banner forsida600x150

Heppinn handhafi Orku lykilsins

Í tilefni aðalfundar Chelsea klúbbsins þann 26. september sl. hefur Orkan dregið út nafn eins heppins handhafa Chelsea Orkulykils eða Chelsea staðgreiðslukorts Skeljungs er hafði virkjað og notað lykilinn/kortið fyrir mánaðarmótin september/október.

Nafn hins heppna er Þórarinn Dúi Gunnarsson og fær hann inneignarkort upp á 15.000.- krónur sent frá Orkunni/Skeljungi á næstu dögum.

Við óskum Þórarni til hamingju með vinninginn og þökkum Orkunni/Skeljungi kærlega fyrir þeirra framlag, jafnframt vekjum við athygli á afsláttardegi Orkunnar/Skeljungs í dag.

Allir út að aka og fylla svo á tankinn!

Tippleikurinn í fullum gangi

Það kostar ekkert að taka þátt í þessum bráðskemmtilega leik, allir geta tekið þátt en vert er að benda á að eingöngu félagar í Chelsea klúbbnum geta unnið til verðlauna í leiknum.

Það má með sanni segja að það sé aldrei of seint að hefja þátttöku í Tippleik Chelsea.is, það gerir hið nýja fyrirkomulag, þ.e.a.s. stigahæstu þátttakendur í hverjum mánuði úr röðum félagsmanna eru verðlaunaðir og svo bíða aðalverðlaunin þeirra getspökustu í vor að loknu keppnistímabilinu. Og þau verða vegleg að vanda!

Upp með tippið, allir að vera með

Aðalfundur og uppboð á bolta

Eins og fram kemur í fundarboði aðalfundar Chelsea klúbbsins verður á fundinum haldið uppboð á Chelsea fótbolta, árituðum af Englands- & Deildabikarmeisturum Chelsea Football Club. 

unnamedÞar sem okkur hafa borist áskoranir um að þeir sem ekki eiga heimangengt á aðalfundinn fái tækifæri til að bjóða í boltann höfum við ákveðið að félagsmenn geti sent inn tilboð í gripinn á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  til kl. 20:00 föstudaginn 25. september n.k.

Hæsta tilboðið sem berst á ofangreint netfang fyrir þann tíma verður svo byrjunarupphæðin á sjálfu uppboðinu á aðalfundinum á laugardag!

Meistarakveðja, 
Stjórnin.

P.S. Minnum á að tilkynningar um mætingu á fundinn þurfa að berast okkur á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  í síðasta lagi n.k. fimmtudag.

Yokohama á Íslandi í samstarfi við Chelsea klúbbinn

Það er stjórn Chelsea klúbbsins sönn ánægja að tilkynna ykkur að í dag var undirritaður samstarfssamningur á milli Chelsea klúbbsins á Íslandi og Dekkjahallarinnar, umboðsaðila Yokohama á Íslandi og gildir samningurinn til næstu þriggja ára með endurskoðunarákvæði í júlímánuði ár hvert.

Samningur þessi er mjög ásættanlegur, bæði fyrir Chelsea klúbbinn sem slíkan og þá ekki síður fyrir þá félagsmenn er sjá sér hag í að nýta sér það sem samningurinn býður upp á. Ber þar helst að nefna álitlega peningagreiðslu til klúbbsins sem og ríflegs afsláttar til félagsmanna, bæði hvað varðar umfelganir hjá Dekkjahöllinni (15%) sem og á verði Yokohama hjólbarða (22% frá listaverði), hvoru tveggja gegn framvísun gilds félagsskírteinis frá Chelsea klúbbnum.

Þá má ekki gleyma að Dekkjahöllin leggur Chelsea klúbbnum til veglegan vinning til nota í annað hvort vor- eða hausthappdrætti klúbbsins!

Undirritun samningsins fór fram við Dekkjahöllina að Skútuvogi 12 fyrr í dag og hann undirrituðu Jóhann Jónsson, markaðs- og birgðastjóri, fyrir hönd Dekkjahallarinnar og varaformaður Chelsea klúbbsins, Helgi Rúnar Magnússon ásamt gjaldkera klúbbsins, Magnúsi Helga Jakobssyni, fyrir hönd Chelsea klúbbsins.

Og það er nokkuð augljóst af þessari mynd að veðurguðirnir höfðu velþóknun á gjörningi þessum J

Svo hvetjum við alla þá félagsmenn Chelsea klúbbsins sem yfir sjálfrennireiðum ráða að beina viðskiptum sínum til Dekkjahallarinnar er kemur að kaupum á hjólbörðum og/eða umfelgun.

Dekkjahöllin er með þjónustustöðvar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík (Skeifunni 5 og Skútuvogi 12).

Allir á YOKOHAMA!
Með meistarakveðju,Stjórnin.

Forkaupsréttur á miðum, Samfélagsskjöldur og Úrvalsdeild

Loksins liggja fyrir tímamörk forkaupsréttar okkar á miðum á leiki með Chelsea í Úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og má nálgast þær upplýsingar á heimasíðu Chelsea klúbbsins á Íslandi, www.chelsea.is, smellið á Chelsea klúbburinn og svo á Hótel- & Miðapantanir 2015 – 2016.

Mjög skammur tími er í forkaupsrétt okkar á miðum á leik Chelsea v Manchester City á Etihad Stadium sem og á leik Chelsea v Crystal Palace á Stamford Bridge í Úrvalsdeildinni eða til kl. 22:00 laugardagskvöldið 11. júlí n.k.Þá liggja einnig fyrir upplýsingar um forkaupsrétt okkar á miðum á leik Arsenal v Chelsea um Samfélagsskjöldinn sem fram fer á Wembley leikvanginum sunnudaginn 2. ágúst n.k. Sama gildir um þennan leik og þá tvo fyrrnefndu, mjög skammur tími er til stefnu eða til kl. 22:00 á laugardagskvöld en eingöngu þeir eru greiddu árgjald til klúbbsins fyrir fimmtudaginn 2. júlí s.l. njóta forkaupsréttar á þennan leik.

Verði eftirspurn meiri en framboð gildir reglan „Fyrstir koma, fyrstir fá“!

Miðaverð á þennan leik er ISK 8.500.

Pantanir berist formanni klúbbsins á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , athugið að greiða þarf staðfestingar- & tryggingargjald vegna miðakaupa áður en pöntun er send til Chelsea Football Club en nánari upplýsingar varðandi gjaldið og greiðslumáta eru veittar í síma 864 6205.

Meistararnir hefja titilvörnina gegn Swansea City

Nú liggja fyrir sjónvarpsútsendingar frá leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni í ágúst og september og færast einhverjir af leikjum Chelsea til vegna þessa frá áður auglýstri leikjaskrá.

Eftirtaldir leikir Chelsea í ágúst og september verða í beinum sjónvarpsútsendingum:

  • Chelsea v Swansea City, fer fram laugardaginn 8. ágúst n.k., leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Manchester City v Chelsea, fer fram sunnudaginn 16. ágúst og hefst kl. 15:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • West Bromwich Albion v Chelsea, fer fram sunnudaginn 23. ágúst og hefst kl. 12:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Everton v Chelsea, fer fram laugardaginn 12. september og hefst kl. 11:45, sýndur beint á BT.
  • Chelsea v Arsenal, fer fram laugardaginn 19. september og hefst kl. 11:45, sýndur beint á BT.
  • Newcastle United v Chelsea, fer fram laugardaginn 26. september og hefst kl. 16:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leik Chelsea v Swansea City er ákaflega skammur eða til kl. 22:00 annað kvöld, laugardaginn 4. júli!

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , athugið að greiða þarf staðfestingar- & tryggingargjald vegna miðapantana áður en pöntun er send til Chelsea Football Club!

Upplýsingar um forkaupsrétt á miðum á aðra leiki Chelsea í Úrvalsdeildinni í ágúst og september verða komnar inn á heimasíðu Chelsea klúbbsins síðar í dag (www.chelsea.is – Hótel- & Miðapantanir 2015 – 2016).

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 864 6205.

Heilsað upp á Petr Cech

IMG 1265
Fulltrúar Chelsea klúbbins á Íslandi, ásamt föruneyti, urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta og ræða við Petr Cech, markvörð Tékka og Chelsea FC, á Grand Hótel síðasta miðvikudagskvöld. Ásamt því að skila til hans góðum óskum frá stuðningsmönnum Chelsea hér á Fróni færðu fulltrúarnir honum gjöf fyrir hönd Chelsea klúbbsins á Íslandi. Að vanda var um að ræða hina margverðlaunuðu ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, ,,Lost in Iceland”.
 
Chelsea klúbburinn hefur áður gefið bókina við slík tilefni og ætti flestum lesendum að vera ljóst engin tilviljun er að baki valinu - bæði er þetta frábær bók og titill hennar enn betri. Þá má benda á að þetta hefur hingað til gefið afskaplega góða raun fyrir mikilvæga landsleiki.
 
Petr Cech er vel máli farinn, geðugur og kurteis með eindæmum, þakkaði vel fyrir sig og bað fyrir góðum kveðjum til stuðningsmanna Chelsea á Íslandi. Hann gerði nú einnig gott betur en það og kom öllum á óvart þegar hann snaraði markvarðartreyju úr vasa sínum ásamt penna og spurði; ,,Hvað á ég svo að skrifa”? Petr gaf sér góðan tíma í spjall og myndatökur og rifjaði m.a. upp leikinn sem hann lék hér á landi með U21 landsliði Tékka og voru lýsingar hans á íslensku veðri óborganlegar. Hann tjáði okkur einnig að kona hans hafi þrýst á um koma með til að skoða landið í þessari ferð en sökum tímaskorts gengu þau plön ekki eftir. Vonandi finna þau áhugaverða staði í bókinni góðu til að heimsækja í framtíðinni. Að auki var ýmislegt áhugavert rætt sem ekki verður þó tíundað hér. Hér að neðan má sjá myndir af treyjunni góðu og einum leynigesti með Petr Cech.
 
Screen Shot 2015-06-11 at 23.32.20