banner forsida600x150

Treyjur á meistaraverði

Sælir félagar!

Við erum með "End of Season" verð á treyjum núna sem er kr. 9.990.- en í tilefni af skemmtilegu gengi Chelsea í Meistaradeildinni langar okkur að bjóða CFC treyjur á kr. 7.990.-

Tilvalið að tryggja sér treyju fyrir undanúrslitin!

Með meistarakveðju, Jói útherji og félagar.

Paris Saint-German - Miðakaup

zlatanEins og ykkur ætti nú að vera kunnugt þá var dregið í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í morgun og dróst Chelsea gegn frönsku meisturunum í Paris Saint-Germain og hafa leikdagar nú verið ákveðnir. Fyrri leikur liðanna fer fram á heimavelli Paris Saint-German, Parc des Princes, í París miðvikudagskvöldið 2. apríl en seinni leikurinn á Stamford Bridge þriðjudagskvöldið 8. apríl n.k.

Við höfum mjög skamman tíma í forkaupsrétti á miðakaupum en miðapantanir þurfa að berast formanni Chelsea klúbbsins í síma 696 0963 fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 25. mars n.k. Staðfestingar- & tryggingargjald þarf að greiða fyrir sama tíma!

Ekki er vitað að svo stöddu með fyrirkomulag miðapantana á leik liðanna í París.

Pub Quiz var haldið 18. mars

pubquiz18. mars sl. var haldið Chelsea Pub Quiz í Ölveri og hófst “Kvissið” stundvíslega kl. 18:30, öllum heimil þátttaka, ekkert þátttökugjald en Chelsea baukurinn sísvangi verður á staðnum, bauknum þeim þykir bréfpeningar einstaklega bragðgóðir!

Veglegir vinningar að vanda fyrir efstu þrjú sætin, einnig verða veitt verðlaun samkvæmt slembiúrtaki á meðal þátttakenda, burtséð frá árangri þeirra og aldrei að vita nema að um fleiri verðlaun verði að ræða. Væntanleg þátttökulið, sem skulu skipuð 1-2 þátttakendum hvert, eru beðin um að mæta tímanlega vegna skráningar og afhendingar þátttökugagna.

Stjórnandi keppninnar og höfundur spurninga er sem fyrr Gunnar Finnur Gunnarsson og má ætla að það verði Meistaradeildarþema ríkjandi í spurningunum að þessu sinni, svona í tilefni dagsins! Vertinn í Ölveri og hans starfsfólk verða svo með sérstakt tilboð á veitingum fyrir þátttakendur í tilefni kvöldsins.

Og að loknu “Kvissinu” skiptum við yfir á Stamford Bridge hvar seinni leikur Chelsea og Galatasaray í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu hefst kl. 19:45 en leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu í Ölveri.

Fjölmennum í Ölver í kvöld!

17 ára afmæli klúbbsins 16. marz

logoÁgætu félagar!

Chelsea klúbburinn á Íslandi fagnaði 17 ára afmæli 16. mars s.l. en klúbburinn var stofnaður í Ölveri þann 16. mars 1997 af u.þ.b. 40 áhugasömum fylgismönnum Chelsea Football Club hér á landi, félögum í klúbbnum hefur fjölgað jafnt og þétt allt frá stofnárinu og eru á afmælinu 285 talsins.

Í tilefni afmælis Chelsea klúbbsins bauð Orkan / Skeljungur handhöfum Chelsea Orkulykils / Orkukorts eða staðgreiðslukorts Skeljungs í hópi Chelsea upp á 12.- króna afslátt á líternum af eldsneyti með Orkulykli / Orkukorti eða staðgreiðslukorti Skeljungs í hópi Chelsea!

Fréttamolar febrúarmánaðar

Nú hafa nokkrir leikja Chelsea í Úrvalsdeildinni í aprílmánuði verið færðir til vegna sjónvarpsútsendinga frá leikjum liðsins og eru tilfærslurnar eftirfarandi:

  • Chelsea vs Stoke City, laugardagur 5. apríl kl. 16:30, með fyrirvara vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeildinni!
  • Swansea City vs Chelsea, sunnudagur 13. apríl kl. 15:10.
  • Chelsea vs Sunderland, sunnudagur 20. apríl kl. 13:05, með fyrirvara vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeildinni.
  • Liverpool vs Chelsea, sunnudagur 27. apríl kl. 13:05.

Athugið að sumartími tekur gildi á Englandi aðfararnótt sunnudagsins 30. mars 2014.
Ofantaldir leikir verða allir í beinni útsendingu á SKY SPORTS.

 

lampard 520x520Terry, Lampard eða sjálfur Howard?

Nefnd sú hjá enska knattspyrnusambandinu er fjallar um ýmis vafaatriði er kunna að koma upp í leikjum í Úrvalsdeildinni hefur nú úrskurðað að Frank Lampard skuli skráður fyrir sigurmarki Chelsea gegn Everton, spyrna hans beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma hafi aldrei snert John Terry en haft viðkomu í Tim Howard, markverði Everton, á leið sinni í markið, knötturinn hefði hafnað í markinu þrátt fyrir snertingu Howards svo ekki er um sjálfsmark að ræða, Lampard skuli skráður fyrir markinu. Sem þýðir að enn bætir Super Frank markametið hjá Chelsea, kominn í 210 mörk “and still going strong" Hvar endar þetta?

 

lengjan
Tippið - Staðan og sigurvegarar

Staðan í Tippleik Chelsea.is hefur verið uppfærð samkvæmt þessu.Sigurvegarar í febrúarmánuði Tippleiksins eru:

  • Arnór Hillers og BHM, sigurvegari janúarmánaðar er Edda.
  • Herber er sigurvegari desembermánaðar.
 
 
orkan 200x239
Ofurdagur hjá Orkunni

Næsti ofurdagur Chelsea Orkulykilsins nálgast, hann verður væntanlega í tengslum við annað hvort (eða jafnvel bæði) afmæli Chelsea Football Club þann 10. mars n.k. eða afmæli Chelsea klúbbsins á Íslandi þann 16. mars, nánar um það á næstu dögum en fyrir þau ykkar sem ekki hafa enn sem komið er nælt sér í Chelsea Orkulykilinn þá er ekki eftir neinu að bíða,allar nánari upplýsingar má finna í “Fagnaðarerindinu” í meðfylgjandi viðhengi.

 

 

olver
  
Pub Quiz 18. mars

Og svo er í bígerð Chelsea Pub Quiz þann 18. mars í Ölveri, “Kvissið” verður væntanlega á undan leik Chelsea og Galatasaray í Meistaradeildinni.

 

Leikmaður ársins

Nú liggur fyrir niðurstaða í kjöri ykkar á leikmanni ársins hjá Chelsea Football Club fyrir yfirstandandi keppnistímabil og hefur niðarstaðan í kjörinu verið send til höfuðstöðvanna í London.
Skemmst er frá því að segja að Eden Hazard er leikmaður ársins að ykkar mati, hafði fáheyrða yfirburði í kjörinu!

Úrslitin urðu annars eftirfarandi:
1. Eden Hazard 77,5% greiddra atkvæða
2. Branislav Ivanovic 7,5%
3. John Terry 6%
4-5. Fernando Torres 3%
4-5. Petr Cech 3%
6-7. Oscar 1,5% 
6-7. Willian 1,5%

saelkeriNafn eins þátttakanda var svo dregið úr innsendum atkvæðaseðlum og fær sá heppni, Árni Þór Árnason, gjafabréf frá Sælkerabúðinni í sinn hlut.
“Sælkerabúðin, glæsileg verslun að Bitruhálsi 2”
Stjórn Chelsea klúbbsins þakkar öllum þeim er þátt tóku og þá fær Sælkerabúðin sérstakar þakkir fyrir sitt framlag!
Með meistarakveðju,
Stjórnin.

P.S. Búið ykkur undir Chelsea Pub Quiz 18. mars næst komandi

Tippleikur - skráning og þátttaka

Nú er Tippleikur Chelsea.is 2013-2014 um það bil hálfnaður og er keppnin æsispennandi á toppnum, tveir þátttakenda eru jafnir í efsta sæti og nokkrir koma svo þar skammt á eftir.

Það má með sanni segja að það sé aldrei of seint að hefja þátttöku í Tippleik Chelsea.is, það gerir hið nýja fyrirkomulag, þ.e.a.s. stigahæstu þátttakendur í hverjum mánuði úr röðum félagsmanna eru verðlaunaðir og svo bíða aðalverðlaunin þeirra getspökustu í vor að loknu keppnistímabilinu. Og þau verða vegleg að vanda!

herbertSigurvegurum einstakra mánaða fram að þessu hafa verið afhent sigurlaun sín en þrír deildu með sér efsta sætinu í ágústmánuði, þeir Blossi, keg og kiddimagg, septembermánuður var felldur út vegna tæknilegra erfiðleika, Hethrir var svo stigahæstur félagsmanna í október, Herbert og thorri deildu efsta sætinu í nóvember en Herbert sat svo einn að efsta sætinu í desembermánuði

Nú er bara fyrir aðra Tipplinga að herða sig (!) og skella sér með í Tippleikinn ef þeir eru ekki þátttakendur nú þegar, ekkert þátttökugjald en þó rétt að ítreka að einungis félagsmenn geta unnið til verðlauna!

Og svo stendur til að fara af stað með tipphóp hjá Íslenskum getraunum á næstu dögum og verður fyrirkomulag á því dæmi kynnt nú á allra næstu dögum.

Upp með Tippið!