banner forsida600x150

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi var haldinn þann 28. október 2017.

Að venju var fundurinn haldinn á Grand Hótel Reykjavík og var ágætlega sóttur. Á dagskrá voru bæði lögbundin og hefðbundin fundarstörf ásamt árlegu happdrætti klúbbsins sem var veglegt að vanda. Kosið var sérstaklega til formanns og gaf Karl H. Hillers kost á sér til áframhaldandi formannsstarfa. Hlaut hann einróma kosningu og uppskar lófaklapp fundargesta.

Eftir sérstaka kosningu formanns klúbbsins voru aðrir stjórnarmenn kosnir. Stjórnarmenn frá fyrra ári gáfu allir kost á sér að undanskildum Þórhalli Sverrissyni sem baðst undan endurkjöri. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins um árabil. Á fundinum var Bjarni Bjarkason kosinn til stjórnarsetu, en hann mun skipa stjórn klúbbsins ásamt formanninum Karl H. Hillers, þeim Braga Hinrik Magnússyni, Eyjólfi Aðalsteini Eyjólfssyni, Helga Rúnari Magnússyni, Kristjáni Þór Árnasyni, Pétri Bjarka Péturssyni og Pétri Péturssyni. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins voru einróma samþykkt á fundinum en reikningarnir voru einnig samþykktir af endurskoðendum félagsins.
Í hinu árlegu happdrætti félagsins var margt um veglega vinninga.

Fyrst var dregið í flokki barna og unglinga, því næst var dregið úr potti þeirra félagsmanna sem höfðu greitt árgjald klúbbsins fyrir fyrsta heimaleik í Úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu. Vinningar í þessum flokkum voru m.a. árituð treyja Englandsmeistaranna ásamt ferðavinningi frá Gaman Ferðum, gjafabréf frá Jóa útherja, gjafabréf frá Yokohama – Dekkjahöllinni, gjafabréf frá Grand Hótel, Kjötsmiðjunni og Orkunni – og enn mætti lengi telja!
Því næst var dregið í happdrætti fundargesta. Glæsilegir vinningar voru í þeim flokki einnig en í fyrsta vinning var áritaður bolti frá Englandsmeisturunum ásamt ferðavinning frá Gaman Ferðum. Þá má nefna gjafabréf frá Yokohama – Dekkjahöllinni, gjafabréf frá Kjötsmiðjunni og Kormáki og Skildi. Auk þess fékk klúbburinn veglegar gjafir frá Marko Merkjum, Bræðrunum Ormsson, Hagkaupum, Fabrikkunni, Reykjavík Scoup, Laugarásbíói og Hárlínunni. Í þessum flokki hreppti hinn heppni Einar Ö. Birgisson hnossið og á meðfylgjandi mynd má sjá að almenn ánægja var með boltann góða. Öllum þeim aðilum sem ljáðu okkur stuðning eru hér með færðar hinar bestu þakkir fyrir!

Að loknum fundarstörfum var komið að veitingum og gæddu fundargestir sér á þeim og ræddu við Willum Þór Þórsson um gengi okkar ástkæra liðs og horfðu loks saman á leik Bournemouth og Chelsea. Þrjú stig í hús og þó nokkur gleði á ,,gleðistundinni” á Grand Hótel.

Stjórn félagsins kom saman eftir aðalfund og skipti með sér verkum samkvæmt lögum félagsins. Þá var kosinn varaformaður Pétur Pétursson, ritari Kristján Þór Árnason og gjaldkeri Pétur Bjarki Pétursson. Aðrir stjórnarmenn sinna sínum störfum sem meðstjórnendur.

Tilfærsla á leikjum í desember

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í desember verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Chelsea vs Newcastle United, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 2. desember og hefst kl. 12:30.
  • West Ham United vs Chelsea, fer fram á London Stadium laugardaginn 9. desember og hefst kl. 12:30.
  • Everton vs Chelsea, fer fram á Goodison Park laugardaginn 23. desember og hefst kl. 12:30.
  • Þá verður leikur Huddersfield Town vs Chelsea er fram fer á John Smith´s Stadium þriðjudagskvöldið 12. desember einnig sýndur beint í sjónvarpi.
Engin breyting á leikdögum, eingöngu á leiktímum!

Chelsea og Bournemouth

Chelsea og Bournemouth eigast við í fimmtu umferð Deildabikarsins og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 20. desember n.k. og hefst hann kl. 19:45.

Leikið verður til þrautar, þ.e. ef staðan er jöfn að loknum venjulegum leiktíma verður leikurinn framlengdur og verði staðan enn jöfn að lokinni framlengingu verður gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 12:00 mánudaginn 6. nóvember n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Athugið að reglan „One ticket per member“ gildir um forkaupsréttinn, sama miðaverð í allar stúkur, miðar nánast á hálfvirði!

Miðakaup - Qarabag og Chelsea

Qarabag og Chelsea eigast við í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og fer leikur liðanna fram á Azersun Arena, Tofig Bahramov Stadium í Baku miðvikudagskvöldið 22. nóvember n.k.
Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 12:00 miðvikudaginn 1. nóvember n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Athugið að reglan „One ticket per member“ gildir hér eins og ávallt í forkaupsrétti okkar, óheimilt er að framselja miða til annarra!

Límmiðar í boði fyrir þá allra hörðustu

Á nýafstöðnum aðalfundi Chelsea klúbbsins á Íslandi sem haldin var á Grand Hóteli, 28. október, bauðst félagsmönnum að næla sér í límmiða í bílinn sem merktur er Chelsea klúbbnum. Límmiðarnir hlutu góðan hljómgrunn en fyrirtækið MARKÓ MERKI á veg að vanda að þessum eigulegu límmiðum. Félagsmönnum og öllum stuðningsmönnum Chelsea á Íslandi býðst að panta þessa límmiða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Verð pr. miða er 1.000 kr. Tveir miðar 2.000 kr. og þrír miðar að eigin vali 2.500 kr. Allir fjórir á 3.000 kr.

limmidar

Leikir í desember

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í desember verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:
  1. Chelsea vs Newcastle United, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 2. desember og hefst kl. 12:30.
  2. West Ham United vs Chelsea, fer fram á London Stadium laugardaginn 9. desember og hefst kl. 12:30.
  3. Everton vs Chelsea, fer fram á Goodison Park laugardaginn 23. desember og hefst kl. 12:30.
  4. Þá verður leikur Huddersfield Town vs Chelsea er fram fer á John Smith´s Stadium þriðjudagskvöldið 12. desember einnig sýndur beint í sjónvarpi.
Engin breyting á leikdögum, eingöngu á leiktímum!

Tilboð vegna gistingar á Grand Hótel

Grand Hótel Reykjavík býður upp á sérstök kjör til félagsmanna varðandi gistingu á hótelinu í tengslum við aðalfundinn n.k. laugardag! Gistitilboð: Tveggja manna herbergi á kr. 18.900.- m/morgunverði (kr. 9.450.- á mann) – bókanir berist á johann @grand.is 

Minnum í leiðinni á aðalfund Chelsea klúbbsins á Íslandi 2017 sem verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 28. október kl. 14:30, fundarstjóri Ingvar J. Viktorsson. Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn. 

Veglegir vinningar að vanda, t.d. umfelgunarpakkar frá Dekkjahöllinni, Chelsea keppnistreyja og fótbolti, hvoru tveggja áritað af leikmönnum Chelsea, gjafabréf frá Gaman Ferðum, Jóa útherja, Kjötsmiðjunni, Kormáki & Skildi, Grand Hótel o.fl., o.fl.  Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Bournemouth og Chelsea í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá The Vitality Stadium en leikur liðanna hefst kl. 16:30. Willum Þór mun mæta á staðinn og hita upp fyrir leikinn með fundargestum.

Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea klúbbsins á staðnum og til að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 26. október.

Orkan verður með sérstakan Ofurdag fyrir handhafa Chelsea Orkulykils/korts í tilefni dagsins, því er um að gera fyrir þá félagsmenn sem hafa ekki enn sem komið er tryggt sér Chelsea Orkulykil/kort að drífa í slíku, smella á Orkuna á forsíðu www.chelsea.is og framhaldið er barnaleikur einn.

Athugið að eingöngu þeir sem greitt hafa árgjald til klúbbsins vegna yfirstandandi starfsárs er heimil þátttaka í fundinum.

Nánar um aðalfundinn eftir helgi.