banner forsida600x150

Leikir í febrúar

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í febrúar verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Watford vs Chelsea, fer fram á Vicarage Road mánudagskvöldið 5. febrúar og hefst kl. 20:00.

Taki annað hvort liðanna eða bæði þátt í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar færist leikur liðanna til sunnudagsins 4. febrúar og hefst þá kl. 12:00.

  • Chelsea vs West Bromwich Albion, fer fram á Stamford Bridge mánudagskvöldið 12. febrúar og hefst kl. 20:00.
  • Manchester United vs Chelsea, fer fram á Old Trafford sunnudaginn 25. febrúar og hefst kl. 14:05.

Ef Chelsea tekur þátt í úrslitaleik deildabikarsins þessa sömu helgi verður leik liðanna frestað um óákveðinn tíma!

Allir leikirnir verða sýndir á SKY SPORTS.