banner forsida600x150

Leikmaður ársins 2018 - 2019, úrslit

Úrslit í kjöri félaga í Chelsea klúbbnum á Íslandi á leikmanni keppnistímabilsins 2018 – 2019 hjá Chelsea liggja nú fyrir.

Alls greiddu 53 félagsmenn atkvæði í kjörinu og féllu atkvæði sem hér greinir:

 • Eden Hazard 31 atkvæði
 • N´Golo Kanté 10 atkvæði
 • Cesar Azpiliqueta 5 atkvæði
 • Willian 3 atkvæði
 • David Luiz 2 atkvæði
 • Callum Hudson-Odoi 1 atkvæði
 • Pedro 1 atkvæði


Úrslitin eru ótvíræð, Eden Hazard er leikmaður tímabilsins og er hann vel að útnefningunni kominn.

Þá er bara spurning um hvaða leikmaður hefur orðið fyrir valinu hjá öðrum stuðningsmannaklúbbum Chelsea en heildarkosningin er sameiginleg með öllum viðurkenndum stuðningsmannaklúbbum Chelsea og verða tveir fulltrúar einhvers þeirra klúbba er taka þátt svo dregnir út að lokinni kosningu og fá þeir tækifæri til að afhenda leikmanni ársins viðurkenningu vegna kjörsins fyrir leik Chelsea vs Burnley mánudagskvöldið 22. apríl n.k.

Einar Örn Birgisson var dreginn út af þeim sem tóku þátt og óskum við honum til hamingju.

Tilfærsla á leikjum Chelsea í apríl 2019 vegna sjónvarpsútsendinga

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í apríl 2019 verða fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

Chelsea vs West Ham United, fer fam á Stamford Bridge mánudaginn 8. apríl og hefst kl. 19:00, sýndur beint á SKY SPORTS.

Liverpool vs Chelsea, fer fram á Anfield sunnudaginn 14. apríl og hefst kl. 15:30, sýndur beint á SKY SPORTS. Þessi leikur kann að vera færður til laugardagsins 13. apríl vegna þátttöku Liverpool í Meistaradeildinni.

Chelsea vs Burnley, fer fram á Stamford Bridge mánudaginn 22. apríl og hefst kl. 19:00, sýndur beint á SKY SPORTS.

Manchester United vs Chelsea, fer fram á Old Trafford sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 15:30, sýndur beint á SKY SPORTS. Þessi leikur kann að vera færður til laugardagsins 27. apríl vegna þátttöku Manchester United í Meistaradeildinni.

Evrópudeildin, forkaupsréttur á miðum

Chelsea mætir Dynamo Kiev í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu og fer fyrri leikur liðanna fram á Stamford Bridge fimmtudagskvöldið 7. mars n.k.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 20:00 sunnudaginn 24. febrúar n.k., tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kjör á leikmanni tímabilsins 2018 - 2019

Nú er komið að kosningu á leikmanni ársins hjá Chelsea Football Club vegna yfirstandandi keppnistímabils.Kosningin er sameiginleg með öllum viðurkenndum stuðningsmannaklúbbum Chelsea og verða tveir fulltrúar einhvers þeirra klúbba er taka þátt svo dregnir út að lokinni kosningu og fá þeir tækifæri til að afhenda leikmanni ársins viðurkenningu vegna kjörsins fyrir leik Chelsea vs Burnley sem fyrirhugaður er á Stamford Bridge laugardaginn 20. apríl n.k.

Atkvæðaseðil vegna kjörsins má ná í hér.

Svo er bara að drífa í að kjósa og senda okkur atkvæði ykkar fyrir kl. 17:00 föstudaginn 8. mars á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Þess má geta að einn heppinn þátttakandi fær glaðning frá Chelsea klúbbnum.

Tilfærslur á leikjum Chelsea í mars 2019 vegna sjónvarpsútsendinga

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í mars 2019 verða fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

 • Fulham vs Chelsea, fer fam á Craven Cottage sunnudaginn 3. mars og hefst kl. 14:05, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Chelsea vs Wolverhampton Wanderes, fer fam á Stamford Bridge sunnudaginn 10. mars og hefst kl. 14:05, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Everton vs Chelsea, fer fram á Goodison Park sunnudaginn 17. mars og hefst kl. 16:30, sýndur beint á SKY SPORTS. Þessi leikur kann að vera færður til vegna þátttöku Chelsea í FA Cup.
 • Cardiff City vs Chelsea, fer fram á Cardiff City Stadium sunnudaginn 31. mars og hefst kl. 14:05, sýndur beint á SKY SPORTS.

FA Cup, fimmta umferð, miðapantanir

Chelsea mætir Manchester United í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar og mun leikurinn fara fram á Stamford Bridge mánudagskvöldið  18. febrúar n.k. og hefst hann kl. 19:30.
Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 12:00 næstkomandi mánudag, 4. febrúar, tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Leikur þessi fellur undir Loyalty Points regluna og þurfa viðkomandi að ráða yfir 10 punktum hið minnsta til að vera gjaldgengir varðandi forkaupsréttinn.
Athugið að sæti í Shed End Stand eru ekki í boði á þessum leik en annars gildir sama verð í allar aðrar stúkur, miðarnir nánast á hálfvirðiTilfærslur á leikjum í febrúar 2019

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í febrúar 2019 verða fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

 • Manchester City vs Chelsea, fer fam á Etihad Stadium sunnudaginn 10. febrúar og hefst kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Chelsea vs Brighton & Hove Albion, fer fam á Stamford Bridge sunnudaginn 24. febrúar og hefst kl. 12:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Chelsea vs Tottenham Hotspur, fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 27. febrúar og hefst kl. 20:00, sýndur beint á BT SPORT.