Úrslit í Tippleiknum í ágústmánuði 2023

Nú liggja úrslit fyrir í Tippleiknum í ágústmánuði 2023 og deildu tveir getspakir tipplingar með sér efsta sætinu, báðir settu í 9 stig.

Hinir getspöku eru Arnór Hillers og Kristján Magnússon og hljóta þeir glaðning að launum frá einum af samstarfsaðilum Chelsea-klúbbsins.

Búið er að hafa samband við báða vinningshafa.

Um Tippleikinn:

Þeir sem eru að skrá sig til leiks í fyrsta skipti þurfa að senda póst á chelsea@chelsea.is með viðfanginu Skráning í Tippleikinn. Týnd lykilorð er hægt að fá uppfærð á sama netfang.

Þetta er einfaldur leikur sem virkar þannig að giskað er á úrslit leikja Chelsea og hvaða leikmaður er fyrstur til að skora í viðkomandi leik. Stig eru gefin til getspakra þátttakenda.  Eitt stig er gefið fyrir að giska á rétt úrslit leiks, þrjú stig eru gefin fyrir að giska á rétta markatölu og þrjú stig eru gefin fyrir að giska á fyrsta markaskorara. Þannig er mest hægt að fá sjö stig í hverri umferð.

Athugið að eftir að flautað hefur verið til leiks er ekki hægt að setja inn spá um viðkomandi leik, einnig að hægt er að spá um þrjá leiki fram í tímann hverju sinni.

Vegleg verðlaun eru veitt til þeirra sem skipa þrjú efstu sætin í lok hvers keppnistímabils, auk þess hlýtur einn heppinn þátttakandi vinning í slembiúrtaki úr nöfnum þátttakenda, burtséð frá árangri (nöfn þriggja efstu þátttakenda verða þó ekki með í því úrtaki).

Verði tveir eða fleiri þátttakendur jafnir í efsta sæti telst sá sigurvegari er oftar hefur hlotið hæsta skor á tímabilinu, þ.e. 7 stig, dugi það ekki til vinnur sá er oftar hefur náð 4 stigum o.s.frv. Þessi regla gildir þó ekki um hæsta skor hvers mánaðar. Veitt eru verðlaun fyrir hæsta skor í hverjum mánuði, Chelsea þarf þó að hafa leikið a.m.k. þrjá leiki í opinberu móti þann mánuð. Allir leikir Chelsea í opinberum mótum gilda þó þegar kemur að heildarskori. Eingöngu félagsmenn í Chelsea klúbbnum geta unnið til verðlauna en öðrum er samt heimil þátttaka.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að þegar leikir fara í framlengingu gilda úrslit að loknum venjulegs leiktíma (almenn regla hjá Getraunum), þó er hægt að næla í þrjú stig vegna fyrsta markaskorara ef fyrsta mark leiks kemur í framlengingu, gildir ekki um vítakeppni endi leikur með markalausu jafntefli.

Tippkveðja,

Umsjónarmenn.

Upp