Chelsea tryggði sér titilinn í FIFA Club World Cup 2025 með glæsilegum sigri á PSG, 3–0 takk fyrir og það í fyrri hálfleik!
Leikurinn fór fram 13. júlí í MetLife Stadium í New Jersey. Cole Palmer var valinn maður leiksins en hann skoraði fyrstu tvö mörkin á 8 mínútna kafla og lagði jafnframt upp þriðja markið fyrir þegar João Pedro vippaði styrtilega yfir Gianluigi Donnarumma á 43. mínútu. Robert Sánchez hélt markinu hreinu og var valinn besti markvörður mótsins. Cole Palmer var svo valinn leikmaður mótsins.

Enzo Maresca fær mikið hrós fyrir undirbúning og framkvæmd leiksins en margir töldu PSG sigurstranglegra fyrir leikinn. PSG höfðu rúllað upp liðum eins og Inter Milan, Atletico Madrid, Bayern München og Real Madrid áður en liðið mætti bláklæddum ofjörlum sínum!
Chelsea þénaði afar vel á mótinu og tryggði sér 84 milljónir punda verðlaunafé með árangrinum sem mun koma sér afar vel, hvernig sem á það er litið. Þá getur Chelsea borið gullmerki heimsmeistara á treyjunum næstu fjögur ár.
Nú mun liðið hvílast þar til undirbúningstímabilið hefst, áður en deildin byrjar að rúlla þann 17. ágúst. Þá mun Estêvão og Jamie Gittens bætast í leikmannahóp Chelsea fyrir komandi tímabil og alls ekkert ólíklegt að einhverjar frekari breytingar verði á leikmannahópnum. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá Chelsea!
KTBFFH! Áfram Chelsea!
Ps. Minnum þau sem vilja tryggja sér 5 Loyalty punkta hjá Chelsea að klára að skrá sig og greiða árgjaldið fyrir kl. 12 föstudaginn 18. júlí nk.