rag-rafmagnshjol
banner forsida600x150

Chelsea v Orkan, betri kjör

Nú gerir Skeljungur hf / Orkan enn betur við handhafa Chelsea Orkulykilsins samanber fréttatilkynninguna hér á eftir, því er um að gera fyrir þau ykkar sem enn eiga eftir að verða sér úti um Chelsea Orkulykil  að gera það, því fyrr því meiri sparnaður.

Smelltu á linkinn hér og skráðu þig.

Svo er aldrei að vita nema að það verðu Ofurdagur í maí í tilefni.

Kjör á leikmanni - úrslit

Nú liggja fyrir úrslit í kjöri á leikmanni ársins hjá Chelsea Football Club 2014 – 2015 á meðal félaga í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

Því miður var þátttakan frekar dræm, aðeins 48 gild atkvæði bárust, tvö atkvæði voru send inn of seint en það kom ekki að sök, höfðu ekki áhrif á efstu sætin.

Það var hins vegar mjög svo tvísýnt um úrslit, tveir leikmanna Chelsea höfðu yfirburði í þessu kjöri og er upp var staðið munaði aðeins einu atkvæði á þeim en fimm leikmenn Chelsea fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni.

Úrslitin urðu sem hér segir:

 1. Eden Hazard 19 atkvæði
 2. Branislav Ivanovic 18 atkvæði
 3. Nemanja Matic 6 atkvæði
 4. John Terry 3 atkvæði
 5. Thibaut Courtois 2 atkvæði


Hazard endurtók því leikinn frá í fyrra, tveir fulltrúar einhvers heppins stuðningsklúbbs Chelsea er þátt tóku í kjörinu munu verða þeirrar ánægju aðnjótandi að afhenda Hazard viðukenningu í tilefni kjörsins fyrir leik Chelsea v Crystal Palace á Stamford Bridge laugardaginn 2. maí n.k.

„Ég vann“

Og einn þátttakenda í kjörinu hér heima mun svo fá glaðning frá stjórn klúbbsins en nafn hans verður dregið úr röðum þátttakenda á næsta stjórnarfundi í félaginu.

Til gamans má svo geta þess að John Terry fékk bæði atkvæðin er bárust of seint!

Með meistarakveðju,

Stjórnin.

Máttur imbans mikill - breyttir leikdagar

Nokkrir af leikjum Chelsea í aprílmánuði  í Úrvalsdeildinni hafa nú verið færðir til frá upprunalegri leikjaskrá og eru þessar tilfærslur  tilkomnar vegna beinna útsendinga frá leikjunum í sjónvarpi.

 • Chelsea v Stoke City, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 4. apríl og hefst kl. 16:30.
 • Queens Park Rangers v Chelsea, fer fram á Loftus Road sunnudaginn 12. apríl og hefst kl. 12:30, (með fyrirvara vegna umferðar í Meistaradeild þriðjudagskvöldið 14. apríl).
 • Chelsea v Manchester United, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 18. apríl og hefst kl. 16:30, (með fyrirvara vegna þátttöku Manchester United í FA Cup).
 • Arsenal v Chelsea, fer fram á Emirates Stadium sunnudaginn 26. apríl og hefst kl. 15:00.
 • Leicester City v Chelsea, fer fram á King Power Stadium miðvikudagskvöldið 29. apríl og hefst kl. 18:45.

Allir ofantaldir leikir verða sýndir beint á SKY SPORTS.
ATHUGIÐ að leiktímar eru samkvæmt íslenskum tíma en Bretar færa sig yfir á sumartíma 29. mars n.k.!

Heppnir handhafar Orkulykilsins

Vinningshafar-Chelsea-lykla-leikurNú hafa verið dregin út nöfn þriggja heppinna félaga í Chelsea klúbbnum sem jafnframt eru handhafar Chelsea Orkulykils. Það eru þau:

 • Magnús Daníel Karlsson
 • Björn Ágúst Júlíusson
 • Elsa Guðmunda Jónsdóttir

Þau virkjuðu lykilinn fyrir 29. janúar s.l. og hlýtur hver þremenninganna 15.000.- króna inneign hjá Orkunni / Skeljungi h.f. Hinum heppnu verða sendar staðfestingar vegna þessa í ábyrgðarpósti af Orkunni / Skeljungi hf. á næstu dögum.

Um leið og við þökkum frábærar undirtektir við þessu sameiginlega átaki Chelsea klúbbsins og Orkunnar / Skeljungs hf. minnum við á að það er aldrei of seint að sækja um og virkja Chelsea Orkulykil, þið sem hafið ekki komið því í verk enn sem komið er endilega drífið nú í hlutunum, smellið á vörumerki Orkunnar á forsíðu Chelsea.is og framhaldið er barnaleikur einn!

Ef þið hafið nú þegar yfir Chelsea Orkulykli að ráða en ekki virkjað hann er ekki eftir neinu að bíða, eða hvað!
Og það er meiri glaðningur á ferðinni handan við hornið, missið nú ekki af lestinni, verðið ykkur út um Chelsea Orkulykil og virkjið hann sem fyrst, þá er aldrei að vita!

Vertu með - Orkan og Chelsea

orkanUndanfarin misseri hafa Chelsea klúbburinn og Orkan/Skeljungur átt í góðu samstarfi, Chelsea klúbbnum, félagsmönnum, vinum þeirra og vandamönnum til hagsbóta enda Orkan alla jafna með lægsta verðið á eldsneyti.

Skorum á ykkur að taka þátt í þessu dæmi með okkur, jafnvel þó þið kunnið að vera í viðskiptum hjá öðrum eldsneytissöluaðilum þá endilega sækið um Chelsea Orkulykil og virkið hann þó svo þið kæmuð aðeins til með að nota hann á sérstökum tilboðsdögum Chelsea klúbbsins og Orkunnar.

Kynnið ykkur hvað samstarf ofangreindra aðila býður upp á, kíkið endilega á viðhengið og auglýsinguna hér að neðan.

Ef þið eruð með Orkulykil fyrir en viljið tengja hann Chelsea klúbbnum þá dugar eitt símtal til Vigdísar Guðjohnsen hjá Orkunni, s: 840 3118, og hún kippir hlutunum í liðinn.

Nánari upplýsingar má finna hér

 

 

Liverpool og Chelsea

Það eru nokkrir hótelpakkar í boði á leik Chelsea v Liverpool í undanúrslitum Capital One Cup en leikur liðanna fer fram á Stamford Bridge þriðjudagskvöldið 27. janúar n.k.
Verð eru sem hér segir:

Ein nótt

Tvær nætur

Þrjár nætur*

Eins manns herbergi

Tveggja manna herbergi

Þriggja manna herbergi

Eins manns herbergi

Tveggja manna herbergi

Þriggja manna herbergi

Eins manns herbergi

Tveggja manna herbergi

Þriggja manna herbergi

£430.00

£565.00

£780.00

£595.00

£750.00

£975.00

£730.00

£920.00

£1,115.00

Gjald fyrir 12 ára og yngri

Gjald fyrir 12 ára og yngri

Gjald fyrir 12 ára og yngri

£100.00

£120.00

£140.00


*Ef teknar eru þrjár nætur eða fleiri er skoðunarferð um Stamford Bridge innifalin, hver aukanótt umfram þrjár nætur kostar GBP 115.- í eins manns herbergi, GBP 62,50 á mann í tveggja manna herbergi og GBP 47.- á mann í þriggja manna herbergi.
Annars er eftirtalið innifalið:
1·         „Complimentary Welcome Drink“  í Delta Lounge.
1·         Þriggja rétta máltíð fyrir leik, hálf flaska af víni hússins, vatn, te og kaffi.
1·         Enskur morgunverður á hverjum morgni dvalarinnar.
1·         Miði á leikinn.
1·         Leikskrá.

Hér gildir reglan „Fyrstur kemur, fyrstur fær“!
P.S. Athugið að öll verð eru miðað við stærð herbergis, t.d. kostar ein nótt í tveggja manna herbergi GBP 282,50 á mann o.s.frv.

CFC - Watford í FA CUP

cfc-watfordNú hefur verið ákveðið að leikur Chelsea v Watford í 3ju umferð FA Cup fari fram á Stamford Bridge sunnudaginn 4. janúar 2015 og hefst hann kl. 16:00, komi til annars leiks, þ.e. endi þessi með jafntefli, munu liðin eigast við að nýju á heimavelli Watford, Vicarage Road þriðjudagskvöldið 13. janúar kl. 19:45.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn á Stamford Bridge er mjög skammur, pantanir þurfa að berast formanni Chelsea klúbbsins fyrir miðnætti annað kvöld, laugardaginn 13. desember á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , greiða þarf staðfestingar- & tryggingargjald fyrir sama tíma en það er kr. 9.000.- fyrir hvern miða sem pantaður er.

Þá þarf að tilgreina hvaða stúku óskað er eftir að setið verði í, bæði valkost #1 og valkost #2 til vara!

Nánari upplýsingar veitir formaður Chelsea klúbbsins í síma 864 6205.

ATH. Chelsea Football Club hefur framlengt frestinn vegna endurnýjunar / nýskráningar til og með sunnudagsins 14. desember n.k.
Er eftir nokkru að bíða, drífa í að skrá sig!

Bestu kveðjur,
Stjórnin.