banner forsida600x150

Aðalfundur Chelsea klúbbsins laugardaginn 24. september

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2016 verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 24. september n.k. og hefst fundurinn kl. 14:30.

Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinn á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn. Veglegir vinningar að vanda!

Upplýsingar um sjónvarpsútsendingar

Upplýsingar um sjónvarpsútsendingar frá leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni ensku í október og nóvember liggja nú fyrir. Sex af leikjum Chelsea verða færðir til vegna þessa frá áður auglýstri leikjaskrá og  eru breytingarnar sem hér segir:

Chelsea v Leicester City, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 15. október og hefst kl. 11:30, sýndur beint á SKY SPORT.

Chelsea v Manchester United, fer fram á Stamford Bridge sunnudaginn 23. október og hefst kl. 15:00, sýndur beint á SKY SPORT.

Southamton v Chelsea, fer fram á St. Marys´  sunnudaginn 30. október og hefst kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORT.

Chelsea v Everton, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn  5. nóvember og hefst kl. 17:30 , sýndur beint á BT SPORT.

Middlesbrough v Chelsea, fer fram á Riverside Stadium sunnudaginn 20. nóvember og hefst kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORT.

Chelsea v Tottenham Hotspur, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 26. nóvember og hefst kl. 17:30, sýndur beint á BT SPORT.

Um sjónvarpsútsendingar það sem eftir lifir af keppnistímabilinu verður tilkynnt sem hér segir:

 • 12. október 2016, leikir í desember og janúar.
 • 12. desember 2016, leikir í febrúar.
 • 25. janúar 2017, leikir í mars.
 • 27. febrúar 2017, leikir í apríl.
 • 6. apríl 2017, fyrsta umferð í maí.
 • 13. apríl 2017, önnur umferð í maí.
 • 20. apríl 2017, þriðja umferð í maí
 • Óákveðið, bikarúrslit í maí!

Það verður stuttur fyrirvari á tilkynningu um sjónvarpsútsendingar frá leikjum í maí 2017!

Með Chelsea kveðju, Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Breytingar á leikjum 2016-2017

Loksins liggja fyrir upplýsingar um fyrstu sjónvarpsútsendingar frá leikjum í Úrvalsdeildinni ensku og gilda þær fram í endaðan septembermánuð. Fjórir af leikjum Chelsea verða færðir til vegna þessa frá áður auglýstri leikjaskrá og  eru breytingarnar sem hér segir:

 • Chelsea v West Ham United, fer fram á Stamford Bridge mánudagskvöldið 15. ágúst og hefst kl. 19:00, sýndur beint á SKY SPORT.
 • Swansea City v Chelsea, fer fram á Liberty Stadium í Swansea sunnudaginn 11. september og hefst kl. 15:00, sýndur beint á SKY SPORT.
 • Chelsea v Liverpool, fer fram á Stamford Bridge föstudagskvöldið 16. september og hefst kl. 19:00, sýndur beint á SKY SPORT.
 • Arsenal v Chelsea, fer fram á Emirates laugardaginn 24. september og hefst kl. 16:30, sýndur beint á BT SPORT.
 • ÞÁ hefur leik Chelsea v Manchester United er fram átti að fara á Stamford Bridge laugardaginn 22. október verið frestað um óákveðinn tíma vegna þátttöku Manchester United í Evrópudeildinni.

Forkaupsréttur okkar á tvo fyrstu heimaleiki Chelsea, þ.e. Chelsea v West Ham United og Chelsea v Burnley, er mjög skammur eða til sunnudagsins 10. júlí n.k.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Endurnýjun á aðild

Nú er endurnýjun á aðild í Chelsea klúbbnum í fullum gangi, þeir sem endurnýjuðu og greiddu valið árgjald fyrir 1. ágúst sl. fengu sjálfkrafa 5 tryggðarpunkta hjá Chelsea Football Club en það er sá punktafjöldi er félagsmenn þurfa að ráða yfir ætli þeir að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Liverpool, Manchester United, Tottenham Hotspur (allir leiknir á Stamford Bridge) og gegn Watford, Arsenal, Manchester City og Crystal Palace (allt útileikir) en þessir leikir fara allir fram á þessu ári.

Frá og með 1. janúar til loka keppnistímabilsins þurfa félagsmenn hins vegar að ráð yfir 10 tryggðarpunktum til að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Arsenal  og Manchester City (báðir leiknir á Stamford Bridge) og gegn Tottenham Hotspur, Liverpool, West Ham United og Manchester United (allt útileikir).

Þá má einnig gera ráð fyrir að síðasti heimaleikur (gegn Sunderland) falli undir þessa reglu.

Við fáum enga miða á leik Bournemouth v Chelsea í forkaupsrétti þar sem svo fáir miðar standa Chelsea til boða á þann leik! 

Ef þú átt eftir að endurnýja er bara að kíkja inn á heimasíðu klúbbsins, www.chelsea.is, og smella á Chelsea klúbburinn og svo Árgjald/Skráning og eftirleikurinn er barnaleikur einn!

Sértu í vafa um hvort þú ert búinn að endurnýja þá er bara að slá á þráðinn, s: 864 6205, og fá upplýsingar þar um.

Eða bara kíkja á Félagatalið hér á síðunni!

Endurnýjun á aðild (2)

Nú er endurnýjun á aðild í Chelsea klúbbnum í fullum gangi og vert að hafa í huga að þeir sem endurnýja og greiða valið árgjald fyrir 1. ágúst n.k. fá sjálfkrafa 5 tryggðarpunkta hjá Chelsea Football Club en það er sá punktafjöldi er félagsmenn þurfa að ráða yfir ætli þeir að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Liverpool, Manchester United, Tottenham Hotspur (allir leiknir á Stamford Bridge) og gegn Watford, Arsenal, Manchester City og Crystal Palace (allt útileikir) en þessir leikir fara allir fram á þessu ári.

Frá og með 1. janúar til loka keppnistímabilsins þurfa félagsmenn hins vegar að ráð yfir 10 tryggðarpunktum til að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Arsenal  og Manchester City (báðir leiknir á Stamford Bridge) og gegn Tottenham Hotspur, Liverpool, West Ham United og Manchester United (allt útileikir).

Þá má einnig gera ráð fyrir að síðasti heimaleikur (gegn Sunderland) falli undir þessa reglu.

Við fáum enga miða á leik Bournemouth v Chelsea í forkaupsrétti þar sem svo fáir miðar standa Chelsea til boða á þann leik! 

Ef þú átt eftir að endurnýja er bara að kíkja inn á heimasíðu klúbbsins, www.chelsea.is, og smella á Chelsea klúbburinn og svo Árgjald/Skráning og eftirleikurinn er barnaleikur einn!

Sértu í vafa um hvort þú ert búinn að endurnýja þá er bara að slá á þráðinn, s: 864 6205, og fá upplýsingar þar um.

EM-leikur Chelsea klúbbsins

Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu hefst í Frakklandi 10. júní n.k. og eins og fram kom á félagsfundi Chelsea klúbbsins fyrir skömmu síðan ætlum við að skella okkur í EM leik í samvinnu við Íslenskar getraunir.

Fyrirkomulagið er einfalt, þátttakendur leggja framlag sitt inn á reikning hjá Chelsea klúbbnum og stjórn klúbbsins fær svo getspaka Tipplinga úr Tippleik Chelsea.is til liðs við okkur og munu þeir taka að sér að geta til um úrslit leikja á EM seðlum Íslenskra getrauna fyrir okkar hönd.

Lágmarksframlag hvers þátttakanda er kr. 1.000.- en ekkert hámark, vinningar greiðast svo í hlutfalli við framlag hvers og eins!

Það fer svo eftir því hve mikið safnast í pottinn fyrir fyrsta leik hversu margar raðir við tippum á hverju sinni í hverri umferð, opinn seðill, sparnaðarkerfi eða útgangskerfi, allir möguleikar opnir!

Það verða spilaðar þrjár umferðir hvar eingöngu verða leikir í EM á seðlunum, verða vinningar greiddir út að þeim loknum.

Þátttökugjald greiðist fyrir föstudaginn 10. júní 2016.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0701-26-3840, kt. 690802-3840, athugið að setja EM í tilvísun/skýring greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðandi.
Athugið að þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Með EM kveðju,
Stjórn Chelsea klúbbsins.

P.S. Hópurinn okkar, sem nefnist einfaldlega Chelsea, er með hópnúmer 121 – 248 og líkt og áður styrkjum við ÍFR, þ.e. Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.

Almennur félagsfundur 28. maí

Almennur félagsfundur í Chelsea klúbbnum á Íslandi var haldinn laugardaginn 28. maí n.k. í Ölveri og hófst fundurinn kl. 17:00.

Dagskrá fundarins var á þessa leið:

 • EM leikur Chelsea klúbbsins og Íslenskra getrauna.
 • Tippleikur Chelsea.is, úrslit kunngjörð og afhending vinninga.
 • Supporters Clubs Policy, kynning á breytingum frá fyrra ári.
 • Dregið í happdrætti vegna kjörs á leikmanni ársins.
 • Árgjöld og flokkar, breytingar kynntar.
 • Dregið í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Fundurinn gekk vel fyrir sig og heppnir vinningshafa sem ekki voru á staðnum fá skilaboð þess efnis á næstu dögum.

 

Með Chelsea kveðju, Stjórnin.