banner forsida600x150

Endurnýjun lauk 11. des.

Endurnýjun í klúbbinn lauk frá og með fimmtudeginum 11. desember. Sama gilti um nýskráningar í klúbbinn, ekki verður tekið við nýskráningum vegna þessa keppnistímabils frá og með sama tíma!

Ekki verður að vænta fyrirgreiðslu af hálfu stjórnar Chelsea klúbbsins vegna miðakaupa á leiki með Chelsea það sem eftir er keppnistímabilsins til þeirra er ekki endurnýja eða nýskrá og greiða valið árgjald fyrir 11. desember, gildir þetta einnig um pantanir á hótelpökkum í tengslum við leiki Chelsea á Stamford Bridge.

Bestu kveðjur, Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Pub Quiz í Ölveri 25. nóvember

Viðburði er lokið - Chelsea Pub Quiz í Ölveri á þriðjudaginn kemur, 25. nóvember kl. 18:00. Öllum heimil þátttaka en miðað er við að hvert lið skipi einn eða tveir þátttakendur.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, einnig verðlaun samkvæmt slembiúrtaki, burtséð frá árangri, og auðvitað skammar.

Að loknu Quizinu fylgjumst við svo með leik Schalke 04 og Chelsea í Meistaradeildinni en leikurinn hefst kl. 19:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í stóra salnum í Ölveri. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér skriffæri.

Með Quiz kveðju
Stjórnin – IBIS bræður – Skemmtinefnd

Ódýrara eldsneyti fyrir meðlimi Chelsea klúbbsins

undirritunÞann 12. nóvember undirrituðu fulltrúar Chelsea klúbbsins á Íslandi og Skeljungs h.f./Orkunnar samning um áframhald samtarfs þessara aðila til næstu þriggja ára með sjálfkrafa framlengingu um eitt ár segi ekki annar hvor aðilinn eða báðir samningnum upp á samningstímabilinu.

Það er morgunljóst að Skeljungur h.f./Orkan býður ávallt upp á hagstæðasta verð á eldsneyti hér á landi, það er því okkur fagnaðarefni að framlengja samstarfið við Skeljung h.f./Orkuna, félagsmönnum í Chelsea klúbbnum sem og klúbbnum sjálfum og vildarmönnum hans til hagsbóta.

Samningurinn er á sömu nótum og sá fyrri en helstu ákvæði hans er að finna hér að neðan.

Af þessu tilefni þessa býður Skeljungur h.f./Orkan handhöfum Chelsea Orkulykla upp á sérstaka Chelsea ofurhelgi næstkomandi laugardag og sunnudag sé greitt fyrir eldsneyti með Chelsea Orkulykli. Svo er bara að fylla á tankinn á laugardagsmorgun, vera dugleg á helgarrúntinum og fylla svo aftur á fyrir lok sunnudagsins.

 

Ódýrara eldsneyti fyrir meðlimi Chelsea klúbbsins, vini þeirra, vandamenn og velunnara Chelsea Football Club!
Chelsea klúbburinn á Íslandi og Orkulykillinn hafa skrifað undir samstarfssamning. Meðlimir klúbbsins, vinir þeirra og vandamenn fá eftirfarandi kjör.

Orkulykillinn veitir afslátt af eldsneyti og bílatengdum vörum á 67 bensínstöðvum hjá Orkunni og Shell
• 10 kr. afsláttur í 6 fyrstu áfyllingarnar á hvern lítra
• 5 kr. afsláttur á dælu hjá Shell á hvern lítra
• 5 kr afsláttur á dælu hjá Orkunni á hvern lítra
• 10 kr. afsláttur á dælu hjá Orkunni á sérstökum Ofurdögum, (12 sinnum á ári) á hvern lítra
• 15 kr afsláttur af dælu, hvort sem er hjá Shell eða Orkunni á afmælisdaginn á hvern lítra
• 15-20% afslátt af ýmsum bílatengdum vörum og þjónustu hjá Shell, Skeljungi og samstarfsaðilum (sjá nánar á vef Orkunar www.orkan.is).
• Þín stöð: 2 kr. aukaafsláttur á hvern lítra.
• Þrepakerfi því meiri kaup því meiri afsláttur o.fl., o.fl.

Allur afsláttur er í krónum en ekki skilyrtum punktum.

Sæktu um á www.orkan.is og skrifaðu „Chelsea“ í reitinn „hópur“ og þú færð sendan sérstakan Orkulykil merktan Chelsea klúbbnum.

Þú getur einnig sótt um á www.Chelsea.is, smellir bara á vörumerki Orkunnar á forsíðu!

Og síðast en ekki síst, þau ykkar sem hafa yfir Orkulykli að ráða sem ekki er tengdur Chelsea klúbbnum, en hafið áhuga á að styðja við bakið á okkur, getið fengið lykilinn tengdan klúbbnum með einu símtali í símanúmer 578 8800, biðjið einfaldlega þjónustufulltrúann sem verður fyrir svörum að tengja ykkur við Chelsea klúbbinn, svo einfalt er það nú.

Og þið fáið þetta líka gríðarlega fallega Chelsea merki sent til að líma á Orkulykilinn ykkar!

Sama gildir um vini og vandamenn sem hafa áhuga.

Með meistarakveðju,
Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

 
 

Andreas Christensen

Cristiansen

Andreas Christensen, danska ungstirnið hjá Chelsea, er staddur hér á landi um þessar mundir með U-21 landsliði Danmerkur en Ísland og Danmörk eigast við í dag í seinni umspilsleik þjóðanna um laust sæti í úrslitakeppni EM U-21 sem fer fram í Tékklandi næsta sumar.


Formaður Chelsea klúbbsins heilsaði upp á “landa” sinn í gær og færði leikmanninum smáglaðning frá Chelsea klúbbnum í tilefni af dvöl hans hér á landi.

Christensen varð vægast sagt mjög undrandi á að honum væri sýndur slíkur sómi en jafnframt ánægður og bað fyrir bestu kveðjur og þakklæti til félaga í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

Svo er það bara spurning hvort Christensen verði jafn “Lost in Iceland” og Niðurlendingarnir sem voru niðurlægðir í Laugardalnum í gærkvöld!

Heilsað upp á Hollendinga

Hiddink
Hollenska landsliðið í knattspyrnu lenti á Fróni í dag og kemur til með að eiga við það íslenska í mikilvægum leik annað kvöld.

Af því tilefni var fulltrúi íslenska Chelsea klúbbsins mættur til þess að taka á móti þeim Hollendingum sem eiga þátt í sögu Chelsea Football Club. 

Var þeim Arjen Robben, Jeffrey Bruma og Guus Hiddink færður þakklætisvottur fyrir þeirra framlag til okkar ástkæra félags. Greinilegt var að gerningurinn kom þeim nokkuð á óvart og höfðu þeir gaman af, þá sér í lagi Hiddink sem augljóslega þótti mikið til koma. 

Þá báðu þeir allir fyrir góðum kveðjum til stuðningsmanna Chelsea á Íslandi.

 

 

Bruma Robben

Endurnýjanir og nýskráningar

Vegna endurnýjunar / nýskráningar í Chelsea klúbbinn á Íslandi er nóg að greiða valið árgjald inn á bankareikning Chelsea klúbbsins og gæta þess vel að láta kennitölu koma fram sem greiðandi.

Þegar viðkomandi hefur greitt valið árgjald inn á reikninginn verður haft samband við hann fljótlega af stjórnarmanni og skráningarferlið klárað.

Fullorðnir (þeir sem hafa náð 18 ára aldri fyrir 1. ágúst s.l.) geta valið úr tvenns konar árgjöldum,

  • True Blue Ticket Only (TBTO) á kr. 6.000.
  • True Blue Magazine (TBM) á kr. 13.000.

Báðir flokkarnir bjóða upp á forkaupsrétt á miðum á leiki með Chelsea Football Club, bæði á heimavelli sem að heiman. Undantekning er þó úrslitaleikir í ensku bikarkeppnum og úrslita leikir í Evrópumótunum.

Árgjald í flokki barna & unglinga, True Blue Junior (TBJ) er kr. 4.500.-

TBTO = Eingöngu kaupréttur á miðum.

TBM = Áskrift að Chelsea Magazine innifalin, kaupréttur á miðum.

TBJ = 12 ára og yngri fá Bridge Kids sent ársfjórðungslega, 13-16 ára fá Chelsea Magazine sent mánaðarlega, allir fá gjafapakka (sendir út í október), fréttabréf í tölvupósti og afmæliskveðju).

Reikningsnúmer klúbbsins er 0133-15-200166, kennitala 690802-3840.

Nánari upplýsingar eu veittar í síma 864 6205.

Lesendur Chelsea.is hafa skiptar skoðanir á ,,síðasta púslinu".

1410626211309 wps 36 Chelsea s Loic Remy left Loic Remy var síðasta útspil Mourinho í félagaskiptaglugganum sem lokaði um síðustu mánaðarmót. Frakkinn knái, sem stundum hefur verið líkt við landa sinn Thierry Henry, kemur þó væntanlega til með að leika aukahlutverk á tímabilinu. Það verða aðrir í aðalhlutverki ef marka má upphaf tímabilisins.

Þetta styður a.m.k. netkosning sem gerð var hér á síðunni. Þar töldu rúmlega helmingur netverja að Remy væri annað hvort lakari kostur en Fernando Torres (41%) eða fengi lítið sem ekkert að spila (14%). Hinn helmingur netverja var jákvæðari í garð Remy og taldi hluti þeirra hann fullkomna liðið (10%). Það má þó ekki skilja sem svo að kauði sé eitthvað fullkominn heldur frekar að koma hans til Chelsea fullkomni framlínu liðsins - sem þá samanstendur af Costa, Drogba og Remy. Að lokum töldu þó nokkrir Remy vera vænlegri kost en Torres. (34%).

Breytingarnar á framlínu liðsins virðast vera að bera árangur ef marka má tölfræði yfir framherja liðsins. Það tók Torres 14 leiki að komast á blað hjá Chelsea. Til samanburðar má benda á að Costa skoraði í sínum fyrsta leik og hefur nú skorað 7 mörk í fjórum leikjum. Það tók Torres 57 leiki að setja 7 mörk. Loic Remy skoraði 14 mörk fyrir Newcastle í fyrra og hefur í gegnum tíðina verið með markahlutfall í kringum 0,5 mark í leik. Þá er það mikið ánægjuefni að Remy komst fljótt á blað fyrir okkur - skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik fyrir Chelsea. Eru framherjavandamálin úr sögunni? Eigum við ekki bara að leggja níunni?   

Screen Shot 2014-09-16 at 13.07.22