banner forsida600x150

Chelsea og Arsenal í FA Cup 27. maí á Wembley

Nú er ljóst að Chelsea og Arsenal leika til úrslita í ensku bikarkeppninni og fer leikur liðanna fram á Wembley laugardaginn 27. maí n.k.

ÞVÍ MIÐUR er það svo að við höfum ekki forkaupsrétt á miðum á úrslitaleiki í ensku bikarkeppnunum né á úrslitaleiki í Evrópukeppnunum. Og það er nokkuð ljóst að Chelsea mun krefjast mjög svo margra Loyalty punkta þegar þeir setja miða á leikinn í sölu til félagsmanna, svo margra að mjög fáir ef nokkrir af okkar félagsmönnum munu eiga þar einhvern möguleika í fyrstu atrennu. Áhugasamir félagsmenn geta sent okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þeir vilja fara á biðlista hjá okkur í þeirri von að á einhverjum tímapunkti muni þeir eiga nógu marga punkta til að öðlast möguleika á kaupum á miðum á leikinn.

Ef þið hafið einhver önnur ráð með að fá miða á leikinn þá endilega nýtið ykkur þau og það sem fyrst!

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Heppnir handhafar Chelsea Orkulykils

Nöfn tveggja heppinna handhafa Chelsea Orkulykils er dældu eldsneyti á bifreið sína og greiddu fyrir með Chelsea Orkulykli í marsmánuði hafa verið dregin út og hlýtur hvor þeirra að launum eldsneytisinneign að andvirði kr. 20.000.- hjá Orkunni, einnig hljóta þeir gjafabréf frá Bón- & Þvottastöðinni.

Hinir tveir heppnu eru Bjarni Ásgeirsson og Magnús Daníel Karlsson og eru þeim færðar hamingjuóskir með vinningana en Orkan hefur nú sent þeim skjöl til staðfestingar á vinningunum.

OG okkur grunar að Orkan muni gera sérstaklega vel við handhafa Chelsea Orkulykla / Chelsea Orkukorta og Chelsea staðgreiðslukorta frá Skeljungi í maímánuði svo það er um að gera að tryggja sér réttu tækin og tólin ætli þið að vera á meðal hinna heppnu, þ.e. ef þið eruð ekki nú þegar búnir að verða ykkur út um slíkan búnað og virkjað hann.

EF þið eruð ekki búin að slíku þá er einfaldast að heimsækja www.chelsea.is og smella á vörumerki Orkunnar þar á forsiðu og leiðin er greið!

ATHUGIÐ að það kostar ekkert að fá sendan Chelsea Orkulykil, þú getur einungis sparað þér fé með einum slíkum og ef til vill rekur svo einn og einn glaðning á þínar fjörur í framhaldinu, ekki bara í maímánuði heldur……..

Millennium & Copthorne Hotels - staða á hótelinu

Vorum að fá uplýsingar frá Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club um stöðuna hjá hótelunum vegna þeirra leikja sem Chelsea á eftir að spila á Stamford Bridge það sem eftir lifir af yfirstandandi keppnistímabili og er staðan þessi:

  • Chelsea vs Middlesbrough 8. maí, UPPSELT!
  • Chelsea vs Watford 15. maí, hótelpakkar í boði, bæði með eða án gistingar!
  • Chelsea vs Sunderland 21. maí, UPPSELT!

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

20 ára afmæli Chelsea klúbbsins á Íslandi

Ágætu félagar!

Chelsea klúbburinn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli í dag en klúbburinn var stofnaður í Ölveri þann 16. mars 1997 af u.þ.b. 40 áhugasömum fylgismönnum Chelsea Football Club hér á landi, félögum í klúbbnum hefur fjölgað jafnt og þétt nánast öll ár frá stofnárinu og eru á afmælinu 321 talsins.

Í tilefni afmælis Chelsea klúbbsins býður Orkan / Skeljungur handhöfum Chelsea Orkulykils / Orkukorts eða staðgreiðslukorts Skeljungs í hópi Chelsea félaga upp á 15 króna afslátt á líternum af eldsneyti í dag ef greitt er með Orkulykli / Orkukorti eða staðgreiðslukorti Skeljungs !

Tveir heppnir aðilar úr fyrrgreindum hópi er nota Chelsea Orkulykil / Orkukort eða staðgreiðslukortið fram að næstu mánaðarmótum hljóta 20.000.- króna gjafabréf frá Orkunni ásamt gjafabréfi frá Bón- & Þvottastöðinni.

Hér er afmæliskort frá Chelsea Football Club í tilefni dagsins!

Til hamingju með daginn!

kort-afmaeli

kort-afmaeli-bref

112 ára afmæli CFC og 20 ára afmæli Chelsea klúbbsins á Íslandi

Í dag, 10. mars 2017, eru 112 ár síðan okkar ástkæra félag, Chelsea Football Club, var stofnað og eru félaginu, eiganda þess sem og öllum velunnurum færðar hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Það er vel við hæfi að á þessum tímamótum trónir félagið þar sem það á best heima, á toppi ensku úrvalsdeildarinnar!

EN það er annað afmæli framundan, fimmtudaginn 16. mars n.k. verða liðin 20 ár frá stofnun Chelsea klúbbsins á Íslandi og lítill fugl hefur hvíslað að okkur að Orkan / Skeljungur h.f. muni gera sérstaklega vel við handhafa Chelsea Orkulykla á afmælisdaginn.

EF þú ert nú ekki þegar búinn að verða þér úti um Chelsea Orkulykil þá er um að gera að drífa í slíku, hvort sem þú ert félagi í Chelsea klúbbnum, velunnari klúbbsins eða bara áhugamaður um ódýrt eldsneyti og sláir ekki hendinni á móti óvæntum glaðningi af og til.

ÞÚ einfaldlega heimsækir heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is og smellir þar á vörumerki Orkunnar og þá er leiðin greið.

EF þú drífur í þessu strax í dag eða um helgina ætti þér að berast forkunnarfagur Chelsea Orkulykill fyrir næsta fimmtudag, aldrei að vita nema að heppnin verði svo þinn fylgifiskur.

ATHUGIÐ að það kostar ekkert að fá sendan Chelsea Orkulykil, þú getur einungis sparað þér fé með einum slíkum og ef til vill rekur svo einn og einn glaðning á þínar fjörur í framhaldinu.

Bestu kveður,
Stjórnin.

Hótelpakkar ekki í boði á leik Chelsea og Sunderland

Við fengum tilkynningu um það í morgun frá The Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club að það yrðu engir hótelpakkar með gistingu í boði á leik Chelsea vs Sunderland þann 21. maí n.k. Ástæðan er sú að hótelið er yfirbókað vegna stórrar ráðstefnu sem fram fer á sama stað þessa helgi. Hótelið getur hins vegar boðið upp á “Matchday Hospitality packages” á leikinn og eru þá miðar innifaldir.

Þessir pakkar eru hins vegar ekki alveg ókeypis, kosta GBP 420.- á mann, innihaldið er sem hér segir:

  • Miði á leikinn, sæti í West Lower.
  • Leikskrá.
  • Litprentaður einblöðungur með liðsskipan.
  • Kl. 18:00, Þriggja rétta máltíð, hálf flaska af víni hússins, vatnsflaska, te og kaffi.
  • Kl. 20:00, “Complimentary drink”, bjór, vín hússins og gosdrykkur í Delta Lounge í klukkustund að loknum kvöldverði.

Það eru yfirgnæfandi líkur á að miðar á leikinn í forkaupsrétti okkar verði seldir samkvæmt “Loyalty Points” reglunni og þarf þá væntanlega 10 punkta til að geta keypt miða í forkaupsréttinum. Það ætti að koma í ljós fyrstu vikuna í apríl hvort svo verður.

Nánari upplýsingar veitir formaður Chelsea klúbbsins í síma 864 6205.

Vegna endurnýjana og nýskráninga

Nú hefur Chelsea Football Club lokað á endurnýjanir og nýskráningar vegna yfirstandandi keppnistímabils, búast má við að opnað verði að nýju í fyrsta lagi um miðjan apríl og gilda þá endurnýjanir og nýskráningar sem berast eftir það fyrir keppnistímabilið 2017 - 2018.

Hér á landi er samt sem áður hægt að endurnýja og skrá sig fyrir næsta keppnistímabil með því að greiða valið árgjald inn á bankareikning Chelsea klúbbsins (sjá Árgjald/Skráning) en í ljósi gengisþróunar breska pundsins er viðbúið að árgjöld lækki fyrir næsta starfsár og verður þeim er kjósa að geiða árgjald samkvæmt núverandi gjaldskrá á næstu dögum og vikum endurgreiddur mismunur sá er kann að skapast þegar árgjald fyrir 2017 - 2018 liggur fyrir.

ATHUGIÐ, aðild að Chelsea klúbbnum er algjör forsenda þess að njóta fyrirgreiðslu hjá stjórn klúbbsins er kemur að miðakaupum á leiki með Chelsea, sama gildir um pantanir á hótelpökkum í tengslum við leiki Chelsea á Stamford Bridge.