanna eru staðsettir.

Samkvæmt þessum reglum eru leyfðir allt að tvö þúsund áhorfendur á Stamford Bridge í fyrstu og hefur stjórn Chelsea Football Club ákveðið að einungis ársmiðahafar keppnistímabilið 2019 – 2020 hafi aðgang að þessum tvö þúsund miðum sem í boði verða til að byrja með, verður dregið úr nöfnum þeirra er skipa þann hóp (u.þ.b. þrjátíu þúsund manns) og hafa sent inn ósk um miða á þá leiki er Chelsea kemur til með að spila á Stamford Bridge á meðan að reglur þessar verða í gildi.

Vonandi verða þessi takmörk rýmkuð fyrr en síðar.

Því má svo bæta við að Chelsea Football Club hefur enn sem komið er ekki opnað fyrir endurnýjanir né nýskráningar vegna yfirstandandi keppnistímabils!

Upp