Til hamingju með daginn

Í dag, 16. mars 2024, eru liðin 27 ár frá stofnun Chelsea-klúbbsins á Íslandi en þennan dag á því herrans ári 1997 komu saman í Ölveri 30–40 áhugasamir fylgismenn Chelsea Football Club hér á landi og stofnuðu formlega Chelsea-klúbbinn á Íslandi.

Síðar þetta sama ár var Chelsea-klúbburinn á Íslandi svo viðurkenndur af Chelsea Football Club sem opinber stuðningsklúbbur félagsins með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir og er svo enn í dag.

Hafa samskipti klúbbsins við móðurfélagið verið stöðug og með miklum ágætum í gegnum tíðina og nýtur íslenski klúbburinn þess heiðurs að vera einn af 32 Platinum klúbbum hjá Chelsea Football Club, er sá flokkur fullskipaður og komast færri þar að en vilja en alls eru opinberir stuðningsklúbbar Chelsea Football Club nú á annað þúsund og koma víðs vegar að úr heiminum.

Skráðir félagar í Chelsea-klúbbnum á Íslandi í dag eru 423 sem er næstmesti fjöldi frá stofnun Chelsea-klúbbsins.

Til hamingju með daginn félagsmenn góðir.

Stjórnin.

Upp