Breytingar á leikdögum/leiktímum leikja Chelsea í desember 2014 / janúar 2015
- Newcastle United v Chelsea, fer fram laugardaginn 6. desember og hefst kl. 12:45, sýndur beint á BT.
- Stoke City v Chelsea, fer fram mánudagskvöldið 22. desember og hefst kl. 20:00, sýndur beint á SKY SPORT.
- Chelsea v West Ham United, fer fram föstudaginn 26. desember og hefst kl. 12:45, sýndur beint á SKY SPORT.
- Southampton v Chelsea, fer fram sunnudaginn 28. desember og hefst kl. 14:05, sýndur beint á SKY SPORT.
- Tottenham Hotspur v Chelsea, fer fram fimmtudaginn 1. janúar og hefst kl. 17:30, sýndur beint á BT.
Viagogo v Chelsea Ticket Exchange
Chelsea Football Club og Viagogo hafa slitið samstarfi því sem þessir aðilar hafa átt í undanfarin keppnistímabil, þess í stað hefur Chelsea Football Club sett á laggirnar eigið skiptimiðakerfi, Chelsea Ticket Exchange, en tengingu við það má finna á heimasíðu Chelsea Football Club, www.chelseafc.com
Þetta er til mikilla bóta fyrir félagsmenn þar sem Viagogo tók orðið óheyrilega þóknun fyrir sína milligöngu en í nýja kerfinu greiða félagsmenn eingöngu GBP 1,50 aukreitis fyrir milligöngu Chelsea Ticket Exchange um miða kaup félagsmanna af ársmiðahöfum.
Hins vegar er sjálfsagt fyrir þá sem hafa skráð sig á Viagogo að halda í þá skráningu þó svo ekki sé hægt lengur að nálgast miða á leiki með Chelsea þar, nokkur önnur knattspyrnulið, bæði á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu bjóða miða þar til sölu, einnig er hægt að nálgast miða þar á hina ýmsu viðburði, t.d. tónleika, kappakstur o.fl.
Chelsea v Team Card Partners
Chelsea Football Club hefur sagt upp samningi sínum við „Team Card Partners“ sem voru samstarfsaðilar Chelsea Football Club og samanstóðu af 4-500 verslunum og ýmsum öðrum fyrirtækjum á Bretlandseyjum og víðar.
Ástæða þessa mun vera sú að félagsmenn Chelsea sýndu þessu dæmi lítinn áhuga, samstarfið kostaði félagið töluverða fyrirhöfn og kostnað en þátttaka léleg!
Chelsea TV
Eins og áður hefur komið fram er ekki lengur í boði árgjaldsflokkur sem býður jafnframt upp á áskrift að Chelsea TV, líkt og verið hefur undanfarin keppnistímabil.
Þess í stað geta áhugasamir nú keypt áskrift að Chelsea TV er kostar GBP 5,99 á mánuði, áskriftarleiðir er að finna á heimasíðu Chelsea Football Club, www.chelseafc.com
Það er engin launung að þessi breyting hefur valdið miklum vonbrigðum og úlfúð á meðal fylgismanna Chelsea víða um heim og er (og verður) umfjöllunarefni á flestum fundum með talsmönnum félagsins og stuðningsmannaklúbbum þess um þessar mundir, vonandi að breyting verði gerð á sjónvarpsmálunum aftur hið fyrsta, félagsmönnum til hagsbóta!
Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi
Aðalfundur Chelsea klúbbsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 18. október n.k. og verður dagskrá hans og tímasetning kynnt nánar fyrir vikulok í tölvupósti til félagsmanna, á heimasíðu klúbbsins, Chelsea.is sem og á fésbókinni Chelsea FC á Íslandi.
Með Chelsea kveðju,
Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.