banner forsida600x150

Leikmaður ársins ... og ekki

Undanfarið hefur staðið yfir kosning á leikmanni ársins hjá Chelsea FC á meðal félagsmanna um heim allan. Á því erum við á Íslandi engin undantekning og var þátttaka með hreinum ágætum. Alls skiluðu sér 66 atkvæðaseðlar fyrir auglýstan frest til atkvæðagreiðslu. Talning fór fram á föstudag eftir að fresturinn var liðinn. 

Nú þegar hefur Chelsea FC verið tilkynnt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar hér á landi. Þá er nú orðið ljóst að verðlaunaafhending fyrir leikmann ársins hjá Chelsea mun fara fram á síðasta heimaleik okkar gegn Leicester þann 15. maí (Hvítasunnudag). Það verða tveir fulltrúar stuðningsmannaklúbba Chelsea sem veita verðlaunin.  Tilkynnt verður um hverjir þeir heppnu verða á þakkarkvöldverði Chelsea FC, sem haldinn verður þann 19. mars, að loknum leik Chelsea og West Ham og fundi meðal fulltrúa Chelsea FC og stuðningsklúbba félagsins

Atkvæðin skiptust í upphafi nokkuð jafnt á þrjá leikmenn, þá Willian, Diego Costa og John Terry. Fljótlega skildi þó verulega á milli – á endanum var um að ræða öruggan kosningasigur - með fáheyrðum yfirburðum. Það má þó segja að samkeppnin í ár hafi ekki verið eins hörð og stuðningsmenn vonuðust eftir. Þrátt fyrir það er Willian vel að sigrinum kominn. Niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar má sjá á meðfylgjandi mynd.Þá er þetta tilefni notað til þess að kynna í örfáum orðum niðurstöðu könnunar sem var gerð hér á Chelsea.is. Hún fólst í því að kjósa ,,ekki” leikmann ársins. Þar má sjá að þrátt fyrir að einn leikmaður fær duglega kosningu í ,,efsta sætið” þá er hún ekki eins afgerandi og sú um leikmann ársins. Það eru einhverjir fleiri sem fá á baukinn frá lesendum Chelsea.is. Niðurstöður þeirrar könnunar má sjá á meðfylgjandi mynd.

Verður einhver þeirra fyrir valinu?

Nú fer hver að verða síðastur til að taka þátt í kjöri á leikmanni ársins hjá Chelsea Football Club en atkvæðaseðlar verða að berast stjórn Chelsea klúbbsins fyrir kl. 12:00 á morgun, föstudaginn 11. mars 2016 á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

OG líkt og fyrr bíður óvæntur glaðningur eins þátttakenda í kjörinu, verður það þú?

Chelsea klúbburinn 19 ára

Í dag, 16. mars 2016, eru liðin 19 ár frá stofnun Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Líkt og í fyrra gerir Skeljungur hf / Orkan sérstaklega vel við handhafa Chelsea Orkulykla í tilefni þessa tímamóta en handhafar Chelsea orkulykils fá 14.- krónur í afslátt af hverjum lítra eldsneytis í dag ef greitt er fyrir með Chelsea lyklinum.

Þá renna 5.- krónur af hverjum seldum lítra í dag til Chelsea klúbbsins.

Fyrir ykkur sem ráða ekki yfir Chelsea Orkulykli en hafið hug á að verða ykkur út um einn slíkan þá er um að gera að drífa í að sækja um þennan ágæta grip sem fyrst svo ykkur og klúbbnum nýtist hin og þessi tilboð frá Orkunni, þið smellið einfaldlega á tengilinn í fréttatilkynningunni (www.orkan.is/chelsea) og framhaldið er barnaleikur einn!

Þið (og klúbburinn) getið eingöngu haft hag af þessu, enginn kostnaður, bara ódýrara eldsneyti sem og afsláttur á ýmsum varningi tengdum rekstri bifreiða ykkar.

Um að gera að fylla á tankinn í dag og greiða fyrir með Chelsea orkulykli.

SVO er von á skemmtilegum glaðningi frá Skeljungi hf / Orkunni til lykilhafa af og til á samstarfsárinu 

Meistarakveðja,

Stjórnin.

Chelsea Pub Quiz

Chelsea Pub Quiz verður haldið í Ölveri  miðvikudagskvöldið 9. mars 2016 og hefst það stundvíslega kl. 18:00. 

Ölversbændur bjóða væntanlegum þátttakendum upp á sérstakt tilboð á mat og drykk í tilefni dagsins! Öllum heimil þátttaka en miðað er við að hvert lið skipi einn eða tveir þátttakendur.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, einnig verðlaun samkvæmt slembiúrtaki, burtséð frá árangri, og auðvitað skammar........ 

Að loknu Quizinu fylgjumst við svo með leik Chelsea og Paris Saint-Germain á Stamford Bridge í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn hefst kl. 19:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í stóra salnum í Ölveri.
OG það verður “Happy Hour” í Ölveri fram yfir leik

Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér skriffæri!

Nánar er nær dregur!

Með Quiz kveðju,

Skemmtinefnd Chelsea klúbbsins á Ísland ásamt IBIS bræðrum.

Chelsea - PSG - Hóteltilboð

Nú liggur fyrir tilboð frá Chelsea hótelinu vegna leiks Chelsea gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikur liðanna fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 11. mars n.k.
Verð samkvæmt tilboði þessu eru sem hér segir:

Ein nótt

Tvær nætur

Þrjár nætur*

Eins manns herbergi

Tveggja manna herbergi

Þriggja manna herbergi

Eins manns herbergi

Tveggja manna herbergi

Þriggja manna herbergi

Eins manns herbergi

Tveggja manna herbergi

Þriggja manna herbergi

£500.00

£655.00

£775.00

£680.00

£850.00

£1,140.00

£830.00

£1,020.00

£1,335.00

Gjald fyrir 12 ára og yngri

Gjald fyrir 12 ára og yngri

Gjald fyrir 12 ára og yngri

£100.00

£120.00

£140.00*Ef teknar eru þrjár nætur eða fleiri er skoðunarferð um Stamford Bridge innifalin, hver aukanótt umfram þrjár nætur kostar GBP 115.- í eins manns herbergi, GBP 62,50 á mann í tveggja manna herbergi og GBP 47.- á mann í þriggja manna herbergi.

Annars er eftirtalið innifalið:
1·         „Complimentary Welcome Drink“  í Delta Lounge.
1·         Þriggja rétta máltíð fyrir leik, hálf flaska af víni hússins, vatn, te og kaffi.
1·         Enskur morgunverður á hverjum morgni dvalarinnar.
1·         Miði á leikinn.
1·         Leikskrá.

Forkaupsréttur okkar er til 28. janúar n.k.
Athugið að öll verð eru miðað við stærð herbergis, t.d. kostar ein nótt í tveggja manna herbergi GBP 327,50  á mann o.s.frv.
Nánari upplýsingar veitir formaður Chelsea klúbbsins í síma 864 6205.

GSM hlífar - sérmerktar

Ykkur stendur nú til boða GSM-símahlífar í Chelsea litum og með merki Chelsea klúbbsins á Íslandi gegn vægu gjaldi, einnig getið þið fengið nafnið ykkar (eða nánast hvaða nafn sem er) á hlífarnar fyrir smá aukaþóknun.

Verð á hlífunum er kr. 2.990.- ef hlífin er eingöngu með íslenska Chelsea merkinu en kr. 3.490.- ef bætt er við nafni samkvæmt ósk kaupanda. Sendingarkostnaður ásamt virðisaukaskatti er innifalinn í verðinu.

Þær stærðir sem í boði eru passa við eftirtalda símategundir:

  • iPhone 4 – 4S – 5 – 5S – 6
  • Samsung Note 2 – S3 – S4.

Til að tryggja sér slíka hlíf þarf að greiða inn á reikning 0701-26-3840, kt. 690802-3840 og setja GSM í skýringu greiðslu. Að því loknu sendið þið tölvupóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og tilgreinið í honum fyrir hvaða ofangreinda tegund af GSM síma hlífin er ætluð og hvort og þá hvaða nafn þið viljið að skreyti hlífina.

Afgreiðslufrestur er 10 – 14 dagar!

Liverpool v Chelsea frestað

Leik Liverpool gegn Chelsea í Úrvalsdeildinni er fyrirhugaður var að fram færi á Anfield laugardaginn 12. mars n.k. hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma þar sem Chelsea á leik í FA Cup þessa sömu helgi, reyndar í Liverpool en gegn Everton!

Forkaupsréttur okkar á miðum á leik Liverpool v Chelsea verður opnaður að nýju og um leið og nánari fréttir um tímamörk forkaupsréttar og mögulegan fjölda Loyalty Points sem væntanlegir umsækjendur þurfa að ráða yfir berast úr höfuðstöðvunum verða þær birtar hér á Chelsea.is sem og í tölvupósti til félagsmanna.

Nánari upplýsingar í síma 864 6205.