banner forsida600x150

Meistaradeild, 16 liða úrslit

Eins og ykkur er væntanlega flestum ljóst dróst Chelsea gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og hafa leikdagar nú verið ákveðnir en liðin leika heima og að heiman og það lið sem hefur betur samanlagt úr þeim tveimur viðureignum tryggir sér þátttöku í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri viðureign liðanna fer fram á Stamford Bridge þriðjudagskvöldið 20. febrúar 2018 en seinni viðureignin á Nou Camp í Barcelona miðvikudagskvöldið 14. mars 2018.

Það er ljóst að eftirspurn eftir miðum á þessa leiki verður gríðarleg, reyndar svo mikil að það er nánast öruggt að við munum ekki fá alla þá miða sem við komum til með að óska eftir, Chelsea mun að öllum líkindum fella leikinn á Stamford Bridge undir Loyalty Points kerfið og má reikna með að krafist verði minnst 10 punkta inneignar til að eiga möguleika á miða í forkaupsrétti okkar. Og EKKI er víst að það dugi til ef leikurinn verður „oversubscribed“, þ.e. eftirspurn verði meiri en framboð af miðum til þeirra er annars uppfylla bæði skilyrði um forkaupsrétt og punktafjölda!

Fari svo mun Chelsea úthluta stuðningsmannaklúbbunum miðum hlutfallslega miðað við framboð og eftirspurn en allt þetta á eftir að koma í ljós er nær dregur.
Það er því rétt að ganga úr skugga um hvort möguleiki á miða er raunhæfur áður en farið er í að kaupa flug og gistingu vegna leiksins til að fyrirbyggja einhver „slys og vonbrigði“. 

Við bíðum hins vegar átekta eftir að heyra frá höfuðstöðvunum um fyrirkomulag vegna miðapantana á leikinn á Stamford Bridge og þá ekki síður á Nou Camp.

EF þið eruð í einhverri óvissu um punktafjölda ykkar getið þið sent okkur fyrirspurn um hann á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Beinar útsendingar frá FA Cup

Leikur Norwich City og Chelsea í þriðju umferð FA Cup fer fram á Carrow Road í Norwich laugardaginn 6. janúar 2018 og hefst hann kl. 17:30. Leikurinn verður sýndur beint á BT Sport 1. Lykti leiknum með jafntefli munu liðin leika til þrautar á Stamford Bridge þriðjudagskvöldið 16. janúar 2018. Annars eru beinar sjónvarpsútsendingar frá þriðju umferð ensku bikarkeppninnar sem hér segir:

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi var haldinn þann 28. október 2017.

Að venju var fundurinn haldinn á Grand Hótel Reykjavík og var ágætlega sóttur. Á dagskrá voru bæði lögbundin og hefðbundin fundarstörf ásamt árlegu happdrætti klúbbsins sem var veglegt að vanda. Kosið var sérstaklega til formanns og gaf Karl H. Hillers kost á sér til áframhaldandi formannsstarfa. Hlaut hann einróma kosningu og uppskar lófaklapp fundargesta.

Tilfærsla á leikjum í desember

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í desember verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Chelsea vs Newcastle United, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 2. desember og hefst kl. 12:30.
  • West Ham United vs Chelsea, fer fram á London Stadium laugardaginn 9. desember og hefst kl. 12:30.
  • Everton vs Chelsea, fer fram á Goodison Park laugardaginn 23. desember og hefst kl. 12:30.
  • Þá verður leikur Huddersfield Town vs Chelsea er fram fer á John Smith´s Stadium þriðjudagskvöldið 12. desember einnig sýndur beint í sjónvarpi.
Engin breyting á leikdögum, eingöngu á leiktímum!

Chelsea og Bournemouth

Chelsea og Bournemouth eigast við í fimmtu umferð Deildabikarsins og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 20. desember n.k. og hefst hann kl. 19:45.

Leikið verður til þrautar, þ.e. ef staðan er jöfn að loknum venjulegum leiktíma verður leikurinn framlengdur og verði staðan enn jöfn að lokinni framlengingu verður gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 12:00 mánudaginn 6. nóvember n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Athugið að reglan „One ticket per member“ gildir um forkaupsréttinn, sama miðaverð í allar stúkur, miðar nánast á hálfvirði!

Miðakaup - Qarabag og Chelsea

Qarabag og Chelsea eigast við í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og fer leikur liðanna fram á Azersun Arena, Tofig Bahramov Stadium í Baku miðvikudagskvöldið 22. nóvember n.k.
Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 12:00 miðvikudaginn 1. nóvember n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Athugið að reglan „One ticket per member“ gildir hér eins og ávallt í forkaupsrétti okkar, óheimilt er að framselja miða til annarra!