banner forsida600x150

Chelsea og Bournemouth

Chelsea og Bournemouth eigast við í fimmtu umferð Deildabikarsins og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 20. desember n.k. og hefst hann kl. 19:45.

Leikið verður til þrautar, þ.e. ef staðan er jöfn að loknum venjulegum leiktíma verður leikurinn framlengdur og verði staðan enn jöfn að lokinni framlengingu verður gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 12:00 mánudaginn 6. nóvember n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Athugið að reglan „One ticket per member“ gildir um forkaupsréttinn, sama miðaverð í allar stúkur, miðar nánast á hálfvirði!