banner forsida600x150

Úthlutun úr Minningar- og styrktarsjóði Chelsea klúbbsins á Íslandi

Frá því að Chelsea klúbburinn á Íslandi var stofnaður í mars 1997 höfum við búið við þau forréttindi að félagsmenn, styrktaraðilar og aðrir velunnarar klúbbsins hafa lagt til styrki og framlög til að veita langveikum og krabbameinssjúkum börnum ásamt aðstandendum tækifæri að fara til Englands og upplifa ferð á Stamford Bridge með góðum ferðafélögum; sjá leik með Chelsea Football Club, hitta leikmenn liðsins og fara í skoðunarferðir um Stamford Bridge.

FA CUP - Chelsea vs Notts County eða Peterborough United

Chelsea mætir annað hvort Notts County eða Peterborough United í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar (FA Cup) og fer leikurinn fram á Stamford Bridge sunnudaginn 8. janúar 2017 og hefst hann kl. 15:00.

Það kemur í ljós þann 20. desember n.k. hvort liðanna, Notts County eða Peterborough United verður þeirrar ánægju aðnjótandi að heimsækja Stamford Bridge í janúar 2017.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn þann 8. janúar er mjög skammur en pantanir vegna kaupa á miðum á leikinn þurfa að berast formanni Chelsea klúbbsins í síðasta lagi sunnudaginn 11. desember n.k. á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Greiða þarf staðfestingar- & tryggingargjald fyrir sama tíma en verð á miðum á leikinn er mun lægra en á leiki Chelsea í Úrvalsdeildinni, staðfestingar- & tryggingargjaldið er því kr. 6.000.- hver miði.

Sæti í Shed Upper og Lower Stands eru ekki í boði á þennan leik.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Endurnýjun og eða nýskráning i Chelsea klúbbinn

Nú fer hver að verða síðastur til að endurnýja aðild sína eða skrá sig í Chelsea klúbbinn á Íslandi og Chelsea Football Club en frestur til að endurnýja / skrá sig rennur út þann 18. desember n.k. Eftir það taka hvorki Chelsea klúbburinn né Chelsea Football Club við endurnýjunum eða nýskráningum fyrr en vorið 2017.

Endurnýjun / nýskráning fer fram á heimasíðu klúbbsins, www.chelsea.is, smellið á Chelsea klúbburinn og því næst á Árgjald / Skráning á renningnum sem birtist ykkur þá og eftirleikurinn er barnaleikur einn.

ATHUGIÐ að greiða fyrst valið árgjald inn á reikning klúbbsins áður en þið klárið skráningarferlið, upplýsingar um bankareikning og kennitölu klúbbsins er að finna á sama stað á heimasíðunni.

Með kveðju,
Stjórnin.

P.S. Aðild að Chelsea klúbbnum er algjör forsenda fyrir fyrirgreiðslu stjórnar klúbbsins um miðakaup á leiki með Chelsea sem og kaupum á hótelpökkum tengdum leikjum Chelsea Football Club.

Hópferð á leik Chelsea v Swansea City

UPPSELT !

Hvað gerist á Stamford Bridge að þessu sinni? Núna eru það leikmenn Swansea City með Gylfa Þór Sigurðsson í fararbroddi sem mæta á svæðið í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður bara gaman enda Gaman Ferðir og Chelsea-klúbburinn á Íslandi saman í þessari veislu . Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð með Chelsea-klúbbnum á Íslandi.

Verð 
Ferðin kostar 99.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air til London Gatwick, 20 kg taska og 10 kg handfarangur, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, gisting á hóteli með morgunverði (Full English breakfast) í þrjár nætur í London, drykkur í Delta Lounge fyrir leik, þriggja rétta máltíð á Restaurant 55 á Stamford Bridge, leikskrá leiksins og miði á langhlið (West Stand), skoðunarferð um Stamford Bridge og passi í Chelsea Museum. Miðar á leikinn eru afhentir á hótelinu í London. 

Vetur konungur genginn í garð og allir á góðum dekkjum

Nú þegar að Vetur konungur er genginn í garð er rétt að vekja athygli ykkar sem fylla flokk bifreiðaeigenda á samstarfssamning Chelsea klúbbsins á Íslandi og Dekkjahallarinnar sem er umboðsaðili Yokohama á Íslandi.

Samningur þessi færir félagsmönnum í Chelsea klúbbnum afslátt á umfelgunum hjá Dekkjahöllinni (15%) sem og á verði Yokohama hjólbarða (22% frá listaverði), hvoru tveggja gegn framvísun gilds félagsskírteinis frá Chelsea klúbbnum.

Dekkjahöllin er með þjónustustöðvar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík (Skeifunni 5 og Skútuvogi 12).

Allir á YOKOHAMA!

Enn eru breytingar á leikdögum

Nokkrar breytingar hafa verið ákveðnar varðandi leiki Chelsea í Úrvalsdeildinni í desember og janúar og eru þær tilkomnar vegna beinna útsendinga frá leikjum í sjónvarpi. 
Eftirtaldir leikir Chelsea hafa verið færðir til vegna þessa:
Manchester City v Chelsea, fer fram laugardaginn 3. desember og hefst kl. 12:30, sýndur á SKY SPORTS.
Chelsea v West Bromwich Albion, fer fram sunnudaginn 11. desember og hefst kl. 12:00, sýndur á BT Sport.

Aðalfundur Chelsea klúbbsins laugardaginn 24. september

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2016 verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 24. september n.k. og hefst fundurinn kl. 14:30.

Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinn á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn. Veglegir vinningar að vanda!