Nú er endurnýjun á aðild í Chelsea klúbbnum í fullum gangi og vert að hafa í huga að þeir sem endurnýja og greiða valið árgjald fyrir 1. ágúst n.k. fá sjálfkrafa 5 tryggðarpunkta hjá Chelsea Football Club en það er sá punktafjöldi er félagsmenn þurfa að ráða yfir ætli þeir að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Liverpool, Manchester United, Tottenham Hotspur (allir leiknir á Stamford Bridge) og gegn Watford, Arsenal, Manchester City og Crystal Palace (allt útileikir) en þessir leikir fara allir fram á þessu ári.
Frá og með 1. janúar til loka keppnistímabilsins þurfa félagsmenn hins vegar að ráð yfir 10 tryggðarpunktum til að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Arsenal og Manchester City (báðir leiknir á Stamford Bridge) og gegn Tottenham Hotspur, Liverpool, West Ham United og Manchester United (allt útileikir).
Þá má einnig gera ráð fyrir að síðasti heimaleikur (gegn Sunderland) falli undir þessa reglu.
Við fáum enga miða á leik Bournemouth v Chelsea í forkaupsrétti þar sem svo fáir miðar standa Chelsea til boða á þann leik!
Ef þú átt eftir að endurnýja er bara að kíkja inn á heimasíðu klúbbsins, www.chelsea.is, og smella á Chelsea klúbburinn og svo Árgjald/Skráning og eftirleikurinn er barnaleikur einn!
Sértu í vafa um hvort þú ert búinn að endurnýja þá er bara að slá á þráðinn, s: 864 6205, og fá upplýsingar þar um.