banner forsida600x150
  • american-bar
  • dekkjahollin
  • englishpub
  • getraunir
  • joi-utherji-logo
  • saelkerafiskur
  • sportbarinn-olver

Minningar- & Styrktarsjóður

Minningar- & Styrktarsjóður Chelsea klúbbsins á Íslandi var formlega stofnaður á aðalfundi Chelsea klúbbsins er haldinn var á Grand Hótel Reykjavík 21. nóvember 2009.

Reikningsnúmer sjóðsins sem er í vörslu Landsbankans, Borgartúni 33, 105 Reykjavík, er 0133-15-010064, kennitala 690802-3840.

Hér á eftir fer stofnskrá sjóðsins:

1. grein
Nafn sjóðsins er Minningar- & styrktarsjóður Chelsea klúbbsins á Íslandi. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík.

2. grein
Sjóðurinn var stofnaður þann 15.október 2009 með stofnfé að fjárhæð kr. 50.000 - fimmtíu þúsund - sem Elís Bergur Sigurbjörnsson gaf til minningar um Ríkharð Chan, félaga í Chelsea klúbbnum, sem andaðist þann 16. janúar 2008.

3. grein
Sjóðurinn er eign Chelsea klúbbsins á Íslandi en er undanþeginn öllum fjárhagsskuldbindingum klúbbsins og skal gjaldkeri hans annast reikningshald sjóðsins. Ársreikningur sjóðsins skal endurskoðaður af endurskoðendum klúbbsins og lagðir fram ásamt ársskýrslu til samykktar á aðalfundi ár hvert. Reikningsár sjóðsins skal vera það sama og reikningsár klúbbsins.

4. grein
Sjóðurinn skal afla sér tekna með vöxtum af höfuðstól, gjöfum og styrkjum og á annan þann hátt sem stjórn sjóðsins telur henta. Sjóðinn skal ávaxta á hefðbundinn og viðurkenndan hátt en með sérstaka áherslu á öryggi.

5. grein
Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn Chelsea klúbbsins eða eftir atvikum aðra sem eiga í veikindum eða lenda í slysum. Stjórn sjóðsins getur einnig kosið að styrkja málefni sem hún telur brýn og varða velferð einstaklinga og hópa.

6. grein
Stjórn sjóðsins skal skipuð stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi. Skal formaður klúbbsins jafnframt vera formaður sjóðstjórnar.

7. grein
Engan styrk má veita úr sjóðnum fyrr en höfuðstóll hans er orðinn kr. 1.000.000. Eftir það má veita helming vaxtatekna hans næsta ár á undan. Þegar sjóðurinn er orðinn 1.500.000 má veita styrkt sem nemur 75% af vaxtatekjum hans árið á undan. Óráðstafað styrktarfé leggst árlega við höfuðstólinn.

8. grein
Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um styrkveitingar úr sjóðnum.

Þannig samþykkt á aðalfundi Chelsea klúbbsins á Íslandi þann 21.11.2009.