banner forsida600x150

Endurnýjun í klúbbinn

Nú hefur ykkur væntanlega borist tölvupóstur frá Chelsea Football Club sem hvetur ykkur til að endurnýja aðild ykkar að Chelsea klúbbnum á Íslandi hið fyrsta og það á Netinu.

Við biðjum ykkur um að gera slíkt EKKI en endurnýja þess í stað með því að greiða valið árgjald inn á reikning Chelsea klúbbsins á Íslandi og mun stjórn félagsins svo sjá um framhaldið, þ.e. að greiða árgjaldið til Chelsea sem og að senda til höfuðstöðvanna í London nauðsynlegar upplýsingar vegna endurnýjunar. 

Hægt er að endurnýja á vef okka:

http://chelsea.is/index.php/chelsea-klubburinn/argjald

Chelsea Football Club hefur ákveðið að fella út flokkinn True Blue Babies ( 0-1 árs félagar) en færa þennan aldursflokk þess í stað undir flokkinn True Blue Juniors ( 0 – 12 ára).

Árgjöld í eldri flokkunum óbreytt frá því sem verið hefur en við lækkum árgjaldið í flokkum barna og unglinga um ISK 500.-

Eru flokkarnir því sem hér segir:

  • True Blue Original = ISK 15.000.-
  • True Blue Magazine = ISK 13.000.-
  • True Blue Ticket Only = ISK 6.000.-
  • True Blue Teenagers = ISK 5.000.-
  • True Blue Juniors = ISK 5.000.-

Upplýsingar um innihald hvers flokks fyrir sig verða svo að finna á Chelsea.is innan skamms en það verður svipað og verið hefur undanfarin tímabil. 

Vinsamlegast greiðið valið árgjald inn á reikning 0701-26-3840, kennitala 690802-3840.

Nauðsynlegt er að nafn viðkomandi félagsmanns sem verið er að greiða fyrir komi fram í skýringu greiðslu, setjið einnig ÁRGJALD í tilvísun.

Nánari upplýsingar í síma 864 6205.

Með Chelsea kveðju,

Stjórnin.

Vorhappdrætti, síðasti séns!

Í dag er síðasti séns til að taka þátt í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins en lokað verður sölu miða á miðnætti í kvöld, föstudaginn 27. maí 2016.

Sama gamla góða fyrirkomulagið, fyrir hvern fimm hundruð kall sem þú leggur inn á reikning Chelsea klúbbsins færðu nafn þitt skráð einu sinni í happdrættispottinn góða en að sjálfsögðu er þér heimilt að reiða eins marga fimm hundruð kalla af hendi og þér lystir, t.d. færðu nafnið þitt skráð einu sinni ef þú greiðir kr. 500.-, fimm sinnum ef þú greiðir kr. 2500.-, tíu sinnum ef þú greiðir kr. 5.000.- o.s.frv.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0133-15-200166, kt. 690802-3840, vinsamlegast tilgreinið HAPPDRÆTTI í tilvísun og kennitölu ykkar í GREIÐANDI.           

Veglegir vinningar að vanda, m.a. dekkjagangur undir bílinn í boði Dekkjahallarinnar að andvirði kr. 70.000.-, Chelsea fótbolti, áritaður af leikmönnum Chelsea,  umfelgunarpakkar í boði Dekkjahallarinnar, margvísleg gjafabréf frá ýmsum samstarfs- & styrkaraðilum Chelsea klúbbsins o.fl. o.fl.

Dregið verður í happdrættinu á félagsfundi sem verður haldinn í Ölveri á morgun, laugardaginn 28. maí 201

Ekki flókið, allir að taka þátt, margt smátt gerir eitt stórt!

Nánari upplýsingar í síma 864 6205

Með Chelsea kveðju,

Stjórnin.

Leikmaður ársins 2015-16

Nú liggur það fyrir hver hefur hreppt í titilinn Leikmaður ársins á meðal stuðningsmannaklúbba Chelsea FC um allan heim. Það er enginn annar er sjálfur Willian sem varð fyrir valinu og er hann vel að því kominn.

Stjórnin sem heldur utan um alla erlendu klúbbana vill koma á framfæri þökkum öllum þeim til handa sem tóku þátt í vali á Leikmanni ársins.

Liverpool v Chelsea - Ný dagseting

Leikur Liverpool v Chelsea hefur nú verið settur á þann 11. maí n.k. á Anfield. Hann er samt með fyrirvara um gengi MAN UTD (!) í Evrópudeildinni,Upphaflega átti hann að fara fram um síðustu helgi (12. mars) en var þá frestað vegna leiks Everton v Chelsea í FA Cup.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leik Liverpool v Chelsea verður opnaður að nýju og um leið og nánari fréttir um tímamörk forkaupsréttar og mögulegan fjölda Loyalty Points sem væntanlegir umsækjendur þurfa að ráða yfir berast úr höfuðstöðvunum verða þær birtar hér á Chelsea.is sem og í tölvupósti til félagsmanna.

Nánari upplýsingar í síma 864 6205.

Chelsea gegn Manchester City í Úrvalsdeildinni

Nú hefur verið staðfest að leikur Chelsea gegn Manchester City í Úrvalsdeildinni mun fara fram á Stamford Bridge laugardaginn 16. apríl n.k. og hefst hann kl. 16:30 að íslenskum tíma. Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er ákaflega skammur eða til kl. 22:00 annað kvöld, miðvikudaginn 16. mars 2016.

Leikurinn er í svokölluðum AA flokki sem þýðir að félagsmenn þurfa að ráða yfir 15 „Loyalty Points“ til að eiga rétt á miðum í forkaupsrétti. Hins vegar eru enn í boði hótelpakkar á þennan leik og þar skipta „Loyalty Points“ ekki máli!

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Tilfærslur og útsendingar

Nú hefur verið tekin ákvörðun um nokkra af leikjum Chelsea á næstunni með tilliti til útsendinga í sjónvarpi, sumir þeirra eru þó með fyrirvara vegna þátttöku í ensku bikarkeppni sem og í Meistaradeild Evrópu!

Leikur Aston Villa v Chelsea í Úrvalsdeildinni fer fram á Villa Park í Birmingham laugardaginn 2. apríl n.k. og hefst hann kl. 12:45, sýndur beint á BT Sports.

Leikur Chelsea v Manchester City fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 16. apríl n.k. og hefst kl. 17:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Leikur Chelsea v Tottenham Hotspur sem fyrirhugaður var á Stamford Bridge laugardaginn 30. apríl hefur verið færður til mánudagskvöldsins 2. maí kl. 19:00 og verður hann í beinni útsendingu á SKY SPORTS.