Minningar- og styrktarsjóður

Minningar- & Styrktarsjóður Chelsea klúbbsins á Íslandi var formlega stofnaður á aðalfundi Chelsea klúbbsins er haldinn var á Grand Hótel Reykjavík 21. nóvember 2009.

Reikningsnúmer sjóðsins sem er í vörslu Landsbankans, Borgartúni 33, 105 Reykjavík, er 0133-15-010064, kennitala 690802-3840.

Hér á eftir fer stofnskrá sjóðsins:

1. grein
Nafn sjóðsins er Minningar- & styrktarsjóður Chelsea klúbbsins á Íslandi. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík.

2. grein
Sjóðurinn var stofnaður þann 15.október 2009 með stofnfé að fjárhæð kr. 50.000 – fimmtíu þúsund – sem Elís Bergur Sigurbjörnsson gaf til minningar um Ríkharð Chan, félaga í Chelsea klúbbnum, sem andaðist þann 16. janúar 2008.

3. grein
Sjóðurinn er eign Chelsea klúbbsins á Íslandi en er undanþeginn öllum fjárhagsskuldbindingum klúbbsins og skal gjaldkeri hans annast reikningshald sjóðsins. Ársreikningur sjóðsins skal endurskoðaður af endurskoðendum klúbbsins og lagðir fram ásamt ársskýrslu til samykktar á aðalfundi ár hvert. Reikningsár sjóðsins skal vera það sama og reikningsár klúbbsins.

4. grein
Sjóðurinn skal afla sér tekna með vöxtum af höfuðstól, gjöfum og styrkjum og á annan þann hátt sem stjórn sjóðsins telur henta. Sjóðinn skal ávaxta á hefðbundinn og viðurkenndan hátt en með sérstaka áherslu á öryggi.

5. grein
Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn Chelsea klúbbsins eða eftir atvikum aðra sem eiga í veikindum eða lenda í slysum. Stjórn sjóðsins getur einnig kosið að styrkja málefni sem hún telur brýn og varða velferð einstaklinga og hópa.

6. grein
Stjórn sjóðsins skal skipuð stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi. Skal formaður klúbbsins jafnframt vera formaður sjóðstjórnar.

7. grein
Eingöngu má veita styrk úr sjóðnum umfram höfuðstól hans sem er kr. 1.000.000.-, skal sú upphæð hið minnsta ætíð vera til staðar í sjóðnum.

Stjórn sjóðsins er heimilt að veita styrki samkvæmt nánari ákvörðun hverju sinni og eftir því sem hæfa þykir fyrir allt að þeirri upphæð sem í sjóðnum er umfram höfuðstólinn.

8. grein
Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um styrkveitingar úr sjóðnum.

Þannig samþykkt á aðalfundi Chelsea klúbbsins á Íslandi þann 21.11.2009.

Upp