rag-rafmagnshjol
banner forsida600x150

Forkaupsréttur á miðum, Samfélagsskjöldur og Úrvalsdeild

Loksins liggja fyrir tímamörk forkaupsréttar okkar á miðum á leiki með Chelsea í Úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og má nálgast þær upplýsingar á heimasíðu Chelsea klúbbsins á Íslandi, www.chelsea.is, smellið á Chelsea klúbburinn og svo á Hótel- & Miðapantanir 2015 – 2016.

Mjög skammur tími er í forkaupsrétt okkar á miðum á leik Chelsea v Manchester City á Etihad Stadium sem og á leik Chelsea v Crystal Palace á Stamford Bridge í Úrvalsdeildinni eða til kl. 22:00 laugardagskvöldið 11. júlí n.k.Þá liggja einnig fyrir upplýsingar um forkaupsrétt okkar á miðum á leik Arsenal v Chelsea um Samfélagsskjöldinn sem fram fer á Wembley leikvanginum sunnudaginn 2. ágúst n.k. Sama gildir um þennan leik og þá tvo fyrrnefndu, mjög skammur tími er til stefnu eða til kl. 22:00 á laugardagskvöld en eingöngu þeir eru greiddu árgjald til klúbbsins fyrir fimmtudaginn 2. júlí s.l. njóta forkaupsréttar á þennan leik.

Verði eftirspurn meiri en framboð gildir reglan „Fyrstir koma, fyrstir fá“!

Miðaverð á þennan leik er ISK 8.500.

Pantanir berist formanni klúbbsins á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , athugið að greiða þarf staðfestingar- & tryggingargjald vegna miðakaupa áður en pöntun er send til Chelsea Football Club en nánari upplýsingar varðandi gjaldið og greiðslumáta eru veittar í síma 864 6205.

Meistararnir hefja titilvörnina gegn Swansea City

Nú liggja fyrir sjónvarpsútsendingar frá leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni í ágúst og september og færast einhverjir af leikjum Chelsea til vegna þessa frá áður auglýstri leikjaskrá.

Eftirtaldir leikir Chelsea í ágúst og september verða í beinum sjónvarpsútsendingum:

  • Chelsea v Swansea City, fer fram laugardaginn 8. ágúst n.k., leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Manchester City v Chelsea, fer fram sunnudaginn 16. ágúst og hefst kl. 15:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • West Bromwich Albion v Chelsea, fer fram sunnudaginn 23. ágúst og hefst kl. 12:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Everton v Chelsea, fer fram laugardaginn 12. september og hefst kl. 11:45, sýndur beint á BT.
  • Chelsea v Arsenal, fer fram laugardaginn 19. september og hefst kl. 11:45, sýndur beint á BT.
  • Newcastle United v Chelsea, fer fram laugardaginn 26. september og hefst kl. 16:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leik Chelsea v Swansea City er ákaflega skammur eða til kl. 22:00 annað kvöld, laugardaginn 4. júli!

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , athugið að greiða þarf staðfestingar- & tryggingargjald vegna miðapantana áður en pöntun er send til Chelsea Football Club!

Upplýsingar um forkaupsrétt á miðum á aðra leiki Chelsea í Úrvalsdeildinni í ágúst og september verða komnar inn á heimasíðu Chelsea klúbbsins síðar í dag (www.chelsea.is – Hótel- & Miðapantanir 2015 – 2016).

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 864 6205.

Heilsað upp á Petr Cech

IMG 1265
Fulltrúar Chelsea klúbbins á Íslandi, ásamt föruneyti, urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta og ræða við Petr Cech, markvörð Tékka og Chelsea FC, á Grand Hótel síðasta miðvikudagskvöld. Ásamt því að skila til hans góðum óskum frá stuðningsmönnum Chelsea hér á Fróni færðu fulltrúarnir honum gjöf fyrir hönd Chelsea klúbbsins á Íslandi. Að vanda var um að ræða hina margverðlaunuðu ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, ,,Lost in Iceland”.
 
Chelsea klúbburinn hefur áður gefið bókina við slík tilefni og ætti flestum lesendum að vera ljóst engin tilviljun er að baki valinu - bæði er þetta frábær bók og titill hennar enn betri. Þá má benda á að þetta hefur hingað til gefið afskaplega góða raun fyrir mikilvæga landsleiki.
 
Petr Cech er vel máli farinn, geðugur og kurteis með eindæmum, þakkaði vel fyrir sig og bað fyrir góðum kveðjum til stuðningsmanna Chelsea á Íslandi. Hann gerði nú einnig gott betur en það og kom öllum á óvart þegar hann snaraði markvarðartreyju úr vasa sínum ásamt penna og spurði; ,,Hvað á ég svo að skrifa”? Petr gaf sér góðan tíma í spjall og myndatökur og rifjaði m.a. upp leikinn sem hann lék hér á landi með U21 landsliði Tékka og voru lýsingar hans á íslensku veðri óborganlegar. Hann tjáði okkur einnig að kona hans hafi þrýst á um koma með til að skoða landið í þessari ferð en sökum tímaskorts gengu þau plön ekki eftir. Vonandi finna þau áhugaverða staði í bókinni góðu til að heimsækja í framtíðinni. Að auki var ýmislegt áhugavert rætt sem ekki verður þó tíundað hér. Hér að neðan má sjá myndir af treyjunni góðu og einum leynigesti með Petr Cech.
 
Screen Shot 2015-06-11 at 23.32.20
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Heilsíðu auglýsing í Morgunblaðinu

CFC-heilsida-bls15Í tilefni af góðu knattspyrnuári og tveimur titlum þá ákváðum við hjá Chelsea klúbbnum á Íslandi að heiðra okkar lið með heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þann 5. júni 2015 þar sem við þökkum öllum þeim sem veitt hafa klúbbnum brautargengi og gert starf klúbbsins enn betra með hverju árinu. Við fengum senda mynd frá Chelsea Football Club að tilstuðlan Diane Piggott sem er forsvarsmaður allra alþjóðlegra Chelsea Supporters Clubs sem starfræktir eru víðs vegar um heim. Myndin er því eins official og hægt er. 

Með auglýsingunni viljum við vekja athygli á okkar starfi sem hefur verið sleitulaust frá því 16. mars 1997 og hefur stjórn klúbbsins allt síðan þá verið félögum í klúbbnum innan handar við kaup á miðum á leiki með Chelsea Football Club. Sem einn af 32 Platinum klúbbum Chelsea Football Club veitir félagsaðild forkaupsrétt á miðum og gistingu á The Millennium & Copthorn Hotels við Stamford Bridge á nánast alla leiki á Englandi.

Starf okkar hefur verið stutt af dyggum stuðningsmönnum og styrktaraðilum í gegnum tíðina og viljum nota tækifærið og þakka þeim öllum kærlega fyrir frábæran stuðning. Þessi stuðningur, ásamt árgjöldum og happdrætti hefur meðal annars veitt okkur tækifæri á að bjóða skjólstæðingum frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og öðrum er minna mega sín á leiki með Chelsea Football Club og hefur það mælst ákaflega vel fyrir og veitt þeim ánægju.

Við viljum því hvetja alla alla stuðningsmenn Chelsea á Íslandi til að skrá sig í klúbbinn og taka þátt í okkar góða og skemmtilega starfi til að vera í liði með sönnum siguvegurum.

Allar nánari upplýsingar um Chelsea klúbbinn á Íslandi má finna á hér ávefnum og með því að senda fyrirspurn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  - Einnig má hringja í síma 864 6205.

Hægt er skrá sig í klúbbinn með því að smella á þennan link hér http://chelsea.is/index.php/chelsea-klubburinn/argjald

Áfram Chelsea FC og allir sannir stuðningsmenn, velunnarar og styrktaraðilar hér á landi.

Fótboltaskóli Chelsea í ágúst

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir er með flotta ferð í fótboltaskóla Chelsea í ágúst. Knattspyrnuskóli Chelsea FC í London er frábær fótboltaskóli fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Á þessu námskeiði er gist í Licensed Victuallers School en sá skóli er rétt fyrir utan London. Það er íslenskur þjálfari sem fer með hópnum en það er æskilegt að krakkarnir kunni einhverja ensku. Þeir þjálfarar sem sjá um þessi námskeið eru sprenglærðir þjálfarar en þeir eru allir með FA/UEFA réttindi. Námskeiðið hefst mánudaginn 17. ágúst og því lýkur föstudaginn 21. ágúst.

Ferðin kostar frá 199.900 krónur á mann. Innifalið í verðinu er flug með WOW air til London, ferðir til og frá æfingasvæðinu, íslensk fararstjórn, gisting í 4 nætur í Caterham School og fullt fæði á námskeiðinu og 5 daga námskeið í knattspyrnuskóla Chelsea FC. Einnig er innifalið í verðinu æfingagalli frá Chelsea FC. Flogið er með WOW air til London Gatwick mánudaginn 17. ágúst klukkan 6:45. Þaðan er farið beint í Licensed Victuallers School en það tekur 45-55 mínútur að keyra frá flugvellinum í skólann. Svo er flug til Íslands föstudaginn 21. ágúst klukkan 20:40 með WOW air. Starfsmaður Gaman Ferða fer út með hópinn og kemur aftur með honum heim til Íslands.

Allar nánari upplýsingar um ferðina er að finna hér - http://gaman.is/ferdhir/fotboltaskolar?task=view_event&event_id=446

Einnig er hægt að hringja í síma 560-2000 eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Fréttamolar að sumri

Eins og fram hefur komið var Eden Hazard kosinn leikmaður ársins hjá stuðningsklúbbum Chelsea Football Club og mun það koma í hlut fulltrúa East Belfast Supporters Club, Norður Írlandi, að afhenda Hazard viðurkenningu fyrir hönd þeirra klúbba er þátt tóku í kjörinu og mun sú athöfn fara fram fyrir leik Chelsea og Crystal Palace á Stamford Bridge sunnudaginn 3. maí n.k.

Stuðningsklúbbur Chelsea í Hasting var sá klúbbur á Bretlandseyjum hvar nýjum “True Blue Members” fjölgaði mest á árinu 2014, Mighty Belgium Blues hafði vinninginn í Evrópulöndum utan Bretlandseyja og Saudi Arabia í löndum utan Evrópu. Fulltrúum fyrrgreindra klúbba bíður svo heimsókn til Cobham í tilefni áfangans en til gamans má geta þess að Chelsea klúbburinn á Íslandi hefur einu sinni hlotið þennan heiður, þ.e. árið 2012.

Vorhappdrætti

Minnum á að vorhappdrætti Chelsea klúbbsins er í fullum gangi, skorum á félagsmenn að styðja við bakið á starfsemi klúbbsins og fjárfesta í a.m.k. einum miða en miðaverðið er aðeins kr. 500.- (setur engan á hausinn), veglegir vinningar að vanda.

Miði er möguleiki, enginn miði, enginn vinningur!

Orkulykillinn

Þá glittir í Chelsea Ofurdag hjá handhöfum Chelsea Orkulykils, um að gera fyrir þá sem ekki hafa virkjað eða orðið sér úti um Chelsea Orkulykil að gera slíkt hið fyrsta, ekki veitir af að keyra niður kostnaðinn við rekstur sjálfrennireiða fjölskyldunnar.

Og endurnýjanir / nýskráningar fyrir starfsárið 2015 – 2016 eru nú komnar í fullan gang, um að gera að drífa í hlutunum og tryggja sér Loyalty punktana fimm sem fyrst

Knattspyrnumót í Bandaríkjunum

Nú hefur verið ákveðið að Chelsea taki þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti í Bandaríkjunum og það liður í undibúningi liðsins fyrir keppnistímabilið 2015 – 2016. Sex mjög sterk lið frá Evrópu verða á meðal þátttakenda auk liða frá Vesturheimi en lista yfir þátttökuliðin má sjá hér:

Chelsea – Barcelona - Club America – Fiorentina - LA Galaxy - Manchester United - New York Red Bulls - Paris Saint-Germain – Porto - San Jose Earthquakes

Stórleikur um helgina

Minnum á stórleik Arsenal og Chelsea á The Emirates á sunnudag, fjölmennum í Ölver og litum staðinn bláan!

Sendum ykkur að lokum bestu óskir um gleðilegt sumar um leið og við þökkum fyrir samstarfið á nýliðnum vetri.

Með meistarakveðju. Stjórnin.

Skráðu þig til leiks!

Nú hafa árgjöld fyrir næsta starfsár, þ.e. keppnistímabilið 2015 – 2016, verið ákveðin en skemmst er frá því að segja að Chelsea Football Club hefur ákveðið að árgjöld í flokkum fullorðinna skuli óbreytt frá síðasta ári en hins vegar er barna- & unglingaflokknum nú skipt upp í þrjá undirflokka, nánar tiltekið í True Blue Teens (13 – 19 ára), True Blue Juniors (1 – 12 ára) og True Blue Babies (0-1 árs).

Því miður er um að ræða hækkun árgjalds fyrir flest þau börn og unglinga sem skipa þessa flokka með tveimur undantekningum þó, aldursflokkurinn 1 – 18 ára þarf að taka á sig hækkun sem nemur íslenskum krónum 1.000.- (var kr. 4.500.-, verður nú kr. 5.500.-) en hjá aldursflokkunum 0-1 árs og 19 ára lækkar árgjaldið hins vegar, um kr. 1.000.- hjá litlu krílunum en frá kr. 1.000.- hjá 19 ára aldursflokknum. Hins vegar hefur heldur verið bætt í þá gjafapakka er fylgja þessum árgjaldsflokkum.

Nánari upplýsingar um flokkana og innihald þeirra má finna á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.Chelsea.is (Chelsea klúbburinn – Árgjald), þá er einnig hægt að fá upplýsingar í síma 864 6205.

Við vonumst svo eftir skjótum viðbrögðum, minnum á að þeir sem greiða árgjaldið fyrir 1. ágúst n.k. fá sjálfkrafa fimm „Loyalty Points“ hjá Chelsea Football Club sem kunna að koma sér vel á næsta keppnistímabili!