banner forsida600x150

Eitt og annað í upphafi leiktíðar 2017

Tippleikur Chelsea.is

Tippleikur Chelsea.is er hafinn að nýju, kostar ekkert að vera með, fjöldi vinninga í boði, bæði er verðlaunað fyrir hæsta skor í hverjum mánuði sem og þrjú efstu sætin í heildarskori.

Þá verða einnig veittir vinningar samkvæmt slembiúrtaki, burtséð frá árangri viðkomandi Tipplings! Aðeins félagsmenn í Chelsea klúbbnum geta unnið til vinninga en öllum er heimil þátttaka. Hægt er að tippa á þrjá leiki fram í tímann en frekari upplýsingar má sjá á www.chelsea.is, smellið á Tippleikurinn efst á forsíðunni hvar þið skráið ykkur einnig til leiks.

Endurnýjanir og nýskráningar

Þeir sem endurnýja aðild sína eða skrá sig í Chelsea klúbbinn og greiða valið árgjald inn á bankareikning klúbbsins fyrir leik Chelsea vs Burnley n.k. laugardag fá nafnið sitt sjálfkrafa í happdrættispottinn góða sem dregið verður úr á aðalfundi klúbbsins laugardaginn 28. október 2017, fjöldi veglegra vinninga að vanda. Athugið að flokkurinn True Blue Original (TBO) er nú uppseldur hjá hjá Chelsea Football Club.

Miðapantanir

Athugið að stjórn Chelsea klúbbsins tekur EINGÖNGU við miðapöntunum á leiki með Chelsea á netfangi klúbbsins, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , og það aðeins frá félagsmönnum samkvæmt reglunni „One ticket per member“, vinsamlegast virðið þessar reglur