banner forsida600x150

Tilfærsla á leikjum Chelsea í nóvember 2019 vegna sjónvarpsútsendinga

Þrír leikja Chelsea í Úrvalsdeildinni í nóvember 2019 hafa verið fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

 • Watford vs Chelsea, fer fam á Vicarage Road laugardaginn 2. nóvember og hefst kl. 17:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Chelsea vs Crystal Palace, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 9. nóvember og hefst kl. 12:30, sýndur beint á BT Sport.
 • Manchester City vs Chelsea, fer fram á The Etihad Stadium laugardaginn 23. nóvember og hefst kl. 17:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2019

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2019 verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 2. nóvember n.k. og hefst fundurinn kl. 15:30.

Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins (sjá hér að neðan) verður m.a. dregið í happdrættum Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn.

Veglegir vinningar að vanda!

Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Watford vs Chelsea í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá Vicarage Road en leikur liðanna hefst kl. 17:30 og að sjálfsögðu mun Willum Þór hita upp fyrir leikinn með fundargestum.

Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea klúbbsins á staðnum og til að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 31. október n.k.

Athugið að eingöngu þeir sem greitt hafa árgjald til klúbbsins vegna yfirstandandi starfsárs er heimil þátttaka í fundinum.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

a) Kosning fundarstjóra.
b) Skýrsla stjórnar vegna nýliðins starfsárs.
c) Reikningar félagsins vegna nýliðins reikningsárs.
d) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
e) Lagabreytingar.
f) Kosning formanns.
g) Kosning sjö stjórnarmanna.
h) Kosning tveggja endurskoðenda.
i) Kosning í laganefnd
-Fundarheimur kýs tvo aðila í laganefnd og stjórn félagsins tilnefnir þann þriðja sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar.
j) Önnur mál.

Nánar um aðalfundinn á næstu dögum!

Bestu kveðjur, 
Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

5th Stand - App frá Chelsea FC

Ertu blár?
Vertu klár!
Halaðu niður nýju appi,
Þú gætir hrósað happi!

Náðu þér í nýtt app frá CFC - The 5th Stand, finndu Chelsea klúbbinn á Íslandi og fylgdu okkur. Þá hefur þú möguleika á að vinningum, t.d. Chelsea keppnistreyjur & bolta, áritað af leikmönnum Chelsea.

Chelsea Football Club breytt því á hvaða hátt stuðningsmenn liðsins geta fylgt og stutt liðið. Þetta gefur stuðningsmönnum á Íslandi tvo kosti - annað hvort að vera TRUE BLUE meðlimur og tilheyra þá The Ticketing Scheme og borga árgjald og njóta forkaupsréttar á miðum líkt og áður eða einfaldlega hala niður CHELSEA appinu, The 5th Stand, og fylgt Chelsea klúbbnum á Íslandi og tilheyra þá The Reward Scheme.


Í The 5th Stand er að finna umræður um hitt og þetta milli stuðningsmanna um allan heim og geta stuðningsmenn sem taka þátt átt von á einhverjum glaðningi - t.d. í formi treyja, bolta sem og ýmissa annarra vinninga.

ATH. að kaupréttur á miðum er EKKI innifalinn í The 5th Stand app, gildir það bæði um forkaupsréttinn og svo um kaup á miðum er þeir fara í almenna sölu til félagsmanna.

Eftir hverju ert þú að bíða?

Fyrir Android:

https://play.google.com/store/apps/details?id=com.chelseafc.the5thstand

Fyrir iPhone

https://apps.apple.com/is/app/chelsea-fc-the-5th-stand/id1353142218

Nánari upplýsingar á síðu CFC

https://www.chelseafc.com/en/supporters-clubs/news/our-new-scheme-

Svona tengist þú svo Chelsea klúbbnum á Íslandi

Opnar appið - velur Connect og finnur svo Chelsea klúbbnum á Íslandi

cfc-tenging

Dekkin skipta öllu máli

Nú þegar Vetur konungur er handan við hornið er rétt að minna á samstarf Dekkjahallarinnar (umboðsaðili Yokohama á Íslandi) og Chelsea klúbbsins á Íslandi en í samstarfssamningi þessara aðila segir m.a.:

Meðlimir Chelsea klúbbsins njóta eftirfarandi kjara hjá Dekkjahöllinni gegn framvísun félagaskírteinis:

 • 22% afsláttur af listaverði af Yokohama dekkjum
 • 15% afsláttur á umfelgun.

Dekkjahöllin rekur hjólbarðaverkstæði á tveimur stöðum í Reykjavík (Skeifan 5 & Skútuvogur 12), á Akureyri (Draupnisgata 5) og á Egilsstöðum (Þverklettar 1), frábær þjónusta á öllum stöðvunum.

Chelsea gegn Manchester United

Nú hefur verið staðfest að leikur Chelsea gegn Manchester United í fjórðu umferð Carabao Cup muni fara fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 30. október n.k og hefst hann kl. 20:05, leikurinn verður sýndur beint á SKY SPORTS og að sjálfsögðu verður hann í beinni útsendingu í Ölveri.

Nú hefur verið staðfest að leikur Chelsea gegn Manchester United í fjórðu umferð Carabao Cup muni fara fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 30. október n.k. Chelsea hefur ákveðið að fella leikinn undir Loyalty Points regluna og þurfa félagsmenn að ráða yfir 5 punktum til að vera gjaldgengir í forkaupsréttinum.

Forkaupsrétturinn er mjög skammur eða til kl. 10:00 mánudaginn 7. október n.k. Eingöngu er tekið við miðapöntunum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Sama verð í allar stúkur, þó eru sæti í Shed End ekki í boði, miðar nánast á hálfvirði.

Tilfærsla á leikjum í nóvember 2019

Þrír leikja Chelsea í Úrvalsdeildinni í nóvember 2019 hafa verið fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:
 • Watford vs Chelsea, fer fam á Vicarage Road laugardaginn 2. nóvember og hefst kl. 17:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Chelsea vs Crystal Palace, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 9. nóvember og hefst kl. 12:30, sýndur beint á BT Sport.
 • Manchester City vs Chelsea, fer fram á The Etihad Stadium laugardaginn 23. nóvember og hefst kl. 17:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Guðjón Sigurðsson fulltrúi Disabled Members á Fan's Forum

Í annað sinn hefur félagi í Chelsea klúbbnum á Íslandi orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera valinn til setu hjá Fans´ Forum hjá Chelsea Football Club. Guðjón Sigurðsson tók sæti í ráðinu fyrir hönd „Disabled members“ og sat sem slíkur sinn fyrsta fund í Fans´ Forum í síðustu viku og fór fundurinn fram, venju samkvæmt, á Stamford Bridge. Eins og fyrr segir er þetta í annað sinn sem einn af okkar félagsmönnum tekur sæti í Fans´Forum, formaður Chelsea klúbbsins, Karl H Hillers, átti sæti í ráðinu fyrir hönd „Overseas Supporters´ Branch“ (stuðningsmannaklúbbar Chelsea utan Bretlandseyja) á árunum 2014 – 2016.

Fans´ Forum, hvað er nú það?

Fans´ Forum er vettvangur hjá Chelsea Football Club hvar ýmsir stjórnendur hjá félaginu annars vegar og fulltrúar hinna ýmsa aðildarklúbba og hagsmunaðila félagsins hins vegar hittast og bera saman bækur sínar, fara yfir hvað betur mætti fara í samskiptum þessara aðila, bæði innbyrðis og ekki síður við önnur knattspyrnufélög og samtök er koma að knattspyrnumálum, bæði innan lands sem utan. Fundarmenn geta komið tillögum um hin ýmsu mál á framfæri beint við yfirstjórn félagsins á þessum vettvangi og þá um nánast allt sem Chelsea Football Club stendur fyrir, allt nema keppnislið félagsins.

Öryggismál eru jafnan ofarlega á baugi á fundum þessum, samskipti við fjölmiðla, aðstaðan á Stamford Bridge fyrir þá er sækja leiki félagsins þar og þá sérstaklega fyrir þá er teljast til „Disabled members“ og þá jafnvel einnig á erlendri grundu, veitingar á vellinum, bæði gæði þeirra, verðlag og fyrirkomulag veitingasölu, salernismál, miðaverð, samskipti/samvinna við önnur knattspyrnufélög, svartamarkaðsbrask með miða, samskipti við yfirvöld o.s.frv., o.s.frv.

Það ber mörg viðkvæm mál á góma á fundum ráðsins og er fundarmönnum gert að gæta fyllsta trúnaðar um málefni þau sem þar eru tekin fyrir hverju sinni.

Alla jafnan sitja 25 manns fundi í Fans´ Forum, 10 þeirra eru yfirmenn/stjórnendur hinna ýmsu sviða hjá félaginu, 15 eru fulltrúar hinna ýmsu stuðningsmannaklúbba félagsins og/eða hagsmunasamtaka gagnvart félaginu. Þessir 15 fulltrúar hafa rétt til setu í ráðinu í tvö ár í senn, eftir það verða að líða a.m.k. fjögur ár þar til viðkomandi getur tekið sæti þar að nýju. Fundir í Fans´ Forum eru haldnir a.m.k. þrisvar á hverju keppnistímabili og má hrósa forsvarsmönnum Chelsea Football Club fyrir hversu mikla áherslu þeir leggja á gott við samstarf félagsins við aðildarklúbba þess. Óþarfi að taka fram að fundirnir fara jafnan fram í glæsilegum salarkynnum á Stamford Bridge og veitingar á meðan og á eftir ekki til að kvarta undan.

10407307 10205343142284272 1453586319303101391 n

Guðjón Sigurðsson

Eins og fyrr segir situr Guðjón Sigurðsson í Fans´ Forum fyrir hönd „Disabled Members“ og það á heimsvísu næstu tvö árin. Stjórn Chelsea klúbbsins hefur samþykkt að styrkja Guðjón fjárhagslega vegna þessa en hver og einn hinna 15 fulltrúa verður að standa straum af kostnaði við setu í ráðinu sjálfir (þ.m.t. ferða- og gistikostnað) eða þau aðildarfélög/samtök sem þeir eru fulltrúar fyrir. 

Guðjón er vart þörf á að kynna, hann hefur í mörg ár verið í forsvari fyrir MND félagið á Íslandi sem og samtaka MND sjúklinga á alþjóðavettvangi. Og að sjálfsögðu er hann eitilharður fylgismaður Chelsea Football Club, blár inn að beini og félagi í Chelsea klúbbnum til margra ára.

Stjórn Chelsea klúbbsins óskar Guðjóni til hamingju með þann heiður og traust sem Chelsea Football Club hefur sýnt honum með skipan hans í Fans´ Forum, megi honum farnast vel þar á fundum.

1455871 10205343195485602 5853403175138563637 n

Hvaða nefndir eru til hjá Chelsea FC?

Til glöggvunar látum við fylgja hér með lista yfir þá er skipa Fans´ Forum hjá Chelsea Football Club, þ.e. fyrir hönd hverra þeir sitja fundi ráðsins:

 • Club Finance and Operations Director
 • CFC UK
 • Club Head of Communications and Public Affairs
 • 16-21’s
 • Club Chairman
 • Chelsea Supporters Trust
 • Home season ticket (“ST”) holder
 • Chelsea Supporters Club
 • Away ST holder
 • Club Director
 • Disabled
 • Over 65’s
 • Overseas supporters’ branch
 • UK branch
 • Hospitality
 • CFC Net
 • Club Marketing Manager
 • Club Head of Security
 • Forum Chairman
 • Chelsea Football Fancast
 • Club Head of Ticketing/ Head of Supporters’ Liaison
 • Member
 • Chelsea Supporters Group
 • Family stand
 • Club Head of Concessions
 • UK branch

image003 2