Tippleikurinn

Tippleikur Chelsea klúbbsins er góð skemmtun.  Þetta er einfaldur leikur sem virkar þannig að giskað er á úrslit Chelsea leikja og hvaða leikmaður er fyrstur til að skora í viðkomandi leik. Stig eru gefin til getspakra þátttakenda.  Eitt stig er gefið fyrir að giska á rétt úrslit leiks. Þrjú stig eru gefin fyrir að giska á rétta markatölu og þrjú stig eru gefin fyrir að giska á fyrsta markaskorara. Þannig er mest hægt að fá 7 stig í hverri umferð. Komi til framlengingar gildir staðan að loknum venjulegum leiktíma, sama gildir um fyrsta markaskorara.

Af gefnu tilefni þá gilda sömu reglur þegar leikir fara í framlengingu, þá gilda úrslit að loknum venjulegs leiktíma (almenn regla hjá Getraunum). Það sama gildir um fyrsta markaskorara hjá okkur.

Vegleg verðlaun eru veitt til þeirra sem skipa efstu sætin.

Upp