Sambandsdeildin, forkaupsréttur á miðum á heimaleiki Chelsea

Það var að berast leiðrétting frá Chelsea þess efnis að hinn skammi tími forkaupsréttar okkar gildi aðeins um leikinn þann 3. október, þ.e. Chelsea vs KAA Gent, um tímamörk vegna forkaupsréttar á miðum á seinni leikina tvo verður tilkynnt er nær dregur!

Fyrir stundu síðan bárust okkur upplýsingar frá höfuðstöðvunum í London varðandi forkaupsrétt okkar á miðum á heimaleiki Chelsea í Sambandsdeild Evrópu og er mjög skammur tími til stefnu varðandi miðapantanir eða til kl. 14:00 þriðjudaginn 3. september 2024 og gildir það um alla heimaleikina þrjá.

Grunnverð miða í allar stúkur (Westview undanskilin) er GBP 27.- fyrir fullorðna (20 – 64 ára) en GBP 13,50 fyrir börn og unglinga (19 ára og yngri) og ellilífeyrisþega (65 ára og eldri).

„Nokkru síðar kom þessi tilkynning!“

We are writing to inform you that your Supporters Club deadline for KAA Gent will be from Monday 2 September until Tuesday 3 September 5pm. This should have been the deadline that was outlined in the email you would have received from the club this morning. Information for both FC Noah and Shamrock Rovers FC will be confirmed to you at a later date.

Leikirnir þrír sem um ræðir eru þessir:

  • Fimmtudagur 3. október kl. 19:00
    Chelsea vs KAA Gent
  • Fimmtudagur 7. nóvember kl. 20:00
    Chelsea vs FC Noah
  • Fimmtudagur 19. desember kl. 20:00
    Chelsea vs Shamrock Rovers FC

Eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi chelsea@chelsea.is og þarf að taka fram í hvaða stúku óskað er eftir miðum í, bæði valkost #1 sem og valkost #2 til vara.
Ekki hafa borist fréttir varðandi hugsanlegan forkaupsrétt okkar á útileikina þrjá en við komum þeim á framfæri við félagsmenn þegar þær berast okkur.

Við fáum væntanlega að vita um fyrirkomulag miðasölu á þessa leiki innan tíðar, ekki er víst um forkaupsrétt á útileikina þrjá en það mun ráðast af hversu marga miða Chelsea fær á hvern leik fyrir sig.

Þá er rétt að benda á að það verða örugglega einhverjar tilfærslur á leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni vegna leikdaganna í Sambandsdeildinni, þannig eru allar líkur á að leikir Chelsea gegn Nottingham Forest sem fyrirhugaður er laugardaginn 5. október verði færður til, sama má segja um leik Chelsea vs Arsenal laugardaginn 5. nóvember, leikur Chelsea vs Aston Villa laugardaginn 30. nóvember og leikur Chelsea vs Brentford laugardaginn 14. desember, allt heimaleikir á Stamford Bridge.

Mestar líkur eru á að allir þessir leikir verði færðir til sunnudagsins eftir en nánar um það eftir því sem fréttir berast okkur þar um.

Upp