banner forsida600x150

Samfélagsskjöldurinn, forkaupsréttur á miðum

Hinn árlegi leikur Englandsmeistaranna og ensku bikarmeistaranna um samfélagsskjöldinn (Community Shield) fer fram á Wembley leikvanginum í London sunnudaginn 6. ágúst n.k. en þessi leikur markar upphaf nýs keppnistímabils í ensku knattspyrnunni ár hvert.

Það verða Englandsmeistarar Chelsea og bikarmeistarar Arsenal sem eigast við að þessu sinni og er forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn til miðnættis fimmtudaginn 6. júlí n.k.

ATH. Þessi leikur fellur undir Loyalty Points regluna og þarf 10 punkta til.

Miðapantanir berist formanni Chelsea klúbbsins á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir sama tíma.

Athugið að staðfestingar- & tryggingargjald (krónur 10.000.- hver miði) þarf einnig að greiða fyrir fyrir sömu tímamörk.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Endurnýjun vs Loyalty punktar

Nú eru aðeins fjórar vikur til stefnu ef þið ætlið að tryggja ykkur 5 Loyalty punkta hjá Chelsea Football Club fyrir það eitt að endurnýja félagsaðildina tímanlega, þeir sem ganga frá endurnýjun og greiðslu árgjalds fyrir hádegi föstudaginn 28. júlí n.k. öðlast punktana 5 sjálfkrafa!

EF þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert búinn að endurnýja þá er bara að kíkja á félagatal Chelsea klúbbsins á heimasíðunni, www.chelsea.is, ef nafnið þitt er þar að finna ertu í góðum málum, ef það er hins vegar ekki að finna þar áttu einfaldlega eftir að endurnýja!

EKKI klúðra punktunum 5, það gæti komið sér vel síðar meir að ráða yfir þeim.

Frumútgáfa af leikjaskrá 2017 – 2018

Ágætu meistarar!

Nú er hægt að sjá frumútgáfu af leikjaskrá Chelsea keppnistímabilið 2017 – 2018 inni á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið á Chelsea FC og svo á Allir leikir og úrslit.

Hins vegar munu talsverðar tilfærslur á leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni eftir að eiga sér stað vegna beinna útsendinga frá leikjum liðsins í Úrvalsdeildinni og munum við kynna þær jafnóðum og okkur berast upplýsingar þar um úr höfuðstöðvunum en sjá má hér á eftir dagsetningar um hvenær sjónvarpsstöðvarnar munu tilkynna um beinar útsendingar frá leikjum í Úrvalsdeildinni:

 • Leikir í ágúst og september, tilkynnt 10. júlí.
 • Leikir í október og nóvember, tilkynnt 11. ágúst.
 • Leikir í desember og janúar, tilkynnt 12. október.
 • Leikir í febrúar, tilkynnt 12. desember.
 • Leikir í mars, tilkynnt 25. janúar.
 • Leikir í apríl, tilkynnt 26. febrúar.
 • Leikir í maí, tilkynnt 6. apríl*

*Leikir í lokaumferðinni tilkynntir er öll liðin hafa klárað 37 umferðir!

Andstæðingur, leikdagur og leikstaður í þriðju umferð Carabao Cup sem fram fer 20. september n.k. ætti að liggja fyrir seinni part ágústmánaðar.
Dregið verður í Meistaradeildinni þegar leikjum í undankeppninni lýkur sem verður væntanlega í síðustu viku ágústmánaðar!
Andstæðingur, leikdagur og leikstaður í þriðju umferð FA Cup sem fram fer 6. janúar 2018 ætti að liggja fyrir 3. desember n.k.

Úrslit í Tippleik Chelsea.is 2016 – 2017

Úrslit í Tippleik Chelsea.is 2016 – 2017 voru kunngerð á félagsfundi í Ölveri sl. laugardag.

Það fór ekki framhjá Tipplingum að tæknilegir örðugleikar voru að stríða okkur í byrjun tímabilsins, allir fjórir leikir Chelsea í ágústmánuði voru í tómu tjóni hjá nokkrum Tipplingum og því miður tókst þeim aðila er sá um tæknimál Tippleiksins ekki að leysa vandamálið fyrir lok tímabilsins þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um.

Því var sú ákvörðun tekin af umsjónarmönnum Tippleiksins og stjórn félagsins að fella ágústmánuð út úr heildarskorinu en veita þó einstaklingsverðlaun fyrir mánuðinn þar eð sá er skoraði þar mest vann mánuðinn með afgerandi hætti.

Því voru veitt verðlaun fyrir hæsta skor í hverjum mánuði Tippleiksins og að auki fyrir heildarskor að ágústmánuði frádregnum.

Alls voru veitt 23 mánaðarverðlaun en suma mánuði deildu allt að 6 Tipplingar með sér efsta sætinu, 15 Tipplingar fengu gjafabréf frá Rikka Chan að launum, 8 Tipplingar gjafabréf frá American Bar en þeir voru þá vinna til mánaðarverðlauna í annað sinn og þá fékk einn Tipplingur gjafabréf frá Rikka Chan samkvæmt slembiúrtaki á meðal þátttakenda, burtséð frá árangri viðkomandi!

Síðast en ekki síst voru veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin í heildina, þar voru verðlaunin ekki af verri endanum, t.d. gjafabréf frá Hótel Holti, Bed & Breakfast Keflavíkurflugvelli, Kjötsmiðjunni, Gaman Ferðum & American Bar.

Vinningshafar fyrir einstaka mánuði:

Ágúst   Arnór Hillers

September   Þórhallur Sverrisson

Október Karl H Hillers, Sigurður Þ K Þorsteinsson 

Nóvember    Arnór Hillers, Birgir Ottó Hillers, Edda Guðmundsdóttir, Guðmundur Örn Árnason, Jóhannes Elíasson, Óttar Hillers

Desember    Birgir Ottó Hillers, Jóhann Freyr Guðmundsson

Janúar     Jóhannes Elíasson, Kristján Magnússon

Febrúar Björn Ágúst Júlíusson, Bragi Hinrik Magnússon, Edda Guðmundsdóttir

Mars    Karl H Hillers, Óttar Hillers, Steinar Harðarson

Apríl     Hörður Páll Steinarsson, Steinar Harðarson

Maí  ÞórhallurSverrisson

Slembiúrtak Kristján Ólafur Guðnason

Sigurvegari Tippleiks Chelsea.is 2016 -2017 reyndist vera Birgir Ottó Hillers, í öðru sæti lenti Þórhallur Sverrisson, jafnir í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Arnór Hillers og Steinar Harðarson og í fimmta sæti lenti Víðir Ragnarsson.

Alls tippuðu 33 Tipplingar í leiknum að þessu sinn með misjöfnum árangri en það er aldrei hægt að tapa á þátttöku í þessum bráðskemmtilega leik, meira að segja von í vinning burtséð frá árangri! Að endingu vilja umsjónarmenn þakka öllum þeim er þátt tóku, óskum vinningshöfum til hamingju og færum öllum þeim er gáfu vinninga í leikinn bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Meistarakveðja

Félagsfundur laugardaginn 3. júní kl. 17 á Ölveri

Stjórn Chelsea klúbbsins boðar hér með til félagsfundar laugardaginn 3. júní n.k. í Ölveri og hefst hann kl. 17:00.

Fundarefni:

    Breyting á reglum Chelsea um árgjöld, inneignir og félagsaðild.
    Dregið í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins.
    Úrslit kunngjörð í Tippleik Chelsea.is, afhending vinninga.
    Keppnistímabilið 2017 – 2018, miða- & hótelpantanir.
    Leikmaður ársins, úrslit kosningar kunngjörð.
    Önnur mál.

Einn heppinn fundargestur hlýtur smáglaðning fyrir það eitt að mæta á fundinn, verður það þú?

Að fundi loknum, u.þ.b. klukkan 18:00, hefst svo upphitun fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu, Juventus og Real Madrid eigast við í Cardiff og hefst leikurinn kl. 18:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í Ölveri.

Árgjald í klúbbinn 2017 - 2018

Nú hafa árgjöld vegna starfsársins 2017 – 2018 verið ákveðin og lækka þau frá því sem verið hefur undanfarin misseri, þökk sé sterkri stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu!

Árgjöldin hjá Chelsea Football Club verða að mestu óbreytt frá því sem verið hefur, þó er lítils háttar hækkun á árgjöldum í ódýrustu flokkunum en hún er óveruleg eða 1 – 2 GBP.

Flokkarnir eru hinir sömu og að undanförnu, þ.e. True Blue Original (TBO), True Blue Magazine (TBM), True Blue Ticket Only (TBTO), True Blue Teens (TBT) og True Blue Juniors (TBJ) og innihald þeirra er svipað og verið hefur.

Okkur er heimilt að leggja GBP 15.- á hvert árgjald til að standa straum af kostnaði við rekstur félagsins en stjórnin hefur ákveðið að fara varlega í þær álögur en áskilur sér hins vegar rétt til að endurskoða árgjöldin ef breska pundið fer eitthvað að stríða okkur.

Verð hvers árgjaldsflokks verður því sem hér segir:

 • True Blue Original = Kr. 12.000.- (var kr. 15.000.-)
 • True Blue Magazine = Kr. 10.000.- (var kr. 13.000.-)
 • True Blue Ticket Only = Kr. 5.500.- (var kr. 6.000.-)
 • True Blue Teens = Kr. 4.500.- (var kr. 5.000.-)
 • True Blue Juniors = Kr. 4.000.- (var kr. 5.000.-)

Reikningsnúmer Chelsea klúbbsins er 0701-26-3840, kennitala 690802-3840.

Nánari upplýsingar um innihald hvers flokks fyrir sig er svo að finna á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið þar á Chelsea klúbburinn og svo á Árgjöld/Skráning.

Og nú er um að gera að drífa í að endurnýja og tryggja sér bónuspunktana hjá Chelsea Football Club í leiðinni!

Vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á Íslandi

Dregið var í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á Íslandi á félagsfundi laugardaginn 3. júní sl.

Skemmst er frá því að segja að undirtektir við happdrættinu slóu öll met enda vinningar hinir glæsilegustu.

Haft hefur verið samband við alla vinningshafa og þeir látnir vita um vinnninga sína.

Stjórn Chelsea klúbbins þakkar öllum þeim er lögðu þessu málefni lið, bæði þeim eru keyptu miða í happdrættinu og þá ekki síður þeim aðilum er gáfu varning til klúbbsins vegna þessa, þúsund þakkir!

Meistarakveðja,

Stjórnin.