banner forsida600x150

Vetur konungur genginn í garð og allir á góðum dekkjum

Nú þegar að Vetur konungur er genginn í garð er rétt að vekja athygli ykkar sem fylla flokk bifreiðaeigenda á samstarfssamning Chelsea klúbbsins á Íslandi og Dekkjahallarinnar sem er umboðsaðili Yokohama á Íslandi.

Samningur þessi færir félagsmönnum í Chelsea klúbbnum afslátt á umfelgunum hjá Dekkjahöllinni (15%) sem og á verði Yokohama hjólbarða (22% frá listaverði), hvoru tveggja gegn framvísun gilds félagsskírteinis frá Chelsea klúbbnum.

Dekkjahöllin er með þjónustustöðvar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík (Skeifunni 5 og Skútuvogi 12).

Allir á YOKOHAMA!

Enn eru breytingar á leikdögum

Nokkrar breytingar hafa verið ákveðnar varðandi leiki Chelsea í Úrvalsdeildinni í desember og janúar og eru þær tilkomnar vegna beinna útsendinga frá leikjum í sjónvarpi.

Eftirtaldir leikir Chelsea hafa verið færðir til vegna þessa:

Manchester City v Chelsea, fer fram laugardaginn 3. desember og hefst kl. 12:30, sýndur á SKY SPORTS.
Chelsea v West Bromwich Albion, fer fram sunnudaginn 11. desember og hefst kl. 12:00, sýndur á BT Sport.
Sunderland v Chelsea, fer fram miðvikudagskvöldið 14. desember og hefst kl. 19:45.*
(Þessi leikur er ekki sýndur í beinni útsendingu en færður til vegna leiks Chelsea vs WBA)!
Crystal Palace v Chelsea, fer fram laugardaginn 17. desember og hefst kl. 12:30, sýndur á SKY SPORTS.
Tottenham Hotspur v Chelsea, fer fram miðvikudagskvöldið 4. janúar og hefst kl. 20:00, sýndur á SKY SPORTS.
Leicester City v Chelsea, fer fram laugardaginn 14. janúar og hefst kl. 17:30, sýndur á BT Sport.
Chelsea v Hull City, fer fram sunnudaginn 22. janúar og hefst kl. 16:00, sýndur á SKY SPORT.*
(Þessi leikur gæti hafist fyrr ef svo fer að Chelsea leiki í undanúrslitum Deildarbikarsins þriðjudagskvöldið 24. janúar)!
Liverpool v Chelsea, fer fram þriðjudagskvöldið 31. janúar og hefst kl. 20:00, sýndur á BT Sport.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Sérmerktar könnur og bollar

Nú stendur öllum sönnum stuðningsmönnum Chelsea FC til boða að næla sér í sérmerktar könnur og bolla. Gripirnir eru merktir með Chelsea Supporters Club Iceland, official merki klúbbsins okkar á Íslandi ásamt nafni eða annarri sérmerkingu að eigin vali. Ölkannan kostar kr. 3.490.- og bollinn er á kr. 2.990.- og eru merktir af Markó-Merkjum í Hafnarfirði.

Afgreiðslutíminn er um 10 dagar en þeir sem panta fá tölvupóst þegar þær eru tilbúnar.

Hægt er að panta með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Munið að tilgreina nafn, netfang, fjölda og tegund auk hvaða nafn/nöfn eiga að vera sett á vöruna.

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Aðalfundur Chelsea klúbbsins laugardaginn 24. september

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2016 verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 24. september n.k. og hefst fundurinn kl. 14:30.

Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinn á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn. Veglegir vinningar að vanda!

Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Arsenal og Chelsea í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá The Emirates en leikur liðanna hefst kl. 16:30.

Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea klúbbsins á staðnum og til að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 22. september n.k.

Þá mun hótelið bjóða félagsmönnum sem hyggja á gistingu á hótelinu þessa sömu helgi sérstök kjör á verði gistingar í tilefni aðalfundarins, 2ja manna herbergi með morgunverði á kr. 26.000.- (kr 13.000.- á mann), góð herbergi í turnálmu hótelsins.

OG Orkan verður með sérstakan Ofurdag fyrir handhafa Chelsea Orkulykils/korts í tilefni dagsins, því er um að gera fyrir þá félagsmenn sem hafa ekki enn sem komið er tryggt sér Chelsea Orkulykil/kort að drífa í slíku, smella á Orkuna á forsíðu www.chelsea.is og framhaldið er barnaleikur einn.

Bestu kveðjur,
Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Upplýsingar um sjónvarpsútsendingar

Upplýsingar um sjónvarpsútsendingar frá leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni ensku í október og nóvember liggja nú fyrir. Sex af leikjum Chelsea verða færðir til vegna þessa frá áður auglýstri leikjaskrá og  eru breytingarnar sem hér segir:

Chelsea v Leicester City, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 15. október og hefst kl. 11:30, sýndur beint á SKY SPORT.

Chelsea v Manchester United, fer fram á Stamford Bridge sunnudaginn 23. október og hefst kl. 15:00, sýndur beint á SKY SPORT.

Southamton v Chelsea, fer fram á St. Marys´  sunnudaginn 30. október og hefst kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORT.

Chelsea v Everton, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn  5. nóvember og hefst kl. 17:30 , sýndur beint á BT SPORT.

Middlesbrough v Chelsea, fer fram á Riverside Stadium sunnudaginn 20. nóvember og hefst kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORT.

Chelsea v Tottenham Hotspur, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 26. nóvember og hefst kl. 17:30, sýndur beint á BT SPORT.

Um sjónvarpsútsendingar það sem eftir lifir af keppnistímabilinu verður tilkynnt sem hér segir:

 • 12. október 2016, leikir í desember og janúar.
 • 12. desember 2016, leikir í febrúar.
 • 25. janúar 2017, leikir í mars.
 • 27. febrúar 2017, leikir í apríl.
 • 6. apríl 2017, fyrsta umferð í maí.
 • 13. apríl 2017, önnur umferð í maí.
 • 20. apríl 2017, þriðja umferð í maí
 • Óákveðið, bikarúrslit í maí!

Það verður stuttur fyrirvari á tilkynningu um sjónvarpsútsendingar frá leikjum í maí 2017!

Með Chelsea kveðju, Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Breytingar á leikjum 2016-2017

Loksins liggja fyrir upplýsingar um fyrstu sjónvarpsútsendingar frá leikjum í Úrvalsdeildinni ensku og gilda þær fram í endaðan septembermánuð. Fjórir af leikjum Chelsea verða færðir til vegna þessa frá áður auglýstri leikjaskrá og  eru breytingarnar sem hér segir:

 • Chelsea v West Ham United, fer fram á Stamford Bridge mánudagskvöldið 15. ágúst og hefst kl. 19:00, sýndur beint á SKY SPORT.
 • Swansea City v Chelsea, fer fram á Liberty Stadium í Swansea sunnudaginn 11. september og hefst kl. 15:00, sýndur beint á SKY SPORT.
 • Chelsea v Liverpool, fer fram á Stamford Bridge föstudagskvöldið 16. september og hefst kl. 19:00, sýndur beint á SKY SPORT.
 • Arsenal v Chelsea, fer fram á Emirates laugardaginn 24. september og hefst kl. 16:30, sýndur beint á BT SPORT.
 • ÞÁ hefur leik Chelsea v Manchester United er fram átti að fara á Stamford Bridge laugardaginn 22. október verið frestað um óákveðinn tíma vegna þátttöku Manchester United í Evrópudeildinni.

Forkaupsréttur okkar á tvo fyrstu heimaleiki Chelsea, þ.e. Chelsea v West Ham United og Chelsea v Burnley, er mjög skammur eða til sunnudagsins 10. júlí n.k.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Endurnýjun á aðild

Nú er endurnýjun á aðild í Chelsea klúbbnum í fullum gangi, þeir sem endurnýjuðu og greiddu valið árgjald fyrir 1. ágúst sl. fengu sjálfkrafa 5 tryggðarpunkta hjá Chelsea Football Club en það er sá punktafjöldi er félagsmenn þurfa að ráða yfir ætli þeir að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Liverpool, Manchester United, Tottenham Hotspur (allir leiknir á Stamford Bridge) og gegn Watford, Arsenal, Manchester City og Crystal Palace (allt útileikir) en þessir leikir fara allir fram á þessu ári.

Frá og með 1. janúar til loka keppnistímabilsins þurfa félagsmenn hins vegar að ráð yfir 10 tryggðarpunktum til að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Arsenal  og Manchester City (báðir leiknir á Stamford Bridge) og gegn Tottenham Hotspur, Liverpool, West Ham United og Manchester United (allt útileikir).

Þá má einnig gera ráð fyrir að síðasti heimaleikur (gegn Sunderland) falli undir þessa reglu.

Við fáum enga miða á leik Bournemouth v Chelsea í forkaupsrétti þar sem svo fáir miðar standa Chelsea til boða á þann leik! 

Ef þú átt eftir að endurnýja er bara að kíkja inn á heimasíðu klúbbsins, www.chelsea.is, og smella á Chelsea klúbburinn og svo Árgjald/Skráning og eftirleikurinn er barnaleikur einn!

Sértu í vafa um hvort þú ert búinn að endurnýja þá er bara að slá á þráðinn, s: 864 6205, og fá upplýsingar þar um.

Eða bara kíkja á Félagatalið hér á síðunni!