banner forsida600x150

Tilfærsla á leikjum Chelsea í mars

Tveir af leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni í mars hafa nú verið færðir til vegna útsendinga í sjónvarpi.Leikur West Ham United vs Chelsea hefur verið færður til mánudagskvöldsins 6. mars, hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á SKY SPORTS. Leikur Chelsea vs Watford hefur verið færður til mánudagskvöldsins 13. mars, hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á SKY SPORTS.

ATHUGIÐ að leikur Chelsea gegn Watford kann að vera færður enn frekar til, fer það eftir gengi liðanna í ensku bikarkeppninni, ættu upplýsingar þar um að liggja fyrir í síðasta lagi 20. febrúar n.k.

Endurnýjun og nýskráning - framlenging

Chelsea Football Club hefur ákveðið, í ljósi þess að félagið tekur ekki þátt á Evrópukeppnum á yfirstandandi keppnistímabili, að framlengja tímamörk endurnýjana og nýskráninga hjá stuðningsmannaklúbbum félagsins.Ný lokadagsetning fyrir endurnýjanir og nýskráningar hefur verið ákveðin og er hún 2. febrúar 2017.

Eftir það taka hvorki Chelsea klúbburinn né Chelsea Football Club við endurnýjunum eða nýskráningum vegna keppnistímabilsins 2016 – 2017.

Endurnýjun / Nýskráning fer fram á heimasíðu klúbbsins, www.chelsea.is, smellið á Chelsea klúbburinn og því næst á Árgjald / Skráning á renningnum sem birtist ykkur þá og eftirleikurinn er barnaleikur einn. 

ATHUGIÐ að greiða fyrst valið árgjald inn á reikning klúbbsins áður en þið klárið skráningarferlið, upplýsingar um bankareikning og kennitölu klúbbsins er að finna á sama stað á heimasíðunni. Aðild að Chelsea klúbbnum er algjör forsenda fyrir fyrirgreiðslu stjórnar klúbbsins um miðakaup á leiki með Chelsea sem og kaupum á hótelpökkum tengdum leikjum Chelsea Football Club.

Tveir leikja Chelsea í febrúar 2017 hafa verið færðir til

Tveir leikja Chelsea í febrúar 2017 hafa verið færðir til vegna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru leikirnir þessir:

  • Chelsea vs Arsenal, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 4. febrúar og hefst kl. 12:30, sýndur beint á SKY SPORT.
  • Burnley vs Chelsea, fer fram á Turf Moor sunnudaginn 12. febrúar og hefst kl. 13:30, sýndur beint á SKY SPORT.
Aðrir leikir Chelsea liðsins í febrúar 2017 verða samkvæmt upprunalegri áætlun sem þýðir að leikur Chelsea vs Swansea City fer fram laugardaginn 25. febrúar og hefst kl. 15:00.

Úthlutun úr Minningar- og styrktarsjóði Chelsea klúbbsins á Íslandi

Frá því að Chelsea klúbburinn á Íslandi var stofnaður í mars 1997 höfum við búið við þau forréttindi að félagsmenn, styrktaraðilar og aðrir velunnarar
klúbbsins hafa lagt til styrki og framlög til að veita langveikum og krabbameinssjúkum börnum ásamt aðstandendum tækifæri að fara til Englands og
upplifa ferð á Stamford Bridge með góðum ferðafélögum; sjá leik með Chelsea Football Club, hitta leikmenn liðsins og fara í skoðunarferðir um Stamford
Bridge.

Chelsea klúbburinn á Íslandi heldur utan um Minningar- og styrktarsjóð sem stofnaður var í nóvember 2009 til minningar um Rikka Chan sem var mikill og
einlægur fylgismaður Chelsea Football Club og heiðursfélagi í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

Markmið sjóðsins er að búa til vettvang fyrir þá sem minna mega sín vegna veikinda eða annarra erfiðra aðstæðna að upplifa þá stemmingu og tilfinningu
að vera hluti af stórri fjölskyldu sem Chelsea Football Club er. Að þessu sinni bjóðum við tveimur skjólstæðingum Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna (SKB), þeim Birni Mána Andrasyni og Arnari Herði Bjarnasyni auk ferðafélaga á leik Chelsea gegn WBA sunnudaginn 11. desember n.k. Fulltrúar klúbbsins afhentu þeim gjafabréf þessu til staðfestingar í húsakynnum SKB að Hlíðarsmára 14, Kópavogi, miðvikudaginn 7. desember sl.

Þar var ferðaplanið jafnframt kynnt nánar.

Þess má geta að þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Minningar- og styrktarsjóðnum en eins og áður kom fram höfum við í Chelsea klúbbnum á
Íslandi áður staðið fyrir ámóta boðsferðum og þá með stuðningi félagsmanna ásamt styrktar- & samstarfsaðilum klúbbsins og eru þeim öllum færðar bestu
þakkir fyrir.

Á myndinni eru: Helgi Rúnar Magnússon, Chelsea klúbbnum, Þorkell Helgi Björgvinsson, faðir Björns Mána, Björn Máni, Arnar Hörður, Ólafur Ingi,bróðir Arnars og Þórhallur Sverrisson, Chelsea klúbbnum. Mareyju Eddu, systir Björns Mána, vantar á myndina en hún fer með í þessa ferð.

FA CUP - Chelsea vs Notts County eða Peterborough United

Chelsea mætir annað hvort Notts County eða Peterborough United í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar (FA Cup) og fer leikurinn fram á Stamford Bridge sunnudaginn 8. janúar 2017 og hefst hann kl. 15:00.

Það kemur í ljós þann 20. desember n.k. hvort liðanna, Notts County eða Peterborough United verður þeirrar ánægju aðnjótandi að heimsækja Stamford Bridge í janúar 2017.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn þann 8. janúar er mjög skammur en pantanir vegna kaupa á miðum á leikinn þurfa að berast formanni Chelsea klúbbsins í síðasta lagi sunnudaginn 11. desember n.k. á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Greiða þarf staðfestingar- & tryggingargjald fyrir sama tíma en verð á miðum á leikinn er mun lægra en á leiki Chelsea í Úrvalsdeildinni, staðfestingar- & tryggingargjaldið er því kr. 6.000.- hver miði.

Sæti í Shed Upper og Lower Stands eru ekki í boði á þennan leik.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Endurnýjun og eða nýskráning i Chelsea klúbbinn

Nú fer hver að verða síðastur til að endurnýja aðild sína eða skrá sig í Chelsea klúbbinn á Íslandi og Chelsea Football Club en frestur til að endurnýja / skrá sig rennur út þann 18. desember n.k. Eftir það taka hvorki Chelsea klúbburinn né Chelsea Football Club við endurnýjunum eða nýskráningum fyrr en vorið 2017.

Endurnýjun / nýskráning fer fram á heimasíðu klúbbsins, www.chelsea.is, smellið á Chelsea klúbburinn og því næst á Árgjald / Skráning á renningnum sem birtist ykkur þá og eftirleikurinn er barnaleikur einn.

ATHUGIÐ að greiða fyrst valið árgjald inn á reikning klúbbsins áður en þið klárið skráningarferlið, upplýsingar um bankareikning og kennitölu klúbbsins er að finna á sama stað á heimasíðunni.

Með kveðju,
Stjórnin.

P.S. Aðild að Chelsea klúbbnum er algjör forsenda fyrir fyrirgreiðslu stjórnar klúbbsins um miðakaup á leiki með Chelsea sem og kaupum á hótelpökkum tengdum leikjum Chelsea Football Club.

Hópferð á leik Chelsea v Swansea City

UPPSELT !

Hvað gerist á Stamford Bridge að þessu sinni? Núna eru það leikmenn Swansea City með Gylfa Þór Sigurðsson í fararbroddi sem mæta á svæðið í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður bara gaman enda Gaman Ferðir og Chelsea-klúbburinn á Íslandi saman í þessari veislu . Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð með Chelsea-klúbbnum á Íslandi.


Verð 
Ferðin kostar 99.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air til London Gatwick, 20 kg taska og 10 kg handfarangur, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, gisting á hóteli með morgunverði (Full English breakfast) í þrjár nætur í London, drykkur í Delta Lounge fyrir leik, þriggja rétta máltíð á Restaurant 55 á Stamford Bridge, leikskrá leiksins og miði á langhlið (West Stand), skoðunarferð um Stamford Bridge og passi í Chelsea Museum. Miðar á leikinn eru afhentir á hótelinu í London. 

Leikur
Leikur Chelsea og Swansea City fer fram laugardaginn 25. febrúar klukkan 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.

Chelsea-klúbburinn á Íslandi
Gaman Ferðir eru stoltir samstarfsaðilar Chelsea-klúbbsins á Íslandi. Allar upplýsingar um klúbbinn fást á vefsíðunni www.chelsea.is

Einstaklingsherbergi / Þriggja manna herbergi
Það kostar 15.000 krónur aukalega að vera í einstaklingsherbergi. Það er möguleiki á þriggja manna herbergi á þessu hóteli.

Kortalán / Netgíró
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.

Flugferðin 
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til London Gatwick föstudaginn 24. febrúar klukkan 6:20. Flogið er heim á leið mánudaginn 27. febrúar klukkan 20:40. Gott að vera mættur út á flugvöll um það bil tveimur tímum fyrir brottför.

Hótel 
Millennium & Copthorne Hotels At Chelsea Football Club
Stamford Bridge 
Fulham Road, London

0-0 Trygging
Gaman Ferðir ætla í vetur að bjóða upp á sérstaka 0-0 tryggingu í ferðum sínum. Ef þú kaupir 0-0 tryggingu þegar þú kaupir fótboltaferðina og leikurinn fer 0-0, þá færðu aðra ferð* með Gaman Ferðum til London til að sjá liðið þitt. Nú er sem sagt hægt að tryggja sig sérstaklega fyrir markaleysi í ferðum Gaman Ferða. Þessi einstaka 0-0 trygging kostar 9.900 krónur fyrir hvern einstakling í ferð. Hægt er að skoða skilmála fyrir 0-0 tryggingu Gaman Ferða á vefsíðu okkar undir skilmálar.

Instagram/Twitter
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir þannig að þær birtist á forsíðu Gaman Ferða. 

Farangursheimild
Farangursheimild fyrir ferðatösku utan handfarangurs er innifalin í fargjaldinu. Hver gestur má hafa með sér eina tösku að hámarki 10 kg. í handfarangri (minni gerðin) auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri.

Bestu kveðjur.
Gaman Ferðir / Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.