banner forsida600x150

Jóla- og nýárskveðja

Chelsea klúbburinn á Íslandi óskar öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Mikið ofsalega er gaman að vera til og vera blá :)
KTBFFH
Chelsea klúbburinn á Íslandi

1214 CFC CHRISTMAS

Carabao Cup, Chelsea vs Tottenham Hotspur, miðapantanir

Chelsea og Tottenham Hotspur  eigast við í undanúrslitum Deildabikarsins (Carabao Cup) á Stamford Bridge 22. eða 23. janúar n.k., endanlegur leikdagur hefur enn ekki verið ákveðinn!

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 20:00 sunnudaginn 23. desember.

ATH. Chelsea hefur ákveðið að fella þennan leik undir „Loyalty Points“ regluna og þurfa félagsmenn að ráða yfir 10 slíkum punktum til að vera gjaldgengir varðandi miðapöntun í forkaupsrétti okkar.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Evrópudeildin, forkaupsréttur á miðum

Chelsea mætir Malmö FF í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu og fer seinni leikur liðanna fram á Stamford Bridge fimmtudagskvöldið 21. febrúar n.k.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er til og með nýársdags, 1. janúar 2019, tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Því miður fær Chelsea það fáa miða á fyrri leik liðanna er fram fer í Malmö fimmtudagskvöldið 14. febrúar að ekki verður um neinn forkaupsrétt að ræða hvað varðar miðakaup á þann leik.

Tilfærsla á leikjum í febrúar 2019 vegna sjónvarpsútsendinga

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í febrúar 2019 verða fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Manchester City vs Chelsea, fer fam á Etihad Stadium sunnudaginn 10. febrúar og hefst kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Chelsea vs Brighton & Hove Albion, fer fam á Stamford Bridge sunnudaginn 24. febrúar og hefst kl. 12:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Chelsea vs Tottenham Hotspur, fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 27. febrúar og hefst kl. 20:00, sýndur beint á BT SPORT.

 

Uppboð á Chelsea bolta og Chelsea treyju

Nú bjóðum við ykkur að gera tilboð í Chelsea bolta og Chelsea treyju frá keppnistímabilinu 2015 – 2016, hvoru tveggja áritað af leikmönnum Chelsea það tímabil. Tilboð skal senda stjórn Chelsea klúbbsins á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 21:00 þann 15. desember n.k.

Athugið að boltinn og treyjan seljast í sitt hvoru lagi og þarf því að taka fram í tilboði í hvorn gripinn er verið að bjóða.

Upplagt í jólapakkann eða er ekki svo?

Ágóði af uppboðinu rennur óskiptur í Minningar- & Styrktarsjóð Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Stefnt er á að birta nýjustu tölur reglulega hér á heimasíðunni fram að lokafresti.

Þess ber að geta að stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum telji hún þau ekki ásættanleg.

UPPBOÐI LOKIÐ, bestu þakkir til þeirra er tóku þátt.

Chelsea og Bournemouth - Carabao Cup 17. des.

Chelsea og Bournemouth  eigast við í fimmtu umferð Deildabikarsins (Carabao Cup) á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 17. desember n.k.Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 12:00 föstudaginn 9. nóvember. Miðaverði er stillt í hóf og eru miðarnir nánast á hálfvirði, sama verð í allar stúkur sem í boði eru.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2018 verður haldinn í Hvammi á Grand 4. nóv. kl. 14:30.

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2018 verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 4. nóvember n.k. og hefst fundurinn kl. 14:30.

Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn. Veglegir vinningar að vanda!


Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Chelsea gegn Crystal Palace í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá Stamford Bridge en leikur liðanna hefst kl. 16:00. Og að sjálfsögðu mætir Willum Þór á staðinn og spáir og spekúlerar í leikinn og gengi Chelsea ásamt fundargestum.

Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea klúbbsins á staðnum og til  að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 1. nóvember n.k.

Athugið að eingöngu þeir sem greitt hafa árgjald til klúbbsins vegna yfirstandandi starfsárs er heimil þátttaka í fundinum.