banner forsida600x150

Fréttamolar - eitt og annað framundan

Deildabikar, fjórða umferð.

Chelsea mætir Everton í fjórðu umferð Deildabikarsins (Carabao Cup) og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge á tímabilinu 23. – 25.október. Færum ykkur fréttir um leikdag og leiktíma um leið og þær berast úr höfuðstöðvunum sem og upplýsingar um forkaupsrétt á miðum á þennan áhugaverða leik!

Úrvalsdeild, Chelsea vs Watford.

Vegna þátttöku Chelsea í Deildabikarnum hefur leikur liðsins gegn Watford í Úrvalsdeildinni verið færður til laugardagsins 21. október og hefst leikur liðanna, sem fram fer á Stamford Bridge, kl. 11:30 að íslenskum tíma.

Aðalfundur Chelsea klúbbsins.

Aðalfundi Chelsea klúbbsins sem fyrirhugaður var laugardaginn 30. september n.k. hefur nú verið frestað og verður þess í stað haldinn laugardaginn 28. október á Grand Hótel Reykjavík.

Tippleikur Chelsea.is

Tveir Tipplingar deildu með sér efsta sætinu í Tippleik Chelsea.is í ágústmánuði, nefnilega Herra Æðislegur og  Maggimhj og hafa þeir báðir fengið send gjafabréf í viðurkenningarskyni.

Endurnýjanir & nýskráningar.

Þegar þessar línur eru ritaðar eru skráðir félagar í Chelsea klúbbnum orðnir 311 sem verður að teljast býsna gott, urðu 318 á síðasta starfsári en flestir hafa þeir orðið 342 á einu og sama starfsárinu. Chelsea Football Club mun loka fyrir endurnýjanir og nýskráningar um miðjan desember.