banner forsida600x150

Loyalty Points reglan hjá Chelsea Football Club

Við fáum oft fyrirspurnir frá félagsmönnum um „Loyalty Points“ regluna hjá Chelsea Football Club, þ.e. hvernig félagar ávinna sér punkta, hve marga hverju sinni og hvenær þeirra er krafist er kemur að miðakaupum hjá Chelsea og hvað þarf þá marga punkta til.

Tilfærsla á leikjum vegna sjónvarpsútsendinga

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í ágúst og september verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og verða tveir leikjanna fluttir frá laugardegi til sunnudags og einn laugardagsleikur

Blues Dining pakkar 2017 - 2018

Okkur hefur nú borist verðskrá yfir “Blues Dining packages” frá Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club og látum hana fylgja hér á eftir á frummálinu!

Samfélagsskjöldurinn, forkaupsréttur á miðum

Hinn árlegi leikur Englandsmeistaranna og ensku bikarmeistaranna um samfélagsskjöldinn (Community Shield) fer fram á Wembley leikvanginum í London sunnudaginn 6. ágúst n.k. en þessi leikur markar upphaf nýs keppnistímabils í ensku knattspyrnunni ár hvert.

Endurnýjun vs Loyalty punktar

Nú eru aðeins fjórar vikur til stefnu ef þið ætlið að tryggja ykkur 5 Loyalty punkta hjá Chelsea Football Club fyrir það eitt að endurnýja félagsaðildina tímanlega, þeir sem ganga frá endurnýjun og greiðslu árgjalds fyrir hádegi föstudaginn 28. júlí n.k. öðlast punktana 5 sjálfkrafa!

Frumútgáfa af leikjaskrá 2017 – 2018

Ágætu meistarar!

Nú er hægt að sjá frumútgáfu af leikjaskrá Chelsea keppnistímabilið 2017 – 2018 inni á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið á Chelsea FC og svo á Allir leikir og úrslit.

Úrslit í Tippleik Chelsea.is 2016 – 2017

Úrslit í Tippleik Chelsea.is 2016 – 2017 voru kunngerð á félagsfundi í Ölveri sl. laugardag.

Það fór ekki framhjá Tipplingum að tæknilegir örðugleikar voru að stríða okkur í byrjun tímabilsins, allir fjórir leikir Chelsea í ágústmánuði voru í tómu tjóni hjá nokkrum Tipplingum og því miður tókst þeim aðila er sá um tæknimál Tippleiksins ekki að leysa vandamálið fyrir lok tímabilsins þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um.