Góðan dag.
Nú eru einungis örfáar klukkustundir þar til lokað verður fyrir þátttöku í vorhappdrætti Chelsea-klúbbsins eða nánar tiltekið til kl. 24:00 í kvöld, föstudaginn 31. maí.
.Um leið og við þökkum þeim sem hafa nú þegar styrkt Chelsea-klúbbinn með þátttöku sinni skorum við á þá félagsmenn sem ekki hafa gert slíkt enn sem komið er, sérstaklega þá fjölmörgu er nutu fyrirgreiðslu okkar varðandi miðakaup á leiki með Chelsea á nýliðnu keppnistímabili, að liggja ekki á liði sínu!
Nánar um vorhappdrættið hér:
Vorboðinn ljúfi mættur á Frón og vorhappdrætti Chelsea-klúbbsins á Íslandi því að bresta á, sama gamla góða fyrirkomulagið, fyrir hvern fimm hundruðkall sem þú leggur inn á reikning Chelsea-klúbbsins færðu nafn þitt skráð einu sinni í happdrættispottinn góða en að sjálfsögðu er þér heimilt að reiða eins marga fimm hundruðkalla af hendi og þér lystir, t.d. færðu nafnið þitt skráð einu sinni ef þú greiðir kr. 500.-, fimm sinnum ef þú greiðir kr. 2500.-, tíu sinnum ef þú greiðir kr. 5.000.- o.s.frv.
Reikningsnúmer klúbbsins er 0133-15-200166, kt. 690802-3840, vinsamlegast tilgreinið HAPPDRÆTTI í skýring greiðslu/tilvísun og kennitölu ykkar í GREIÐANDI.
Veglegir vinningar að vanda, á meðal gefenda vinninga má nefna American Bar, AVIS bílaleiga, Chelsea-klúbburinn á Íslandi (miðar á leik með Chelsea), Fiskbúðin Hafberg, Grand Hótel Reykjavík, Keiluhöllin, Kjötkompaní, Kjötsmiðjan, Hársnyrtistofan Dalbraut 1, Knattspyrnuverslunin Jói útherji, Lemon, Marko-Merki, OJK-ÍSAM, Rikki Chan, Shake & Pizza, Tango-Travel, Toyota á Íslandi o.fl.
Þá eru á meðal gefenda vinninga aðilar sem óska nafnleyndar!
Nánari skrá yfir gefendur vinninga verður svo kynnt af og til fram að drætti en dregið verður í happdrættinu á félagsfundi sem verður haldinn í Ölveri laugardaginn 1. júní, þ.e. fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu.
Upplýsingar varðandi fundarefni og fundartíma verða kynntar síðar.
Koma svo, ekki flókið, allir að taka þátt, margt smátt gerir eitt stórt!
Meistarakveðja, Stjórnin