Loyalty punktar

7. okt. 2025

LOYALTY POINTs REGLAN

Mikið er spurt út í hvernig Loyalty Points reglan hjá Chelsea Football Club virkar gagnvart félagsmönnum okkar, hér á eftir verður reynt að gefa sem gleggsta mynd þar um.

Hvernig ávinnur maður sér Loyalty punkta hjá Chelsea Football Club?

Í fyrsta lagi fá allir þeir er greiða árgjald til Chelsea-klúbbsins (sem rennur að mestu óskipt til Chelsea Football Club) fyrir tiltekna dagsetningu seinni hluta júlímánaðar á sumri hverju 5 Loyalty punkta.
Í öðru lagi öðlast félagsmenn Loyalty punkta í hvert skipti er þeir kaupa miða á leiki með Chelsea fyrir tilstilli Chelsea-klúbbsins eða á heimasíðu Chelsea Football Club, mismarga eftir hvaða leiki er um að ræða, leikir gegn Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur gefa af sér 1 punkt hver, leikir gegn öðrum liðum í Úrvalsdeildinni gefa af sér 3 punkta hver, mögulega gefa leikir í ensku bikarkeppnunum og Evrópumótum fleiri punkta eða 5 slíka.
Rétt er að taka fram að kaupi félagsmaður miða í gegnum Ticket Exchange kerfið fást ekki Loyalty punktar í þeim tilfellum.

Fyrnast Loyalty punktar á einhverjum tímapunkti?
Uppsafnaðir Loyalty punktar fyrnast í lok hvers tímabils, þó áskilur Chelsea Football Club sér rétt til að styðjast við punktafjölda liðins keppnistímabils í byrjun næsta keppnistímabils á eftir mæli sérstakar aðstæður með því og þurfa okkar félagsmenn að ráða yfir 15 punktum í slíkum tilfellum.
Í hvaða tilfellum krefst Chelsea Football Club Loyalty punkta?
Á hverju keppnistímabili eru tilteknir leikir hvar Chelsea krefst þess að miðakaupendur ráði yfir ákveðnum fjölda Loyalty punkta, er þá keppnistímabilinu skipt í þrennt:
1. Frá byrjun keppnistímabils til loka nóvembermánaðar, 5 punktar*
2. Frá byrjun desember til loka febrúarmánaðar, 10 punktar.
3. Frá byrjun mars til loka keppnistímabilsins, 15 punktar.

Þessi regla gildir einungis um kaup okkar félagsmanna á miðum á þessa tilteknu leiki í forkaupsréttinum, eftir það er krafist mun fleiri punkta er miðarnir fara í almenna sölu til félagsmanna, því er mikilvægt að hafa forkaupsréttinn ávallt í huga.
Rétt er að taka fram að þegar miðar eru keyptir í Ticket Exchange kerfinu er ekki krafist Loyalty punkta, sama hvaða leikir eiga í hlut, þó ber að geta þess að framboð miða í Ticket Exchange getur verið mjög breytilegt.
*Undantekning getur verið ef Loyalty punktaleikur frá fyrra keppnistímabili verður á dagskrá fyrsta mánuðinn á nýju keppnistímabili, þarf þá 25 punkta til.

Hvaða leikir falla undir Loyalty Points regluna?
Leikir Chelsea gegn Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur falla alltaf undir Loyalty Points regluna, sama gildir um útileiki gegn öðrum Lundúnaliðum.
Þá er yfirleitt krafist 15 punkta vegna kaupa á miðum á síðasta heimaleik liðsins á hverju keppnistímabili.

Hvað varðar leiki Chelsea í ensku bikarkeppnunum áskilur Chelsea sér rétt til að beita Loyalty punktareglunni eftir atvikum hverju sinn, sama gildir um leiki liðsins er kemur að útsláttarkeppni í Evrópumótum.

Nánara yfirlit má finna á www.chelsea.is (https://chelsea.is/midapantanir/)

Joii
EiríkssonKjötsmiðjan
American Bar
Car RentalHársnyrtistofan