banner forsida600x150

Enska bikarkeppnin

Ef Chelsea hefur betur gegn Norwich City n.k. miðvikudagskvöld í ensku bikarkeppninni mun liðið mæta Newcastle United á Stamford Bridge í fjórðu umferð keppninnar. Mun sá leikur fara fram sunnudaginn 28. Janúar n.k. og hefjast kl. 13:30, sýndur beint á BT SPORT 2. 

Forkaupsréttur okkar á miðum á þann leik er mjög stuttur eða til kl. 15:00 mánudaginn 15. janúar n.k. Staðfestingar- & tryggingargjald, kr. 10.000.- hver miði, þarf að greiða áður en pöntun er ssend til Chelsea, gjaldið verður endurgreitt að fullu verði ekki af leiknum, annars mismunur á staðfestingar- & tryggingargjaldi. Miðar nánast á hálfvirði og leikurinn gefur 5 stig í Loyalty punktakerfinu!

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Chelsea vs Norwich City 17. janúar

Þar sem leik Norwich City og Chelsea í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup, lauk með jafntefli á Carrow Road í Norwich þurfa liðin að eigast við að nýju og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 17. janúar n.k. og hefst hann kl. 19:45. Leikið verður til þrautar að þessu sinni, framlenging og vítakeppni ef með þarf! 

Forkaupsrétti okkar er lokið en mögulega verða miðar til sölu á heimasíðu Chelsea á næstu dögum.

Leikurinn verður sýndur beint á BBC One.

Miðar nánast á hálfvirði og leikurinn gefur 5 stig í Loyalty punktakerfinu!

Carabao Cup - Arsenal : Chelsea

Arsenal og Chelsea eigast við í undanúrslitum Deildabikarsins og fer seinni leikur liðanna fram á The Emirates miðvikudagskvöldið 24. janúar 2018 og hefst hann kl. 20:00.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 15:00 mánudaginn 8. janúar n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ATHUGIÐ að Chelsea hefur ákveðið að beita Loyalty Points reglunni varðandi miðakaup á þennan leik og þarf 10 punkta hið minnsta til að eiga möguleika á miðakaupum í forkaupsrétti okkar. Þá má og búast við að eftirspurn verði meiri en framboð og komi til þess mun Chelsea einnig beita svokallaðri hlutfallsreglu!a

Leikir í febrúar

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í febrúar verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Watford vs Chelsea, fer fram á Vicarage Road mánudagskvöldið 5. febrúar og hefst kl. 20:00.

Taki annað hvort liðanna eða bæði þátt í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar færist leikur liðanna til sunnudagsins 4. febrúar og hefst þá kl. 12:00.

  • Chelsea vs West Bromwich Albion, fer fram á Stamford Bridge mánudagskvöldið 12. febrúar og hefst kl. 20:00.
  • Manchester United vs Chelsea, fer fram á Old Trafford sunnudaginn 25. febrúar og hefst kl. 14:05.

Ef Chelsea tekur þátt í úrslitaleik deildabikarsins þessa sömu helgi verður leik liðanna frestað um óákveðinn tíma!

Allir leikirnir verða sýndir á SKY SPORTS.

Carabao Cup - Chelsea vs Arsenal

Chelsea og Arsenal eigast við í undanúrslitum Deildabikarsins og fer fyrri leikur liðanna fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 10. janúar 2018 og hefst hann kl. 20:00.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 10:00 þriðjudaginn 26. desember n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ATHUGIÐ að Chelsea hefur ákveðið að beita Loyalty Points reglunni varðandi miðakaup á þennan leik og þarf 10 punkta hið minnsta til að eiga möguleika á miðakaupum í forkaupsrétti okkar.

Janúar 2018 - tilfærslur á leikjum

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í janúar verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Arsenal vs Chelsea, fer fram á The Emirates Stadium miðvikudagskvöldið 3. janúar og hefst kl. 19:45.
  • Brighton & Hove Albion vs Chelsea, fer fram á The Amex Stadium laugardaginn 20. janúar og hefst kl. 12:30.

Báðir leikirnir verða sýndir á SKY SPORTS.

Þá verða leikir Chelsea gegn Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins (Carabao Cup) leiknir sem hér segir:

  • Chelsea vs Arsenal, fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 10. janúar og hefst kl. 20:00.
  • Arsenal vs Chelsea, fer fram á The Emirates Stadium miðvikudagskvöldið 24. janúar og hefst kl. 20:00.

Báðir leikirnir verða sýndir á SKY SPORTS.

Meistaradeild, 16 liða úrslit

Eins og ykkur er væntanlega flestum ljóst dróst Chelsea gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og hafa leikdagar nú verið ákveðnir en liðin leika heima og að heiman og það lið sem hefur betur samanlagt úr þeim tveimur viðureignum tryggir sér þátttöku í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri viðureign liðanna fer fram á Stamford Bridge þriðjudagskvöldið 20. febrúar 2018 en seinni viðureignin á Nou Camp í Barcelona miðvikudagskvöldið 14. mars 2018.

Það er ljóst að eftirspurn eftir miðum á þessa leiki verður gríðarleg, reyndar svo mikil að það er nánast öruggt að við munum ekki fá alla þá miða sem við komum til með að óska eftir, Chelsea mun að öllum líkindum fella leikinn á Stamford Bridge undir Loyalty Points kerfið og má reikna með að krafist verði minnst 10 punkta inneignar til að eiga möguleika á miða í forkaupsrétti okkar. Og EKKI er víst að það dugi til ef leikurinn verður „oversubscribed“, þ.e. eftirspurn verði meiri en framboð af miðum til þeirra er annars uppfylla bæði skilyrði um forkaupsrétt og punktafjölda!

Fari svo mun Chelsea úthluta stuðningsmannaklúbbunum miðum hlutfallslega miðað við framboð og eftirspurn en allt þetta á eftir að koma í ljós er nær dregur.
Það er því rétt að ganga úr skugga um hvort möguleiki á miða er raunhæfur áður en farið er í að kaupa flug og gistingu vegna leiksins til að fyrirbyggja einhver „slys og vonbrigði“. 

Við bíðum hins vegar átekta eftir að heyra frá höfuðstöðvunum um fyrirkomulag vegna miðapantana á leikinn á Stamford Bridge og þá ekki síður á Nou Camp.

EF þið eruð í einhverri óvissu um punktafjölda ykkar getið þið sent okkur fyrirspurn um hann á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.