banner forsida600x150

Leikir í mars 2018

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í mars verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Manchester City vs Chelsea, fer fram á Etihad Stadium sunnudaginn 4. mars og hefst kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Chelsea vs Crystal Palace, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn  10. mars og hefst kl. 17:30, sýndur beint á BT SPORT.
  • Burnley vs Chelsea, fer fram á Turf Moor laugardaginn 17. mars og hefst kl. 12:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Ef Chelsea tekur þátt í sjöttu umferð FA Cup verður leik liðanna frestað um óákveðinn tíma!

  • Leikur Chelsea vs Tottenham Hotspur sem fyrirhugaður var á Stamford Bridge laugardaginn 31. mars hefur nú verið færður til sunnudagsins 1. apríl og á að hefjast kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORTS.

Mögulega verður leikurinn færður aftur til laugardagsins 31. mars kl. 12:30, þ.e. ef annað hvort liðanna verði enn með í Meistaradeildinni og á leik þriðjudagskvöldið eftir.

Enska bikarkeppnin

Chelsea mætir Hull City á Stamford Bridge í fimmtu umferð keppninnar og fer leikur liðanna fram föstudagskvöldið 16. febrúar n.k., hefst hann kl. 20:00 og verður sýndur beint á BT SPORT.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn er mjög skammur eða til kl. 10:00 föstudaginn 2. febrúar.

Miðapantanir berist formanni klúbbsins á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , miðar nánast á hálfvirði og 5 Loyalty punktar í boði.

Chelsea vs Norwich City 17. janúar

Þar sem leik Norwich City og Chelsea í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup, lauk með jafntefli á Carrow Road í Norwich þurfa liðin að eigast við að nýju og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 17. janúar n.k. og hefst hann kl. 19:45. Leikið verður til þrautar að þessu sinni, framlenging og vítakeppni ef með þarf! 

Forkaupsrétti okkar er lokið en mögulega verða miðar til sölu á heimasíðu Chelsea á næstu dögum.

Leikurinn verður sýndur beint á BBC One.

Miðar nánast á hálfvirði og leikurinn gefur 5 stig í Loyalty punktakerfinu!

Carabao Cup - Arsenal : Chelsea

Arsenal og Chelsea eigast við í undanúrslitum Deildabikarsins og fer seinni leikur liðanna fram á The Emirates miðvikudagskvöldið 24. janúar 2018 og hefst hann kl. 20:00.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 15:00 mánudaginn 8. janúar n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ATHUGIÐ að Chelsea hefur ákveðið að beita Loyalty Points reglunni varðandi miðakaup á þennan leik og þarf 10 punkta hið minnsta til að eiga möguleika á miðakaupum í forkaupsrétti okkar. Þá má og búast við að eftirspurn verði meiri en framboð og komi til þess mun Chelsea einnig beita svokallaðri hlutfallsreglu!a

Leikir í febrúar

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í febrúar verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Watford vs Chelsea, fer fram á Vicarage Road mánudagskvöldið 5. febrúar og hefst kl. 20:00.

Taki annað hvort liðanna eða bæði þátt í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar færist leikur liðanna til sunnudagsins 4. febrúar og hefst þá kl. 12:00.

  • Chelsea vs West Bromwich Albion, fer fram á Stamford Bridge mánudagskvöldið 12. febrúar og hefst kl. 20:00.
  • Manchester United vs Chelsea, fer fram á Old Trafford sunnudaginn 25. febrúar og hefst kl. 14:05.

Ef Chelsea tekur þátt í úrslitaleik deildabikarsins þessa sömu helgi verður leik liðanna frestað um óákveðinn tíma!

Allir leikirnir verða sýndir á SKY SPORTS.

Carabao Cup - Chelsea vs Arsenal

Chelsea og Arsenal eigast við í undanúrslitum Deildabikarsins og fer fyrri leikur liðanna fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 10. janúar 2018 og hefst hann kl. 20:00.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 10:00 þriðjudaginn 26. desember n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ATHUGIÐ að Chelsea hefur ákveðið að beita Loyalty Points reglunni varðandi miðakaup á þennan leik og þarf 10 punkta hið minnsta til að eiga möguleika á miðakaupum í forkaupsrétti okkar.

Janúar 2018 - tilfærslur á leikjum

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í janúar verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Arsenal vs Chelsea, fer fram á The Emirates Stadium miðvikudagskvöldið 3. janúar og hefst kl. 19:45.
  • Brighton & Hove Albion vs Chelsea, fer fram á The Amex Stadium laugardaginn 20. janúar og hefst kl. 12:30.

Báðir leikirnir verða sýndir á SKY SPORTS.