banner forsida600x150

20 ára afmæli Chelsea klúbbsins á Íslandi

Chelsea klúbburinn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli í dag en klúbburinn var stofnaður í Ölveri þann 16. mars 1997 af u.þ.b. 40 áhugasömum fylgismönnum Chelsea Football Club hér á landi, félögum í klúbbnum hefur fjölgað jafnt og þétt nánast öll ár frá stofnárinu og eru á afmælinu 321 talsins.

Í tilefni afmælis Chelsea klúbbsins býður Orkan / Skeljungur handhöfum Chelsea Orkulykils / Orkukorts eða staðgreiðslukorts Skeljungs í hópi Chelsea félaga upp á 15 króna afslátt á líternum af eldsneyti í dag ef greitt er með Orkulykli / Orkukorti eða staðgreiðslukorti Skeljungs!

112 ára afmæli CFC og 20 ára afmæli Chelsea klúbbsins á Íslandi

Í dag, 10. mars 2017, eru 112 ár síðan okkar ástkæra félag, Chelsea Football Club, var stofnað og eru félaginu, eiganda þess sem og öllum velunnurum færðar hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Það er vel við hæfi að á þessum tímamótum trónir félagið þar sem það á best heima, á toppi ensku úrvalsdeildarinnar!

EN það er annað afmæli framundan, fimmtudaginn 16. mars n.k. verða liðin 20 ár frá stofnun Chelsea klúbbsins á Íslandi og lítill fugl hefur hvíslað að okkur að Orkan / Skeljungur h.f. muni gera sérstaklega vel við handhafa Chelsea Orkulykla á afmælisdaginn.

EF þú ert nú ekki þegar búinn að verða þér úti um Chelsea Orkulykil þá er um að gera að drífa í slíku, hvort sem þú ert félagi í Chelsea klúbbnum, velunnari klúbbsins eða bara áhugamaður um ódýrt eldsneyti og sláir ekki hendinni á móti óvæntum glaðningi af og til.

ÞÚ einfaldlega heimsækir heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is og smellir þar á vörumerki Orkunnar og þá er leiðin greið.

EF þú drífur í þessu strax í dag eða um helgina ætti þér að berast forkunnarfagur Chelsea Orkulykill fyrir næsta fimmtudag, aldrei að vita nema að heppnin verði svo þinn fylgifiskur.

ATHUGIÐ að það kostar ekkert að fá sendan Chelsea Orkulykil, þú getur einungis sparað þér fé með einum slíkum og ef til vill rekur svo einn og einn glaðning á þínar fjörur í framhaldinu.

Bestu kveður,
Stjórnin.

Hótelpakkar ekki í boði á leik Chelsea og Sunderland

Við fengum tilkynningu um það í morgun frá The Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club að það yrðu engir hótelpakkar með gistingu í boði á leik Chelsea vs Sunderland þann 21. maí n.k. Ástæðan er sú að hótelið er yfirbókað vegna stórrar ráðstefnu sem fram fer á sama stað þessa helgi. Hótelið getur hins vegar boðið upp á “Matchday Hospitality packages” á leikinn og eru þá miðar innifaldir.

Vegna endurnýjana og nýskráninga

Nú hefur Chelsea Football Club lokað á endurnýjanir og nýskráningar vegna yfirstandandi keppnistímabils, búast má við að opnað verði að nýju í fyrsta lagi um miðjan apríl og gilda þá endurnýjanir og nýskráningar sem berast eftir það fyrir keppnistímabilið 2017 - 2018.

Tilfærsla á leikjum Chelsea í mars

Tveir af leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni í mars hafa nú verið færðir til vegna útsendinga í sjónvarpi.Leikur West Ham United vs Chelsea hefur verið færður til mánudagskvöldsins 6. mars, hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á SKY SPORTS. Leikur Chelsea vs Watford hefur verið færður til mánudagskvöldsins 13. mars, hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á SKY SPORTS.

ATHUGIÐ að leikur Chelsea gegn Watford kann að vera færður enn frekar til, fer það eftir gengi liðanna í ensku bikarkeppninni, ættu upplýsingar þar um að liggja fyrir í síðasta lagi 20. febrúar n.k.

Endurnýjun og nýskráning - framlenging

Chelsea Football Club hefur ákveðið, í ljósi þess að félagið tekur ekki þátt á Evrópukeppnum á yfirstandandi keppnistímabili, að framlengja tímamörk endurnýjana og nýskráninga hjá stuðningsmannaklúbbum félagsins.Ný lokadagsetning fyrir endurnýjanir og nýskráningar hefur verið ákveðin og er hún 2. febrúar 2017.

Eftir það taka hvorki Chelsea klúbburinn né Chelsea Football Club við endurnýjunum eða nýskráningum vegna keppnistímabilsins 2016 – 2017. Endurnýjun / Nýskráning fer fram á heimasíðu klúbbsins, www.chelsea.is, smellið á Chelsea klúbburinn og því næst á Árgjald / Skráning á renningnum sem birtist ykkur þá og eftirleikurinn er barnaleikur einn. 

Tveir leikja Chelsea í febrúar 2017 hafa verið færðir til

Tveir leikja Chelsea í febrúar 2017 hafa verið færðir til vegna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru leikirnir þessir:

  • Chelsea vs Arsenal, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 4. febrúar og hefst kl. 12:30, sýndur beint á SKY SPORT.
  • Burnley vs Chelsea, fer fram á Turf Moor sunnudaginn 12. febrúar og hefst kl. 13:30, sýndur beint á SKY SPORT.
Aðrir leikir Chelsea liðsins í febrúar 2017 verða samkvæmt upprunalegri áætlun sem þýðir að leikur Chelsea vs Swansea City fer fram laugardaginn 25. febrúar og hefst kl. 15:00.