Hazard og Batshuayi færðar gjafir

Belgíska landsliðið í knattspyrnu lenti á Fróni í gær og kemur til með að eiga við það íslenska í mikilvægum leik í kvöld. Af því tilefni voru fulltrúar íslenska Chelsea klúbbsins mættir til þess að taka á móti þeim Belgum sem eiga þátt í sögu Chelsea Football Club. 

Voru þeim Eden Hazard og Michy Batshuayi færðar gjafir sem félagsmenn okkar kannast vel við og hafa jafnan haft góð áhrif á úrslit landsleikja í gegnum tíðina.

Þá ætluðu fulltrúar okkar að veita þeim Courtois, Lukaku og Hazard yngri sama þakklætisvott fyrir þeirra framlag til okkar ástkæra félags.

Af einhverjum ástæðum fórst það fyrir, annars vegar vegna titils bókarinnar og má segja að „karma“ hafi leikið einhverja rullu í því að einhver ónefndur fékk ekki gjöfina afhenta.

Hins vegar virtust sumir í mikilli tímaþröng og því fór sem fór.

Eden Hazard hafði hins vegar húmor fyrir titlinum og bað fyrir góðar kveðjur til stuðningsmanna Chelsea á Íslandi.

batsuay-karl-h-hillers wide

Þess má til gamans geta og rifja upp að þessi siður að færa leikmönnum Chelsea FC og knattspyrnustjórum, bæði fyrrverandi sem og núverandi, er hingað koma með landsliðum sínum sambærilega gjöf reynst ágætis innlegg í leikina. Má þar nefna heimsóknir á borð við þegar:

  1. Petr Cech kom með landsliði sínu – http://chelsea.is/frettaefni/268-heilsadh-upp-a-petr-cech
  2. Hollendingar komu hingað til lands – http://chelsea.is/frettaefni/234-heilsadh-upp-a-hollendinga
  3. og þegar Andreas Christensen kom í heimsókn með því danska – http://chelsea.is/frettaefni/235-andreas-christensen

Svo er bara spurning hvað verða vill á móti Belgum í kvöld,  11. sepember 2018, á Laugardalsvellinum.

 

 

Upp