banner forsida600x150

Límmiðar í boði fyrir þá allra hörðustu

Á aðalfundi Chelsea klúbbsins á Íslandi sem haldin var á Grand Hóteli í október bauðst félagsmönnum að næla sér í límmiða í bílinn sem merktur er Chelsea klúbbnum. Límmiðarnir hlutu góðan hljómgrunn en fyrirtækið MARKÓ MERKI á veg að vanda að þessum eigulegu límmiðum. Félagsmönnum og öllum stuðningsmönnum Chelsea á Íslandi býðst að panta þessa límmiða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Verð pr. miða er 1.000 kr. Tveir miðar 2.000 kr. og þrír miðar að eigin vali 2.500 kr. Allir fjórir á 3.000 kr.

limmidar

Leikir í desember

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í desember verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:
  1. Chelsea vs Newcastle United, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 2. desember og hefst kl. 12:30.
  2. West Ham United vs Chelsea, fer fram á London Stadium laugardaginn 9. desember og hefst kl. 12:30.
  3. Everton vs Chelsea, fer fram á Goodison Park laugardaginn 23. desember og hefst kl. 12:30.
  4. Þá verður leikur Huddersfield Town vs Chelsea er fram fer á John Smith´s Stadium þriðjudagskvöldið 12. desember einnig sýndur beint í sjónvarpi.
Engin breyting á leikdögum, eingöngu á leiktímum!

Tilboð vegna gistingar á Grand Hótel

Grand Hótel Reykjavík býður upp á sérstök kjör til félagsmanna varðandi gistingu á hótelinu í tengslum við aðalfundinn n.k. laugardag! Gistitilboð: Tveggja manna herbergi á kr. 18.900.- m/morgunverði (kr. 9.450.- á mann) – bókanir berist á johann @grand.is 

Minnum í leiðinni á aðalfund Chelsea klúbbsins á Íslandi 2017 sem verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 28. október kl. 14:30, fundarstjóri Ingvar J. Viktorsson. Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum

Fréttamolar - eitt og annað framundan

Deildabikar, fjórða umferð.

Chelsea mætir Everton í fjórðu umferð Deildabikarsins (Carabao Cup) og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge á tímabilinu 23. – 25.október. Færum ykkur fréttir um leikdag og leiktíma um leið og þær berast úr höfuðstöðvunum sem og upplýsingar um forkaupsrétt á miðum á þennan áhugaverða leik!

Meistaradeild, Deildabikar, forkaupsréttur o.fl.

Nú liggur fyrir hverjir andstæðingar Chelsea verða í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en Chelsea er í riðli C ásamt Atletico Madrid, Roma og Qarabag. Leikdagar hafa og verið ákveðnir og eru þeir sem hér segir:

Eitt og annað í upphafi leiktíðar 2017

Tippleikur Chelsea.is

Tippleikur Chelsea.is er hafinn að nýju, kostar ekkert að vera með, fjöldi vinninga í boði, bæði er verðlaunað fyrir hæsta skor í hverjum mánuði sem og þrjú efstu sætin í heildarskori.